Fréttir

Einn slasaðist í snjóflóði á Akureyri

Laust eftir kl. 13:00 í dag fengu viðbragðsaðilar á Akureyri tilkynningu um að snjóflóð hefði fallið á svæðinu ofan við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli og hafi einn skíðamaður, sem þar var á ferðinni, lent í því

Lesa meira

Sjö byggingar, ólíkar að stærð og formi mynda nýja húsaröð

Hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs á Akureyri

Lesa meira

Lundaskóli sigraði Fiðring á Norðurlandi

Yfir 100 nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk frá átta skólum á Akureyri og nærsveitum stigu á svið. Þetta var í fyrsta sinn sem Fiðringur er haldinn en hann er að fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi.

Lesa meira

Hæstánægð með hversu vel þetta byrjar

Segir Bergrún Ólafsdóttir, en yfir 30 matvælatengd félög taka þátt í verkefni um mataraðstoð sem hafið er á Akureyri

Lesa meira

Flugstrætó frá Akureyrarflugvelli í bæinn í boði í sumar

 „Þessi valkostur hefur ekki verið fyrir hendi áður en við höfum um skeið verið að skoða að koma þessari þjónustu af stað,“ segir Jónas Þór Karlsson hjá félaginu Sýsli

Lesa meira

Læknir sem ákærður er fyrir heimilisofbeldi er hættur hjá HSN

Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN staðfesti þetta í samtali við Vikublaðið

Lesa meira

RAKEL SARA TIL LIÐS VIÐ VOLDA

Heimasíða KA greinir frá þvi rétt í þessu að Rakel Sara Elvarsdóttir leikmaður  KA/Þór gangi til liðs við norska liðið Volda í sumar  eða eins og  segir á ka.is 

,,Rakel Sara Elvarsdóttir mun ganga til liðs við Volda í Noregi á næsta tímabili og hefur skrifað undir tveggja ára samning við liðið. Rakel Sara sem er uppalin í KA/Þór er aðeins 19 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið lykilhlutverk í okkar liði undanfarin fjögur tímabil.

 

Lesa meira

Læknir sem ákærður er fyrir hrottalegt heimilisofbeldi, starfar á Húsavík

Ekki var vitað af ásökunum þegar hann var ráðinn

Lesa meira

Er tími kattanna runninn upp?

„Samstjórn býður upp á meðvirkni eins og sjá má í ákvarðanatöku bæjarstjórnar,” segir Snorri Ásmundsson leiðtogi kattaframboðsins á Akureyri. Meðvirkni af þessu tagi leiðir gjarnan af sér skeytingarleysi gagnvart viðhorfum þeirra sem standa utan hópsins eins og þeir bæjarbúar þekkja vel sem undanfarið hafa reynt að koma athugasemdum á framfæri við það sem ákveðið hefur verið innan bæjarstjórnar án samráðs við almenning. Þannig hefur núverandi bæjarstjórn þóst þess umkomin að svara ekki enda þótt á hana sé yrt og heldur ekki þegar tilteknir bæjarfulltrúar eru beðnir að svara opinberlega mikilvægum spurningum. 

Lesa meira

Töfra-Álfurinn mættur í Eyjafjörðinn

Fjöldi fólks á öllum aldri hefur tekið að sér að selja Töfra-Álf SÁÁ í Eyjafirði næstu daga

Lesa meira

Höldum einbeitingu - höldum áfram!

Á Akureyri er afar fjölbreytt íþróttastarf sem leitt er áfram af öflugum íþróttafélögum. Íþróttafélögin gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu okkar, hvort sem það er vegna forvarnargildis íþrótta fyrir börn og ungmenni, aukinar lýðheilsu og heilsueflingar eða þeirra tekna sem starf íþróttafélaganna skapar fyrir bæinn í viðburðahaldi. Samfylkingin á Akureyri ætlar að halda áfram uppbyggingu íþróttamannvirkja íþróttafélaganna okkar í samræmi við skýrslu um forgangsröðun þessara verkefna sem allir sitjandi bæjarfulltrúar samþykktu fyrir rétt rúmlega 18 mánuðum síðan.

 

Í aðdraganda kosninga 14. maí næstkomandi hafa heyrst raddir frá íþróttafélögum í bænum að rétt sé að endurskoða þessa forgangsröðun og endurskoða þessa forgangsröðun og breyta í samræmi við þeira óskir og þarfir, og færast þannig fram fyrir í röðinni. Þetta er skiljanlegt, enda flest íþróttafélög bæjarins í þörf fyrir betri aðstöðu fyrir sína starfsemi. En af þeirri einföldu ástæðu að Akureyrarbær ræður eingöngu við tiltekið magn fjárfestinga á hverju ári  var ráðist í framangreinda vinnu við að forgangsraða uppbyggingu fyrir íþróttafélögin. Akureyrarbær þarf einnig á ári hverju að fjárfesta öðru en uppbyggingu íþróttamannvirkja t.d. í skólahúsnæði og húsnæði fyrir fatlað fólk svo eitthvað sé nefnt

Lesa meira

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

Metaðsókn á tjaldsvæðin við Akureyri á liðnu ári

Lesa meira

Tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri um helgina

Nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2022, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Spurningarmerki.

Lesa meira

Lokanir vegna vegaframkvæmda í Kjarnaskógi

Einnig er unnið að endurgerð hluta vegar upp að blakvöllum, frá gatnamótum við Kjarnaveg og sú leið er því sömuleiðis lokuð.

