Fréttir

62 ára aldursmunur á elsta og yngsta leikara

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Kardemommubæinn

Lesa meira

Ingvar hættur sem formaður KA

Ingvar Gíslason hefur tekið þá ákvörðun um að stíga til hliðar sem formaður KA frá og með deginum í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ingvari á vef KA í gær.

Lesa meira

Grátlega erfið staða hjá mörgum

-Örvæntingarfull skilaboð frá fólki sem á ekkert

Lesa meira

Leið til betri heilsu og lífsgæða

Anita Ragnhild Aanesen fagstjóri og verkefnastjóri fyrir heilsueflandi móttökur á HSN á Akureyri


mth@vikubladid.is

Um 500 manns á Akureyri og nágrannasveitarfélögum nýta sér þjónustu heilsueflandi móttöku Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN vegna sykursýki 2. Fólk með sykursýki 2 getur lifað eðlilegu lífi með heilbrigðu líferni ef hugað er vel að því að halda  blóðsykri í jafnvægi og með hollu mataræði og hreyfingu.  HSN opnaði í apríl í fyrra heilsueflandi móttöku á Akureyri fyrir þá sem glíma við sykursýki 2 og offitu sem gjarnan fylgjast að.

Anita Ragnhild Aanesen fagstjóri og verkefnastjóri fyrir heilsueflandi móttökur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir að HSN reki í allt 17 heilsugæslur og heilsugæslusel, þar af eru 6 svokallaðar meginstarfsstöðvar á þéttbýlisstöðum á Norðurlandi.  „Heilsueflandi móttökur voru komnar upp á öðrum megnstarfstöðum HSN  þannig að móttakan á Akureyri var síðust í röðinni. Við opnuðum í fyrra vor og þá fengum við í hendur lista með yfir 500 manns sem tekst á við sykursýki 2. Hluti af þessu fólki er í eftirliti og meðferð á Sjúkrahúsinu á Akureyri, en á okkar lista voru um það bil 325 manns. Á tæpu ári höfum við náð að bjóða þeim öllum upp á viðtal,“ segir Anita. Hún segir að náin samvinna sé á milli stofnananna tveggja í þessum málaflokki og haldnir eru reglulegir fundir til að efla samstarfið.

Anita segir að rík áhersla sé lögð á að ná til þess fólks sem er í áhættuhópi og að bæta þjónustu við það, sem kostur er. „Þessi móttaka er liður í því að gera þetta aðgengilegt fyrir fólk sem er í hættu og það er ánægjulegt að viðtökur eru almennt góðar. Fólk þiggur að koma til okkar og taka á sínum málum í kjölfarið.“

Hún segir að í raun sé ævintýri líkast að tekist hafi að koma heilsueflandi móttöku í gang á Akureyri og taka á móti svo mörgum skjólstæðingum, í miðjum heimsfaraldri, þegar meira var verið að draga úr en auka við.  „Við erum afskaplega stolt og ánægð með að þetta hefur gengið svona vel.“

Nýgengi sykursýki 2 jókst um 250% frá 2005 til 2018

Tveir starfsmenn starfa við heilsueflandi móttökur og skipta 110% starfi. Að starfseminni koma líka sjúkraþjálfari, næringarráðgjafi, iðjuþjálfi, sálfræðingar og læknar.  Anita segir að þörf sé á að efla starfsemina, umfangið sé það mikið og til mikils að vinna að fá fólkið til sín. „Það er greinilega mikil þörf fyrir þessa þjónustu og í náinni framtíð sé ég fyrir mér að við þurfum að auka við.“

Nefnir Anita að á árabilinu frá 2005 til 2018 hafi orðið 250% aukning í nýgengni sykursýkis 2 tilfella hér á landi. „Umfangið er alveg gríðarlegt og við verðum að gera það sem hægt er til að stemma stigu við frekari aukningu,“ segir hún, en samkvæmt rannsóknum eru um 27% landsmanna, tæpur þriðjungur, greindur með offitu. Hún segir offitu eina þá stærstu áskorun sem nútíma heilbrigðiskerfi stendur frammi fyrir.

Á landsvísu er vinnuhópur á vegum Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu starfandi, til undirbúnings innleiðingar á heilsueflandi móttökum í heilsugæslunni, en markhóparnir fyrir þá þjónustu eru aldraðir og fólk með fjölþættan og/eða langvinnan heilsuvanda.

