25.10.2021
Eurovision sýningin á Húsavík sem Örlygur Hnefill Örlygsson, ferðaþjónustufrömuður og Eurovision aðdáandi hefur haft veg og vanda að; opnaði í húsnæði Ja JA Dingdong bar klukkan 19 á föstudagskvöld. Húsfyllir var á opnunni og stemningin rafmögnuð.
Sýningin skiptist í tvo hluta, annars vegar um Söngvakeppni sjónvarpsins og hins vegar Netflixmyndina Story og Firesaga. Með vorinu verður svo síðasti hluti sýningarinnar opnaður en sá er tileinkaður erlenda Eurovision heiminum.
Hátíðardagskráin hófst í beinni útsendingu í fréttatíma RÚV og húsvíski Óskarskórinn söng að sjálfsögðu nýja þjóðsöng bæjarbúa, Húsavík My Hometown úr Eurovision mynd Will Ferrels; í þetta sinn með Eurovision stjörnunni Grétu Salóme.
Vikublaðið ræddi við Örlyg í vikunni en hann sagði að þetta krefjandi verkefni væri búið að vera afar stórt í framkvæmd.
„Opnunin gekk vonum framar, ég átti nú ekki vona á svona rosalega mikið af fólki,“ sagði hrærður Örlygur.
Lesa meira
24.10.2021
Nútímasamfélag gerir kröfu á að við séum stöðugt í sambandi, að það sé alltaf hægt að ná í okkur og að við séum ávallt reiðubúin að svara. Það þykir eðlilegt að það sjáist hvort þú sért tengdur við samskiptaforrit og ef þú ert ekki tengdur forritinu þá hversu langt er síðan þú skráðir þig inn síðast. Eins þykir það afar mikilvægt að menn sjái hvort þú hafir opnað skilaboð sem þeir senda þér, svona til þess að tryggja að þér detti ekki í hug að bíða með að svara.
Lesa meira
24.10.2021
Dorian Lesman er pólskur kokkur sem starfar á Fosshótel Húsavík. Auk þess rekur hann veisluþjónustu ásamt Martin Varga eiganda gistiheimilisins Tungulendingar á Tjörnesi.
Lesa meira
23.10.2021
Vinna að hugmynd um uppsetningu á ziplínubraut í Glerárgili - Svæðið sem um ræða er skammt neðan við brú við Þingvallastræti og til norðurs í átt að Háskólanum á Akureyri
Lesa meira
22.10.2021
Tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson frá Akureyri stígur á svið í kvöld í sænsku Idol söngvakeppninni. Hann er einn af 10 keppendum sem eftir eru í keppninni og hefur hann hlotið mikið lof dómnefndarinnar í gegn um alla keppnina.
Lesa meira
22.10.2021
Zipcar deilibíll er kominn til Akureyrar og er tilbúinn til notkunar fyrir íbúa, starfsfólk fyrirtækja og gesti bæjarins. Deilibíllinn er staðsettur í miðbænum, á horni Skipagötu og Hofsbótar.
Lesa meira
22.10.2021
Um er að ræða jarðvinnu, steypu sökkla og botnplötu ásamt lagnavinnu.
Lesa meira
22.10.2021
Vorið 2019 var Freyvangsleikhúsið með handritasamkeppni og fèkk stjórnin nokkur handrit send til sín undir dulnefnum. Tekin var ákvörðun um að setja á svið verkið Smán og á daginn kom að verkið var eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Það átti svo að setja upp verkið haustið 2020 en ástand í samfèlaginu gerði það að verkum að það frestaðist þangað til núna.
Lesa meira
22.10.2021
6. bekkur úr Borgarhólsskóla mætti fylktu liði í stjórnsýsluhúsið á Húsavík til að leggja fram formlegt erindi
Lesa meira
22.10.2021
Tónlistarhátíðin Eyrarrokk haldin á Verkstæðinu um helgina
Lesa meira
21.10.2021
Starfsmönnum boðin áframhaldandi vinna í nýrri verslun á Akureyri
Lesa meira
21.10.2021
Engin þjónusta í boði Hagahverfi - Um þó nokkuð langan veg þurfi að fara til að komast í næstu verslun
Lesa meira
21.10.2021
Krakkasport ehf. mun opna verslun á Glerártorgi í byrjun nóvember.
Lesa meira
21.10.2021
Viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu eru veitt einstaklingi sem hefur haft góð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi í heild sinni og hefur starfað beint eða óbeint fyrir ferðaþjónustu á svæðinu
Lesa meira
21.10.2021
Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja kolefnisspor innan sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í pistli sveitarstjóra, Sveins Margeirssonar. Í pistlinum segir hann að framtíðarsýn sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sé forystuhlutverk í loftslagsmálum.
Lesa meira
21.10.2021
Á Norðurlandi er að finna rúm níu prósent fyrirtækja sem sæti eiga á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki, alls 78 fyrirtæki. 60 eru á Norðurlandi eystra og 18 á Norðurlandi vestra. Alls er 853 fyrirtæki að finna á listanum öllum, eða um tvö prósent virkra fyrirtækja. Sé horft til Norðurlands í heild er það í fjórða sæti yfir svæði þar sem flest fyrirtæki er að finna, á eftir Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík.
Lesa meira
21.10.2021
„Það er virkilega gaman og gefandi að hitta svona mikið af frábæru fólki á haustin, sem tekur manni með kostum og kynjum,“ segja þær Sara Stefánsdóttir og Margrét Hjaltadóttir sem óku um götur Akureyrar um liðna helgi á Grænmetisbílnum.
Sara og eiginmaðurinn, Árni Sigurðsson ásamt foreldrum hennar eru með lífræna ræktun á rófum og gulrótum í landi Flögu í Þistilfirði, en selt er undir nafni Akursels þar sem þau voru staðsett áður. Þær hafa farið í söluferðir til þéttbýlisstaða bæði um nágrannabyggðir og lengra til.
Ræktunin í ár gekk einkar vel og var uppskera með mesta móti sem þær stöllur segja að helst megi þakka sérlega góðu sumarveðri norðan heiða.
Lesa meira
20.10.2021
U17 ára landslið Íslands í blaki með margar norðlenskar stúlkur innanborðs gerði sér lítið fyrir og sóttu gull á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku sem lauk í dag. Á mótinu léku auk Íslands lið Danmerkur, Noregs og Færeyja.
Lesa meira
20.10.2021
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að styrkja Skógræktarfélag Eyfirðinga með 15 milljón króna framlagi til kaupa á nýjum snjótroðara. Gamli troðarinn sem þjónað hafði skíðagöngufólki dyggilega í áraraðir lagði upp laupana í fyrravor.
Lesa meira
20.10.2021
Myndlistasýningin Konur án klæða opnar laugardaginn 23. okt
Lesa meira
19.10.2021
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frá Teiknistofu Arkitekta sem nær til Gránufélagsgötu 22 til 24 var til kynningar á fundi skipulagsráðs.
Lesa meira