Fréttir

Ungir aðgerðarsinnar á Þórshöfn

Börn úr Grunnskólanum á Þórshöfn vöktu athygli vegfarenda á umhverfismálum og héldu á skiltum fyrir utan Kjörbúðina á Þórhöfn

Lesa meira

Um tugur Úkraínumanna komnir til Akureyrar

Von er á fleirum á næstu dögum

Lesa meira

Arna Eiríksdóttir í Þór/KA

Arna Eiríksdóttir verður tvítug á árinu og á að baki nokkur ár í meistaraflokki og komin með talsverða reynslu á þeim vettvangi

Lesa meira

Slökkvilið Akureyrar fékk nýjan stigabíl

Bíllinn er af gerðinni Scania með 33 metra björgunarstiga sem ber körfu fyrir fjóra einstaklinga og tekur ekki nema um 90 sekúndur eftir að bifreiðin hefur verið stöðvuð að koma körfunni upp í hæstu stöðu

Lesa meira

Skoða samfélagslegan ávinning af sameiningu sveitarfélaga út frá fasteignaverði

Niðurstaðan er sú að sameiningar hafa skilað árangri, einkum ef sameinuð eru mörg sveitarfélög í einu

Lesa meira

Skíðar og skokkar samhliða lagagreiningunni

Hrannar Már Hafberg er vísindamaður mánaðarins

 

Lesa meira

Lausaganga Akureyrskra katta bönnuð eftir miðnætti samkvæmt nýrri samþykkt í bæjarstjórn

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum sem nú er haldinn að hætta við umdeilt bann á lausagöngu katta sem áætlað var að tæki gildi 2025.  Ekki verður þó ferðafrelsi katta algjört því þeir skulu sæta útgöngubanni að næturlagi.  Samþykkt þessi tekur gildi um næstu áramót.

Lesa meira

Lýðheilsa fyrir alla á Akureyri

Það er óhætt að segja að Akureyri sé útivistarpardís. Kjarnaskógur, Hvammur, Hamrar, Naustaborgir og Glerárdalur eru hér í bakgarðinum okkar og bjóða upp á endalausa möguleika til heilsueflingar allan ársins hring. Hlíðarfjall vakir yfir okkur og býður okkur að hafa gaman með sér hvort sem er að sumri eða vetri til. Hér er virkt ferðafélag, fjórar sundlaugar, jafnmargir strandblaksvellir, all nokkrir frisbígolfvellir sem og hefðbundinn golfvöllur. Hafi fólk löngun til að vera virkt er listinn svo gott sem ótæmandi. En hvar liggur grunnurinn að heilsueflingu? Sum eru þeirrar skoðunar að góð leið til að byrja heilsueflingu sé að ganga í og úr vinnu eða skóla. En hafa ber í huga að hér er oft snjóþungt stóran hluta af ári. Við þurfum því að vera dugleg að hugsa um Akureyri út frá vetrinum og ganga úr skugga um að hér líði okkur vel allt árið um kring, líka í mesta snjóþunganum. Við þurfum að gæta vel að því að göngustígar séu greiðir þegar við ferðumst um bæinn okkar.

Lesa meira

Við viljum ná árangri og keppa við þær bestu

Jón Stefán Jónsson er annar þjálfara  liðs Þór/KA í  Bestu deild kvenna í sumar, en  hann og Perry Mclachlan tóku við liðinu s.l haust.  Jónsi eins og flestir þekkja hann, hefur mikla reynslu sem þjálfari og hefur náð mjög góðum árangri í starfi.  Tókst m.a að koma liði Tindastóls  i deild þeirra bestu þar sem liðið lék í fyrra, eins hefur hann verið að störfum hjá Val við góðan orðstýr.

Við lögðum nokkrar spurningar  fyrir  Stefán Jón enda stutt i að lið Þór/KA hefji leik á Íslandsmóti en það er á morgun 27 april þegar stelpurnar  halda til Kópavogs og mæta mjög öflugu liði Breiðabliks.

Lesa meira

Eldra fólk er alls konar

Hvað vill eldra fólk og hvernig þjónustu á að veita þessum hópi, sem er fjölmennur og fer stækkandi? Svarið er að það þarf fjölbreytta og ólíka þjónustu og eldra fólk á sjálft að vera með í að móta hana. Sæmilega hraustur einstaklingur, rétt kominn á eftirlaun, þarf ekki  það sama og sá sem er eldri og hrumari og áhugamálin eru ólík í þessum hópi eins og öðrum.  
Heilsan er mikilvæg og það er hagur allra að fólk geti haldið haldið góðri heilsu og þreki. Þess vegna hafa Félag eldri borgara á Akureyri og öldungaráð bæjarins lagt mikla áherslu á að að boðið sé upp á góð tækifæri til heilsueflingar. Fjölbreytt og ólík eftir áhuga og getu. Heilsurækt er ekki aðeins líkamleg, það eflir líka heilsu og kemur í veg fyrir einangrun, að taka þátt í skapandi félagsstarfi, fá fræðslu, eiga kost á góðum máltíðum, viðburðum, menningu og allri nærandi samveru með öðrum.