Lesa meira

2000 í einangrun og Sjúkrahúsið á Akureyri á hættustigi

Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra eru í dag skráðir um 2000 í einangrun vegna Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sjúkrahússins á Akureyri.

Lesa meira

Vilja byggja ofan á gamla bankahúsið í Geislagötu

Til stendur að byggja ofan á Arionbankahúsið við Geislagötu 4, íbúðir verða á efri hæðum en verslun og þjónusta á jarðhæð. 

Lesa meira

Hilda Jana leiðir áfram hjá Samfylkingu

Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar var samhljóða samþykktur á á félagafundi Samfylkingarinnar á Akureyri í gærkvöld.

Lesa meira

Kemur til greina að rífa Borgarbíó

Verktakafyrirtækið BB Byggingar hefur keypt húsnæði Borgarbíós í miðbæ Akureyrar

Lesa meira

Vetrarfjör hjá Corpo di Strumenti

Tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti verður í vetrar-, barokk- og frumflutningsstuði um helgina. Hópurinn heldur TÓLF TÓNA KORTÉRS tónleika á Listasafni Akureyrar laugardaginn 26. febrúar kl. 15 og 16, þar sem Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Brice Sailly frumflytja tónverkið FIMM FYRIRBÆRI Í FEBRÚAR eftir þá fyrrnefndu á tvennum kortérs löngum tónleikum

Lesa meira

Hafrún Olgeirsdóttir leiðir D-lista í Norðurþingi

Uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi bar upp til samþykktar framboðslista flokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna 2022 á fjölmennum félagsfundi á Húsavík í dag

Lesa meira

Tíu tíma tónflæði í Hofi

Strengjasveitir Tónlistarskólans á Akureyri tóku sig til laugardaginn 12. febrúar og léku tónlist í tíu klukkustundir sleitulaust, frá kl. tíu um morguninn til kl. átta um kvöldið.

Lesa meira

Dauðsfall á SAk ekki rakið til Covid eins og áður var talið

Í ljósi skilgreininga á andláti af völdum Covid-19 sem var gefin út af embætti landlæknis 22. febrúar og yfirferð sjúkraskrárgagna í framhaldi af því þá er ekki talið að Covid-19 hafi átt afgerandi þátt í andláti þessa einstaklings 

Lesa meira

Unnið að snjómokstri á Akureyri

Þungfært er í mörgum íbúðahverfum á Akureyri þessa stundina

Lesa meira

Lögregla og björgunarsveitir að í alla nótt

Lesa meira

Athugasemd vegna fréttar Mannlífs um súpufund Þórs

Vegna fréttar sem birtist á vef Mannlífs í gær um súpufund sem haldinn var á vegum íþróttafélagsins Þórs og veitingastaðarins Greifans á Akureyri, hafa skipuleggjendur sent frá sér athugasemd. En Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ var gestur fundarins. Í frétt Mannlífs er því haldið fram að Vanda hafi neitað að svara spurningum frá móður Arons Einars Gunnarssonar og  í kjölfarið hafi soðið upp úr á fundinum.

Lesa meira

Aflétting allra takmarkana innanlands og á landamærum

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með föstudeginum 25. febrúar verði öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs COVID-19 aflétt, jafnt innanlands og á landamærunum.

Lesa meira

Búið að hleypa vatninu á

Lagning hita- og vatnsveitulagna frá Vaðlaheiðagöngum að Skógarböðum

Lesa meira

Yfir 40 milljónir í söfnun fyrir snjótroðara

 „Það var einstakt að upplifa jákvæðnina og ungmennafélagsandann sem sveif yfir vötnum, einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök og sveitarfélög hér á svæðinu lögðu hönd á plóg til að tryggja þetta mikilvæga samfélagsverkefni,“ segir Ingólfur Jóhannesson framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga en söfnun fyrir nýjum snjórtroðara félagsins lauk í vikunni.

