Góð verkefnastaða hjá Slippnum
Þrjú erlend skip eru nú í viðhaldsverkefnum hjá Slippnum Akureyri og það fjórða bætist við innan nokkurra daga. Bjarni Pétursson, sviðsstjóri skipaþjónustu Slippsins, segir á facebook síðu félagsins þetta vera mjög óvenjulegt á þessum árstíma en jafnframt afar jákvætt. Öðru fremur segir hann verkefnin undirstrika sterka samkeppnisstöðu fyrirtækisins á skipaþjónustusviðinu en um er að ræða frystitogara og línuskip frá Kanada og grænlenskan frystitogara og eru viðhaldsverkefnin í skipunum mjög fjölbreytt.