Fréttir

Bergþór ráðinn fjármálastjóri Norðurþings

Bergþór er með BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og MLM gráðu í forystu og stjórnun frá sama skóla.

Lesa meira

Endurbygging Miðgarðskirkju hefjist næsta sumar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 20 milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. Kirkjan sem brann til grunna 22. september sl. var elsta bygging eyjarinnar, byggð 1867, og var hún friðuð árið 1990.

Lesa meira

Metfjöldi umsókna í Frumkvæðissjóð Betri Bakkafjarðar

Í Frumkvæðissjóð Brothættra byggða í byggðaþróunarverkefninu Betri Bakkafjörður bárust 17 umsóknir. Er þetta mesti fjöldi umsókna síðan verkefnið hófst. Umsóknirnar eru fjölbreyttar og hafa það allar að markmiði að styrkja innviði Bakkafjarðar, skapa atvinnu og stuðla að sterkari stöðu byggðarlagsins í samræmi við stefnumótun fyrir verkefnið sem samþykkt var á íbúafundi haustið 2019.

Lesa meira

Jólin koma í Skógarlund

Í síðustu viku heimsótti Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Skógarlund þar sem starfrækt er miðstöð virkni og hæfingar fyrir fatlað fólk. Fyrr í mánuðinum var haldinn vel heppnaður jólamarkaður í Skógarlundi og þar eru nú allir smám saman að komast í sannkallað jólaskap.

Lesa meira

Kann vel við sig í sveitinni þó svo að skuldbindingin sé mikil

Stefán Sævarsson hefur verið í kringum búskap nær alla ævi. Hann er bóndi á Syðri-Grund í Grýtubakka, þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Hörpu Jónsdóttur. Undirritaður ræddi við Stefán um lífið í sveitinni, bæði í hversdagsleikanum og á jólunum sem senn ganga í garð.

Lesa meira

Engin áramótabrenna á Akureyri

Ákveðið hefur verið að halda ekki áramótabrennur á vegum Akureyrarbæjar að þessu sinni

Lesa meira

Að afrækja eigið afkvæmi

Lesa meira

Góðir grannar eru gulls ígildi

Það var notalegt að rölta niður Skólavörðurstiginn á aðventunni. Við Skólavörðustíginn  er að finna flestar listaverkaverslanir, handverkshús, gallerí og túristabúðir borgarinnar sem trekkja að og færa líf á svæðið. Gatan lætur ekki mikið yfir sér þar sem hún liggur upp á Skólavörðuholtið með sinni fjölbreytilegu blöndu af húsum, nýjum og gömlum, litlum og stórum, fábrotnum og ríkmannlegum. Í þessum húsum þrífst margvísleg starfsemi.

Lesa meira

Ríflega níu milljörðum króna varið í fræðslumál á árinu 2022

eða um 467 þúsund krónum á hvern íbúa, samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar

Lesa meira

Margskonar fróðleikur um fugla í Fugladagbókinni

Fuglaskoðun nýtur mikilla vinsælda hér á landi og má sem dæmi nefna að síður eru á fésbók um fugla og ýmslegt þeim tengdum. Siglfirðingurinn Sigurður Ægisson hefur sent frá sér bók sem nefnist Fuglar á Íslandi og árstíðirnar fjórar: Fugladagbókin 2022. Horfir hann einkum á þann mikla fjölda fuglaáhugamanna hér á landi varðandi nýju bók sína, en hún er sérsniðin að þörfum fuglaáhugafólks.

Lesa meira

Molda kemur norður

Innsetningin Molda kemur í norðrið eftir ferðalag í austrið, suðrið og vestrið sl. sumar og vor. Opnunin er kl 11 þann 21.desember nk. í Deiglunni á Akureyri

Lesa meira

Ómetanlegt að eiga þessa sögu

-Segir Ragnar Sverrisson sem stundað hefur kaupmennsku á Akureyri í 56 ár

Lesa meira

Ekki standa á öðrum fæti allt lífið

Út er komin bókin Arnar Saga Björnssonar: Ekki standa á öðrum fæti allt lífið, en það er HB útgáfa sem gefur bókina út.

Lesa meira

Velti mér ekki upp úr hlutunum og lifi í núinu

Dagbjört Ósk stundar nám á listnáms og hönnunarbraut VMA

-Er með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur sjónleysi


 „Ég get gert margt af því sem mínir jafnaldrar gera, og reyni að lifa í núinu, hugsa sem minnst um hvað getur orðið. Ég horfi bara á þá stöðu sem ég er í núna og hef það að markmið að njóta lífsins eins og aðrir,“ segir Dagbjört Ósk Jónsdóttir nemi á listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, en hún hóf nám þar á liðnu haust og var að klára fyrstu önnina. Dagbjört er lögblind.  Hún hefur enga sjón á hægra auga en sér enn örlítið með því vinstra, nægilega mikið til að geta að mestu bjargað sér sjálf.

Dagbjört er með sjúkdóm sem kallast Chronic Relapsing Inflammatory Optic Neuropathy, CRION og er eini Íslendingurinn sem er með þann sjúkdóm, en hann er mjög sjaldgæfur og einungis um 120 manns í öllum heiminum sem eru með hann. Um er að ræða sjóntaugakvilla, sjálfsofnæmi sem lýsir sér í því að hvítu blóðkornin ráðast á sjóntaugina. Ekki er þó að hennar sögn vitað af hverju það gerist. Þrátt fyrir sjónleysið tekst Dagbjört á við krefjandi nám sitt á listnámsbrautinni af miklum áhuga og elju.