Lesa meira

Melanie Clemmons sýnir í Deiglunni um helgina

Gilfélagið býður ykkur velkomin á sýninguna Boreal Crush Pack eftir gestalistamann Gilfélagsins Melanie Clemmons um helgina í Deiglunni. Sýningin ber heitið Boreal Crush Pack

Lesa meira

Norðurorka veitir samfélagsstyrk

Markmið með styrkjum Norðurorku hf. er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Lesa meira

Spámennirnir

Það er víst þannig að fáir eru lifandi spámenn í sínu heimalandi. Sem dæmi vilja þjóðverjar lítið kannast við stórhljómsveitina Rammstein, sem syngur oftar en ekki ádeilu á stjórnvöld og heimsmynd sína. Íslendingar voru lengi að meðtaka Sigurrós sem þá hafði farið sigurför um heiminn og komið Íslandi rækilega á kortið og ef horft er enn lengra aftur var sjálfur Albert Einstein gerður brottrækur úr sínu heimalandi fyrir falsvísindi sem samræmdust ekki stefnu þáverandi stjórnvalda. Einstein hélt því m.a. fram að ímyndunaraflið væri mun mikilvægara en vitneskja. Vitneskja væri takmörkuð en ímyndunaraflið bæri mann hringinn í kringum hnöttinn.

Lesa meira

Hópsmit á hjúkrunar- og sjúkradeildum - Kallað eftir bakvörðum

Covid 19 smitum á Norðurlandi fer hratt fjölgandi og hefur það mikil áhrif á starfsemi HSN. Vaxandi fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna Covid eða 67 starfsmenn af 609, sem gerir 11% starfsmanna. Vísbendingar eru um að þetta hlutfall geti hækkað á næstu dögum. Nokkur fjöldi starfsmanna vinnur í vinnusóttkví B. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSN.

Lesa meira

Fyrsta dauðsfallið af völdum kóvid á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra eru í dag skráðir tæplega 2000 í einangrun vegna Covid-19. 

Lesa meira

Leggja áherslu á að kynjahlutföll séu jöfnuð

Íþróttafélagið Völsungur og Íslandsbanki haf gert með sér samstarfssamning sem hefur það að markmiði að styðja félagið í íþrótta- og uppeldislegu hlutverki sínu á Húsavík en einnig er lögð áhersla á að kynjahlutföll þeirra sem njóta styrkja úr samningnum séu jöfnuð.

Lesa meira

Húsavík heimabær söngvakeppnanna

Hóteleigandinn og athafnamaðurinn Örlygur Hnefill Örlygsson er sannkölluð hugmyndamaskína. Hann var mikið í sviðsljósinu í kringum kvikmyndaævintýri Húsavíkinga, þegar Netflix stórmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var tekin upp í bænum. Örlygur sá strax tækifæri í athyglinni sem heimabærinn fékk frá kvikmyndaverkefninu og fylgdi því eftir til hins ítrasta. Hann setti Húsavík á heimskortið þegar titillag myndarinnar; Húsavík, My Hometown var tilnefnt til Óskarsverðlauna. Hann að sjálfsögðu hrinti í framkvæmd herferð til að kynna lagið; sem vakti heimsathygli og varð að lokum til þess að söngatriðið fyrir Óskarsverðlaunahátíðina var tekið upp á Húsavík.

Þá hefur Örlygur staðið fyrir opnun á Eurovision safni og JA JA DingDong bar. En þar er fyrirhugað tónleikahald þegar aðstæður leyfa vegna Covid.

Nýtt söngævintýri

Nú hefur Örlygur séð til þess að úrslitakvöld Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldið á Húsavík í ár. Örlygur var kampakátur þegar blaðamaður leit við hjá honum í vikunni. „Keppnin var fyrst haldin árið 1990 og í þessari keppni hafa stigið sín fyrstu skref margt af okkar þekktasta tónlistarfólki í dag. Enda er þetta vettvangur sem er mjög vel til þess fallin,“ segir Örlygur og bætir við að hann sé nú ekki alls ókunnugur því að halda úrslitakvöld keppninnar, enda stóð hann fyrir því á sínum tíma að keppnin var haldin á Akureyri í fyrsta sinn.

 

 

Lesa meira

Gríðarleg breyting til hins betra við öll björgunarstörf

Slökkviliðið á Akureyri fær nýja björgunarstigabíl

Lesa meira

Anna María sló fimm Íslandsmet á EM

Lauk keppni í 4. sæti

Lesa meira