Lesa meira

Borgarbíó hættir starfsemi í apríl

Borgarbíó hættir starfsemi laugardaginn 30. apríl næstkomandi

Lesa meira

Ellefu ný tónverk frumflutt á vel heppnuðum tónleikum

Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnastjóri Upptaktins og viðburðastjóri Menningarhússins Hofs segir tónleikana hafa tekist afar vel

Lesa meira

Dagur Gautason snýr aftur í KA á næsta keppnistímabili

Heimasíða KA greinir frá því í dag  að Dagur Gautason 22 ára hægri hornamaður sem leikið hefur með liði Stjörnunar í Garðabær snúni aftur heim og gangi til lið við KA fyrir næsta keppnistímabil  .  Óhætt er að segja að það  sé mikill fengur i Degi fyrir KA, en liðið stendur nú í ströngu í úrslitakeppni ÓLIS deildar og mætir liði Hauka í KA heimilinu í kl kl 18:30  í öðrum leik liðana.  

Í frétt  á heimasíðunni segir.  ,,  Dagur Gautason gengur til liðs við KA á ný á næstu leiktíð en þessi 22 ára gamli vinstri hornamaður er uppalinn hjá KA en hefur leikið undanfarin tvö ár með liði Stjörnunnar í Garðabæ. Það er gríðarlega jákvætt skref að fá Dag aftur heim en Dagur var meðal annars kallaður til liðs við A-landslið Íslands á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í janúar á þessu ári".

Lesa meira

Tónleikar til styrktar kirkjubyggingu í Grímsey

Á styrktartónleikunum í Akureyrarkirkju koma fram nokkrir norðlenskir listamenn, sem allir gefa vinnu sína

Lesa meira

Uppbygging Akureyrarflugvallar

Í upphafi heimsfaraldursins  var fyrsti af fimm fjáraukum ársins 2020 samþykktur á Alþingi. Þar var ákveðið að fara í fjárfestingarátak upp á 18 milljarða til að bregðast við alvarlegum afleiðingum faraldursins á efnahag og atvinnulíf þjóðarinnar. 

Lesa meira

Greiðslur í fyrsta sinn yfir 200 milljónir króna

Sjúkrasjóður Einingar Iðju

Lesa meira

„Þau mál sem koma til lögreglu er kannski bara toppurinn á ísjakanum“

- segir Silja Rún Reynisdóttir, forvarnafulltrúi lögreglunnar

Lesa meira

Tónleikar Upptaktsins í Hofi á sunnudaginn

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, gefur ungu fólki tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum með flutningi listafólks

Lesa meira

Skipuleggja mótmæli á Ráhústorgi

Á morgun, laugardaginn 23. apríl verður blásið til mótmæla á Ráðhústorginu á Akureyri

Lesa meira

Nýja lyftan í Hlíðarfjalli fær nafnið Fjallkonan

Í tilefni tímamótanna og nýja nafnsins verður frítt í Hlíðarfjall kl. 13 – 16 á morgun laugardag

Lesa meira

Gefa út hlaðvarpsþætti í tilefni að 20 ára afmæli Aflsins

Í tilefni af 20 ára afmæli Aflsins – samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi hafa verið gerðir potcast þættir þar sem farið er yfir sögu samtakanna og rætt við fólk sem hefur komið að starfi samtakanna með ýmsum hætti

Lesa meira

Kristján Edelstein er bæjarlistamaður Akureyrar

Á Vorkomu Akureyrarbæjar sem er haldin árlega á sumardaginn fyrsta eru veittar ýmsar viðurkenningar og tilkynnt um hver verði næsti bæjarlistamaður Akureyrar en að þessu sinni hlýtur Kristján Edelstein tónlistarmaður þann heiður.

Lesa meira

Ætlum okkur að slá út gott lið Hauka

Höldum áfram að taka hús á handboltaþjálfurum bæjarins en nú dregur til úrslita  eins og fram kom í  gær  í spjalli við Stevce Alusevski þjálfara Þórs.  Það er Jónatan Magnússon þjálfari KA sem svarar í dag nokkrum spurningum okkar en lið hans byrjar i dag keppni i 8 liða úrslitum  um Íslandsmeistaratitilinn þegar  það mætir Haukum  á Ásvöllum í Hafnarfirði. 

Við lokum svo þessum handboltaþríleik á fimmtudag i næstu viku þegar Andri Snær  Stefánsson þjálfari  mfl KA/Þór verður fyrir svörum.

 

Lesa meira

Skrifuðu undir styrktarsamning til tveggja ára

Samningurinn er til tveggja ára og með honum styrkir Eyjafjarðarsveit Skógræktarfélag Eyfirðinga um tvær milljónir króna hvort árið

Lesa meira

Framboðslisti Flokks fólksins

Lesa meira

Samþykktu uppfærða mannréttinda stefnu

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 12. apríl síðast liðinn endurskoðaða mannréttindastefnu bæjarins.

Lesa meira

Verðum að leggja okkur alla fram ef við ætlum okkur að sigra

Þegar handknattleiksdeild Þórs tilkynnti um ráðningu á Makedóníumanninum Stevce Alusevski sem þjálfara mfl. liðs félagsins í handbolta lyftu mjög margir brúnum því maðurinn er mjög vel þekktur í handboltaheiminum og þjóðargersemi nánast í sínu heimalandi.  Maðurinn er afar sigursæll og það er hreinlega allt of langt mál að telja upp alla hans titla og vegtyllur.  Það að hann færi að þjálfa  lið í næst efstu deild á Íslandi þótti með ólíkindum.

Nú þegar hefur hann  komið Þórsliðinu i 4 liða úrslit um sæti í efstu deild.   Keppnin hefst í dag með leik gegn Fjölni í Grafarvogi, því var ekki úr vegi að taka Alusevski tali og forvitnast um hann og hvernig honum líki lífið á Akureyri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira