
Nær helmingur á móti lausagöngubanni
Í tengslum við þjónustukönnun Gallup 2021 voru íbúar Akureyrarbæjar spurðir sérstaklega um afstöðu til lausagöngu katta í bænum. Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar
Í tengslum við þjónustukönnun Gallup 2021 voru íbúar Akureyrarbæjar spurðir sérstaklega um afstöðu til lausagöngu katta í bænum. Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að kynna drög að aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir Hrafnagilshverfi fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum
Framkvæmdir standa yfir við gatna- og lagnagerð í Holtahverfi norður. Unnið hefur verið að uppgreftri í Þursa- og Hulduholti og er stefnt að því að ljúka uppgreftrinum í vikulok.
Framkvæmdir standa nú yfir vegna breytinga á húsnæði sem Fangelsið á Akureyri hafði áður til umráða
Rannsókn á tildrögum slyssins er á frumstigi
Heildarálagning fasteignagjalda hjá Akureyrarbæ er um 4,5 milljarðar króna. Það er nokkur hækkun frá árinu 2021 þegar álagning fasteignagjalda var samtals 4.220 milljónum króna
Einar Brynjólfsson oddviti Pírata í norðausturkjördæmi ætlar ekki að gefa kost á sér í komandi sveitarstjórnarkosningum. Frá þessu greinir Einar í færslu á facebook síðu sinni.
Óhætt er að segja að verulegur kippur sé kominn í byggingaframkvæmdir á Húsavík miðað við fundardagskrá Skipulags og framkvæmdaráðs Norðurþings sem fram fór í dag
Listasumar 2022 nær yfir lengra tímabil en verið hefur síðustu tvö árin. Það verður sett 11. júní og því lýkur 23. júlí.
Tilkynnt verður á fimmtudaginn næstkomandi um val á íþróttakarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2021.
Á degi Ábyrgrar ferðaþjónustu á föstudag veitti forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu. Þetta var í fjórða sinn sem verðlaunin voru afhent. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega en fámenna athöfn í Grósku. Að þessu sinni féllu verðlaunin Höldi – bílaleigu Akureyrar í skaut.
Aldís Kara Bergsdóttir bætti stigamet íslenskra skautara á Norðurlandamóti í listhlaupi á skautum sem fram fór í Hørsholm í Danmörku um helgina. Hún keppti í Senior flokki og náði 119.75 stigum og endaði í 9. sæti en hún fékk 42.09 stig í stutta og 77.66 stig í frjálsa prógramminu.
Gallup kannar árlega viðhorf íbúa gagnvart þjónustu sveitarfélaga og nú liggja fyrir niðurstöður ársins 2021. 20 stærstu sveitarfélögin voru mæld, Akureyrarbær þar á meðal, og er spurt um 12 mismunandi málaflokka.
Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið við stækkun þekkingarsetursins á Húsavík, undir forystu Þekkingarnets Þingeyinga (ÞÞ). Langanes ehf. festi á síðasta ári kaup á Hafnarstétt 1 af Steinsteypi ehf. en fyrir átti Langanes núverandi húsæði ÞÞ að Hafnarstétt 3. Það er Bjarni Aðalgeirsson, fyrrum útgerðarmaður sem er maðurinn á bak við Langanes. Í kjölfarið var gerður langtíma leigusamningur við ÞÞ.
Með stækkuninni verður til ein heild úr núverandi húsnæði að Hafnarstétt 3 og yfir í neðri hæð Hvalasafnsins að hafnarstétt 1, með viðbyggingu á milli. Tengibyggingin verður úr glereiningum, en hönnuður í verkefninu er Arnhildur Pálmadóttir arkítekt. Aðalinngangur verður um þessa glerviðbyggingu, en samanlagt verður húsnæðið um 1000 fermetrar. Frá opnun verður þarna um 30 manna vinnustaður, með fleira starfsfólk á álagstímum. Sannkallaður suðupottur þekkingar og nýsköpunar.
Þegar blaðamaður Vikublaðsins leit við á dögunum var Stefán Pétur Sólveigarson á öðru hundraðinu við undirbúning en hann er verkefnastjóri hjá Hraðinu Nýsköpunarmiðstöð og Fab-Lab Húsavík. Stefán segir að stefnt sé að opnun heildarverkefnisins á vormánuðum, en hlutar húsnæðisins verði þó teknir í notkun fyrr, t.d. Fab Lab Húsavík.
„Þetta mun allt tengjast þessari tengibyggingu sem kemur hér á milli. Hún náttúrlega gerir þetta að miklu meira húsi, einni stórri heild. Þessi glerbygging verður í raun hjartað í allri starfsemi sem verður í þessum tveimur húsum,“ útskýrir Stefán.
Auk starfsmanna ÞÞ verða Náttúrustofa Norðausturlands, SSNE og Rannsóknasetur Háskóla Íslands með fastar starfsstöðvar í húsinu og þá bætist Hvalasafnið einnig við en starfsfólk þess verður með matar- og kaffiaðstöðu í húsinu og með aðgang að fundarsölum, Fab- labinu, Hraðinu og sérfræðingum innanhúss.
Stefán segir að þó mikið sé búið að gera nú þegar þá séu ófá handtökin eftir enn, áður en nýja aðstaðan verður opnuð. „Hér eru svo ótrúlega mörg handtök sem þarf að gera,“ segir hann og lítur í kringum sig. „Fyrir utan, að þegar búið er að gera allt sem viðkemur framkvæmdum þá þarf að tengja allt og fínstilla öll tæki; þrívíddarprentara, vínyl- og laserskera og aðrar vélar. Við erum að vonast til að geta opnað þann hluta fyrripart febrúar.“
Fab-lab smiðja er þekkt hugtak af tiltekinni gerð af frumkvöðlatækni smiðju. Um er að ræða vinnustofu með ákveðinni tegund af tækjabúnaði. „Fab-lab er hátæknismiðja eða það er hægt að kalla þetta hátækniskóla og smiðju. Þetta verður opið fyrir alla, þetta er ekki eitthvað fyrirtæki sem þú borgar þig inní. Þetta er hrein þjónusta við íbúa og það kostar ekkert að koma hérna inn. Hér verður hægt að læra á tækin í Fab-lab sem öll eru tölvustýrð,“ segir Stefán og bætir við það sé ótrúlega dýrmætt fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki að hafa aðgang að slíkri smiðju. Aðal málið við Fab-lab er að hér er fullt af tækjum sem fólk á almennt ekki auðvelt með að komast í. Þetta eru dýr tæki sem stjórnast af tölvum. Eins og þrívíddarprentarinn, tölvustýrð fræsivél og vínylskerinn og allt dótið hérna. Auðvitað verða hér líka handverkfæri en þau eru í raun stuðningur við þessi flóknari tæki, ef þú þarft t.d. að pússa, mála eða spreyja, merkja eða alls konar,“ útskýrir Stefán.
Skólarnir á svæðinu munu njóta góðs af hátæknismiðju ÞÞ sem verður opin fyrir krakka frá grunnskólaaldri upp í framhaldsskóla. „Fyrir krakka er þetta einfaldlega tæknikennsla; að kunna og þekkja tæki sem framleiða allt mögulegt í dag,“ segir Stefán
Loftrýmisgæsla loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju og mun flugsveit portúgalska flughersins gera aðflugsæfingar að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum
Verklegar framkvæmdir við stækkun landeldisstöðvar Fiskeldis Samherja í Öxarfirði, Silfurstjörnunnar, hófust formlega í gær er Benedikt Kristjánsson tók fyrstu skóflustunguna. Stöðin verður stækkuð um nærri helming, þannig að framleiðslan verður um þrjú þúsund tonn af laxi á ári.
„Við gerum ráð fyrir að þessi aukning sem við sjáum núna muni halda áfram,“ segir Sigurbjörg Harðardóttir verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Aflinu, Samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Þrjá síðustu mánuði liðins árs og einnig nú í janúar hefur verið talsverð aukning viðtalsbeiðna frá nýjum skjólstæðingum. Samtökin verða 20 ára í vor og stendur til að minnast tímamótanna. Reksturinn hefur verið tryggður til næstu þriggja ára, en í nóvember síðastliðnum komst Aflið á fjárlög.
„Það er mjög mikið að gera, beiðnum um viðtöl rignir inn og ekkert lát á,“ segir Sigurbjörg. Hún segir að viðtölum hafi fækkað á árinu 2020, en það ár var heimsfaraldur í hámarki, margir drógu sig í hlé og loka þurfti starfsemi hjá Aflinu í alls tvo mánuði. „Það var okkar mat að áhrif af kóvid ætti eftir að koma sterkt inn í okkar starf þegar eitthvað væri um liðið og mér sýnist að sú spá okkar sé að raungerast nú. Þessi mikla aukning núna má að hluta til rekja til ástands í tengslum við heimsfaraldurinn og einnig er það ævinlega svo að þegar mikil umræða er um kynferðisofbeldi í samfélaginu þá aukast viðtalsbeiðnir hjá okkur.“
Sigurbjörg segir að algengast sé að þeir sem leita til Aflsins hafi verið beittir andlegu ofbeldi, en það er oft fylgifiskur annars ofbeldis. Kynferðisofbeldi komi þar næst á eftir og síðan heimilisofbeldi. „Það er reyndar þannig að oft hefur fólks sem til okkar leitar verið beitt fleiri en einni tegund af ofbeldi,“ segir hún.
Sú umræða sem verið hefur áberandi á undanförnum vikum ýtir við mörgum að sögn Sigurbjargar. Fólk átti sig á að það sjálft hefur verið í áþekkum aðstæðum og rætt er um, þetta geti verið gömul mál sem fólk hefur bælt niður og ekki rætt um. „Svo þegar verið að ræða þetta frá öllum hliðum þá kemur það við kaunin á fólki. Það finnur að það þarf að fá að ræða þessi mál og leitar þá til okkar. Stundum hefur fólk jafnvel ekki áttaði sig á að það hafi upplifað ofbeldi, það hefur kannski skilgreint atvikið á annað hátt,“ segir Sigurbjörg.
„Blása meira, blása meira,” sagði Ágústa litla systir þegar við Árni bróðir stóðum uppi á stól við herbergisgluggann og blésum allt hvað af tók á frostrósirnar á rúðunni. Smá saman tókst okkur að mynda ofurlítið gat á frostnu glerinu og fórum að sjá í gegn út á lóð. En þá tók ekki betra við því stórhríðin undanfarna daga hafði safnað í heljarins skafl fyrir sunnan húsið okkar svo ekki sást í það næsta.
Laugardaginn 29. Janúar kl. 12-17 verður fyrsta sýning ársins, Nánd / Embrace, opnuð í Listasafninu á Akureyri.
Góð staða á byggingamarkaði á Akureyri
Markmiðið er að auka þjónustu og öryggi flugs um flugvöllinn. ATIS kerfi eru nú þegar í notkun á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli.
-þrír af fimm áburðarsölum sendu tilboð
Norðurþing fer í formlegar viðræður um lóð undir framleiðslu á grænu eldsneyti
„Þetta er ákveðinn áfangi,“ segir Kristján Stefánsson frá Gilhaga sem lengi hefur unnið við uppstoppun