Missti sjón á hægra auga aðeins 11 ára

Dagbjört var rétt að verða 11 ára þegar sjúkdómurinn uppgötvaðist í september árið 2016. Hún fór að taka eftir að sjón á hægra auga varð skrýtin, hún varð æ lakari með nánast hverjum degi sem leið en hún fann ekki neitt til. 

Lesa meira

Engin merki um byrlun

Við rannsókn á sýnunum kom í ljós að einstaklingarnir höfðu töluvert áfengismagn í blóðinu en engin merki voru um deyfilyf eða fíkniefni.

Lesa meira

Það geta allir skráð sig í björgunarsveit

Jón Ragnar

Flugeldasala björgunarsveita hefur verið gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir þeirra starf. Leonard Birgisson byrjaði að starfa í björgunarsveit 1980 og hefur hann gegnt fjölmörgum störfum á þeim vettvangi. Hann hefur verið formaður, gjaldkeri og séð um nýliðastarf auk þess að sinna almennum verkefnum sem félagi í björgunarsveit. Þá hefur hann einnig setið í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar, verið gjaldkeri félagsins og formaður flugeldanefndar. 

Hvernig eru störf björgunarsveitarinnar um hátíðirnar? Er meira álag?

„Það er öllu jöfnu ekkert aukið álag á björgunarsveitir um hátíðirnar nema í þeim tilfellum sem veðurfar setur samgöngur og mannlíf úr skorðum. Verkefni sem björgunarsveitir fengu í hendur í byrjun desember 2019 og voru viðvarandi langt fram á árið 2020 eru enn í fersku minni. Einnig er 30. desember 2018 eftirminnilegur því þá fengum við krefjandi fjallabjörgunarverkefni í Dalsmynni þar sem þekking og samvinna skipti sköpum við að bjarga einstaklingum sem slösuðust í fjallgöngu.“

Mikilvæg fjáröflun

Hversu mikilvæg er flugeldasalan ykkur í björgunarsveitinni?

„Flugeldasala á sér áratuga hefð á Íslandi og er björgunarsveitum mjög mikilvæg og í mörgum tilfellum stendur hún undir 50-70% af tekjum björgunarsveita.“

Lesa meira

Opnun Hlíðarfjalls frestað til morguns

Til stóð að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnaði í dag en því hefur nú  verið frestað af óviðráðanlegum orsökum. 

Lesa meira

Glerárlaug verður opin á virkum dögum

Við gerð fjárhagsáætlunar Akureyarbæjar fyrir árið 2022 var ákveðið að gera breytingar á þjónustu Glerárlaugar sem hafa í för með sér að dregið er úr afgreiðslutíma fyrir almenning.

Lesa meira

Stjórnsýslubreytingar taka gildi um áramót

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn stjórnsýslubreytingar sem áður voru til umfjöllunar hjá bæjarstjórn og samþykktar þann 15. júní sl. 

Lesa meira

Lára Sóley rifjar upp sígilda takta með Hymnodiu

Kvöldið 22. desember er löngu orðið jólatónleikakvöld Hymnodiu. Kórinn hefur sungið í Akureyrarkirkju þetta kvöld í áratug og mörgum er ómissandi að gera hlé á jólaönnum til að njóta kyrrðar og friðar með Hymnodiu í kirkjunni.

Lesa meira

Samkomulag um uppbyggingu á félagssvæði KA

Samkomulagið er gert á grundvelli viljayfirlýsingar sem var undirrituð í janúar síðastliðnum og heimilaði KA að vinna drög að deiliskipulagi sem hefur nú öðlast gildi.

Lesa meira

Þórsarar bjóða í rjómavöfflur og rjúkandi súkkulaði í Hamri á morgun

Fyrrverandi formenn Þórs byrja að hita vöfflujárnið kl. 9 

Lesa meira

Þankar gamals Eyrarpúka

Um miðja síðustu öld var einn barnaskóli á Akureyri, einn gagnfræðaskóli, tvö kaupfélög, þrjár leigubílastöðvar enda fátt um einkabíla og svo tveir barir: Diddabar og Litlibar sem báðir gerðu út á bindindi og fagurt líferni í hvívetna enda þótt einhverjir þættust merkja þar óreglu endrum og sinnum – einkum þegar togarar voru í höfn. Þá var oft gott að læðast inn á barina og kaupa Valash, Lindubuff og bolsíur, allt eftir kaupgetu hvers dags sem venjulega var í beinum tengslum við hvað tókst að selja mörg eintök af Degi þá vikuna á kaupfélagshorninu við brunahanann stóra.

Lesa meira

Kollgerðishagi verður Móahverfi

Drög að deiliskipulagi svæðisins voru kynnt í október sl. þar sem markmiðið er að leggja grunn að hverfi með fjölbreyttum íbúðagerðum og grænum svæðum

Lesa meira

„Byltingarkennd breyting við fjármögnun“

Klínísk starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri verður frá 1. janúar næstkomandi fjármögnuð í samræmi við umfang veittrar þjónustu þar sem byggt er á DRG; alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu

Lesa meira

Samningur um þjónustutengda fjármögnun Sjúkrahússins á Akureyri

Fjárveitingar taka mið af raunverulegu umfangi þjónustu og raunkostnaði.

Lesa meira

Vanfjármögnun í málaflokki fatlaðra stærsti einstaki þátturinn

Rúmlega 600 milljóna króna halli á rekstri Akureyrarbæjar

Lesa meira