Lesa meira

Íþróttir í aðdraganda kosninga

Nú styttist óðum í kosningar og til að taka af allan vafa að þá er undirritaður ekki í framboði. Hinsvegar hefur undirritaður starfað innan íþróttahreyfingarinnar undanfarin ár sem framkvæmdastjóri Völsungs og komið því með beinum hætti að íþróttastarfi í sveitarfélaginu. Það er mikilvægt að við byggjum sveitarfélag sem er barnvænt, sveitarfélag sem er aðlaðandi fyrir barnafjölskyldur að búa í. Lykilþættir í þessu eru góðir leik- og grunnskólar ásamt öflugu íþróttastarfi. Allavegana myndi ég fyrst kanna þessa þrjá þætti ef ég væri að hugsa mér til hreyfings, þessir þættir eru því í mínum huga mikilvægastir ef við ætlum að vera samkeppnishæf sem sveitarfélag á landsvísu.

Ástæða ritunar er að mér finnst íþróttastarf ekki hafa fengið nægt pláss í umræðum í aðdraganda kosninga. Einungis hafa fulltrúiar frá tveimur framboðum komið í vallarhúsið, félagsaðstöðu Völsungs til að taka púlsinn.

Lesa meira

Leikskólarnir og lífsgæðin

Það er fátt sem skiptir jafn miklu máli fyrir lífsgæði ungra barnafjölskyldna en metnaðarfull stefna sveitarfélaga í málefnum leikskóla og dagvistunar. Að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla svo foreldrar komist aftur út á vinnumarkaðinn byggir undir öryggi þeirra og sjálfstæði og eykur lífsgæðin. Lág leikskólagjöld eykur ráðstöfunartekjur foreldra og þar með lífsgæðin. Framsækið og vandað starf í góðu húsnæði eykur lífsgleði og lífsgæði barna og eflir þau til framtíðar. Ef við ætlum að auka lífsgæði foreldra og ungra barna þá byrjum við á leikskólunum.

Lesa meira

„Til háborinnar skammar að hafa ekki upplýsingamiðstöð á Akureyri“

Bæjarráð Akureyrarbæjar hafnaði styrk til  að reka upplýsingamiðstöð í Hofi

Lesa meira

,,50.593 er fjöldinn sem kom við í upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akureyri í Hofi frá maí til september 2019 til að fá aðstoð og upplýsingar !!"

Heil og sæl Akureyringar, verslanir, hótel, veitingahús og stofnanir hér á svæðinu.
Nú get ég ekki lengur orða bundist. Málefnalegar umræður vel þegnar.
 
Mér þykir ótrúlega vænt um Akureyri og mér er ekki sama um hvernig við tökum á móti gestum sem sækja okkur heim. Staðreyndin er þessi. Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akureyri var lokað um áramótin 2020/2021. Gott og vel, þörf var á sparnaði og ekki mikið um ferðamenn á kóvid tímum.
Lesa meira

Sjö umsækjendur um embætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri

Umsóknarfrestur rann út í síðustu viku

Lesa meira

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar afhenti viðurkenningar

Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir vinna. Viðurkenningin er einnig staðfesting á að viðkomandi nemandi, starfsmaður eða skóli er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til.

Lesa meira

Frábær sigur Þór/KA á Íslandsmeisturum Vals

Þór/KA tók  á móti Valskonum í annar umferð Bestu deildar í Boganum i kvöld.  Fyrirfram var búist við að róðurinn gæti orðið þungur fyrir heimastúlkur en þær voru ekki mikið að velta þvi fyrir sér og með ótrúlegum vilja, og óbilandi trú á verkefnið lögðu þær firnasterkt Valslið 2-1.

Sandra María Jessen snéri aftur i svarbláa búningin og hún kom okkar liði yfir strax á 6 min. og þar við stóð fram á 64 mín þegar Elín Metta jafnaði fyrir Val.  Einhverjir óttuðust að nú yrði brekkan brött en  lið Þór/KA hélt sínu striki, þær vörðust vel og  Harpa í markinu var öryggið uppmálað.  Það var svo Margrét Árnadóttir sem kom Þór /KA aftur i forustuna þegar hún náði frákastinu af góðu skoti hennar sem Sandra i marki Vals hálfvarði.  

Seinasta korterið sóttu Valskonur stíft en ekki var meira skorað og  frábær sigur Þórs/KA staðreynd.

Lesa meira

KA Íslandsmeistarar kvenna í blaki 2022

KA stúlkur tryggðu sér rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn i blaki þegar þær lögðu lið Aftureldingar  í þremur hrinum í KA heimilinu.  Yfirburðir KA voru töluverðir og lék liðið oft á tíðum frábært blak.    Óhætt er að segja að KA stelpur hafi borið höfuð og herðar yfir önnur blaklið hér í vetur , þær eru deildar, bikar og í kvöld bættist  sá stæðsti við í safnið.

Lesa meira

Margir kjósendur á Akureyri óákveðnir

Kattaframboðið næði inn manni miðað við könnun RHA

Lesa meira

Fjölskyldan og umhverfið

Ingibjörg Benediktsdóttir skrifar

Lesa meira

Líkamleg, andleg og félagsleg heilsa eldra fólks

Hulda Elma Eysteinsdóttir skrifar

Lesa meira

Innan rammans í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Myndlistarsýningin Innan rammans / Inside the Frame opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 7. maí 

Lesa meira

Minjasafnið á Akureyri tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna

Minjasafnið á Akureyri er rótfast í eyfirsku samfélagi og hefur verið það frá stofnun árið 1962

Lesa meira