Fréttir

Málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri

Ávörp flytja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands og Anna Richards, gjörningalistakona.

Lesa meira

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Borgarhólsskóla

Tíu nemendur sjöunda bekkjar öttu kappi í upplestri en keppnin fór fram í Sal skólans

Lesa meira

Benóný Valur leiðir lista Samfylkingar í Norðurþingi

S - listi Samfylkingarinnar og annars félaghyggjufólks var samþykktur fyrr í kvöld vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í Norðurþingi.

Lesa meira

Markið sett hátt á Barnamenningarhátíð

Allur aprílmánuður verður helgaður Barnamenningarhátíð á Akureyri sem nú er haldin í fimmta sinn

Lesa meira

„Sýna gróskuna og tækifærin sem svo sannarlega eru til staðar hér á Norðurlandi“

Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stendur fyrir fjárfestahátíð á Siglufirði 31. mars næstkomandi þar sem fjárfestum og frumkvöðlum verður boðið upp á ógleymanlegan dag. Á hátíðinni kynna frumkvöðlar af Norðurlandi verkefni sín sem snerta orkuskipti, hringrásarhagkerfið eða fullnýtingu auðlinda í takt við áherslur Norðanáttar; matur, orka, vatn.

Lesa meira

Listi Vinstri gænna á Akureyri samþykktur

Framboðslisti Vinstri grænna á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí, var samþykktur á félagsfundi í bænum síðdegis í dag.

Lesa meira

Stofnuðu leikhús 8 ára gamlar

Smálandaleikhúsið setti upp Emil í Kattholti á Þórshöfn

Lesa meira

Sameining Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps samþykkt

Lesa meira

Heimir Örn leiðir D-lista á Akureyri

Hann hlaut 388 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins sem fram fór í gær. 

Lesa meira

Sækjum við að settu marki

Félag verslunar- og skrifstofufólks gefur út veglega bók um sögu sína

Lesa meira

Norðlendingar fagna því að ferðast beint frá Akureyrarvelli

Vetraráætlun verður birt á næstu dögum og segir Þorvaldur Lúðvík að greinilegur áhugi sé fyrir ferðum í haust og fram eftir vetri

Lesa meira

Fræðslumál eru langstærsti útgjaldaliður Eyjafjarðarsveitar

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021 var tekin til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 24. mars sl. 

Lesa meira

Síðustu sýningar á Lísu í Undralandi

Sýningarnar verða í Gryfjunni í VMA, gengið inn um austurinngang skólans.

Lesa meira

„Listin nýtt til að horfa aftur í tímann“

Aaron Mitchell sýnir í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri

Lesa meira

Opinn fundur um framkvæmdaáætlun um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða

Í framhaldi af fundinum gefst áhugasömum jafnframt kostur á að taka þátt í starfi þemahópa

Lesa meira

Úrslit í upplestrarkeppni grunnskólanna

Lesa meira

Horft til þess að koma upp biðstöð fyrir strætó á svæði við Akureyrarvöll síðar

Bráðabirgðaframkvæmd fyrir Strætó í miðbænum upp á 15 milljónir

Lesa meira

Borgarhólsskóli á Húsavík varð í dag símalaus skóli

„Breyttir tímar kalla á breytta nálgun og nú hefur verið tekin sú ákvörðun að leggja símum nemenda í skólanum til hliðar"

Lesa meira

Ósk Framkvæmdasýslunnar um að sleppa bílakjallara við heilsugæslustöð hafnað

Lesa meira

Skiptar skoðanir um kaup á slökkvibifreið á 91 milljón

Forseti sveitarstjórnar fyrir  vill forgangsraða þessum fjármunum í annað

Lesa meira

Fjölbreytt verkefni styrkt í Grímsey

Frumkvæðissjóður Brothættra byggða í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey úthlutaði nýlega rúmlega 16 milljónum króna til tólf verkefna

Lesa meira

Húsfriðunarsjóður úthlutar 49 milljónum til verkefna á Norðurlandi eystra

Húsavíkurkirkja og Bjarnahús fengu alls 9,1 milljón króna

Lesa meira

ELKO innleiðir byltingarkennt snjallspjall í vefverslun

Hægt að heimsækja verslun ELKO hvaðan sem er

Lesa meira

Bændur á Möðruvöllum og Svertingsstöðum fengu verðlaun

Ábúendur á Möðruvöllum í Hörgárdal bræðurnir Þórður og Sigmundur Sigurjónssynir og eiginkonur þeirra Birgitta Lúðvíksdóttir og Helga Steingrímsdóttir hlutu sauðfjárræktarverðlaun Búnaðarsamband Eyjafjarðar fyrir árið 2021. Nautgriparæktarverðlaun BSE fyrir liðið ár komu í hlut hjónanna Hákonar B. Harðarsonar og Þorbjargar H. Konráðsdóttur á Svertingsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit. Verðlaunin voru veitt á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í Hlíðarbæ.

Lesa meira

Sölkusiglingar seldar til Norðursiglingar

Á dögunum gengu Sölkuveitingar ehf. og Norðursigling hf. frá samningi um kaup Norðursiglingar á öllum hlut Sölkuveitinga í hvalaskoðunarfyrirtækinu Sölkusiglingum ehf. Kaup Norðursiglingar eru liður í því að efla kjarnastarfsemi fyrirtækisins sem er hvalaskoðun á Skjálfanda. Sölkuveitingar ehf. munu í framhaldi af sölunni jafnframt einbeita sér að rekstri veitingahússins Sölku. 

Lesa meira

Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu

Þessir fimm fræknu Þórsarar vildu leggja sitt að mörkum til styrktar börnum í Úkraínu.  Þeir gengu í hús og seldu perl sem þeir höfðu unnið og tóku einnig við frjálsum  framlögum.  Þeim var virkilega vel tekið og  vilja skila þakklæti til þeirra sem það gerðu.   Drengjunum fannst þó nauðsynlegt að bæta við það sem safnast hafði og sóttu 5000 krónur hver í sparibauka sína og gáfu í söfnunina.

Lesa meira

Úttekt á gervigrasi í Boganum

Nokkur umræða hefur verið um meinta skaðsemi gerfigrasins í Boganum.  Akureyrarbær fékk fyrirtækið Sports Lab til að taka gerfigrasið út og hefur  það nú skilað niðurstöðu.  Á heimasíðu bæjarins má lesa þetta.

Akureyrarbær stóð nýverið fyrir úttekt á gervigrasinu í Boganum. Tilgangurinn var að fá óháðan aðila til að meta ástand gervigrasvallarins og hvort gæði væru í samræmi við kröfur Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA).

Úttektin var gerð af fyrirtækinu Sports Labs þann 4. mars sl. og liggja fyrir niðurstöður. Af þeim sex atriðum sem voru skoðuð sérstaklega má segja að völlurinn hafi staðist skoðun í fimm tilvikum, en sléttleiki vallarins gæti hins vegar verið betri.

 

 

Lesa meira