Fréttir

Norðurþing og Vís gera samning um tryggingar sveitarfélagsins

Samningurinn var gerður eftir útboð hjá Concello ehf. löggildri vátryggingamiðlun
Lesa meira

Tillaga um uppbyggingu við Tónatröð samþykkt

Skipulagsráð Akureyrarbæjar tók í dag fyrir tillögu að uppbyggingu við Tónatröð og samþykkti að hefja vinnu við breytingu á skipulagi svæðisins
Lesa meira

Leitað að manni með sixpensara

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir vitni
Lesa meira

Breytum til fyrra horfs ef þetta gengur ekki upp

Umræður um kattahald í bænum fóru á flug í liðinni viku eftir að bæjarstjórn samþykkti endurskoðun á reglugerð sem kveður á um að lausaganga þeirra verði bönnuð frá og með áramótum 2025. Hlynur Jóhannsson bæjarfulltrúi Miðflokksins var einn þeirra sem studdi þá ákvörðun. Allir bæjarfulltrúar voru fylgjandi hertari reglum um lausagöngu, en mismikið.
Lesa meira

Framtíð lífvera á Íslandi í skugga loftslagshlýnunar

Kristinn Pétur Magnússon er vísindamaður mánaðarins
Lesa meira

Jólatöfrar í Hlöðunni á Akureyri

Þann 11. desember verður barnasýningin Jólatöfrar frumsýnd í Hlöðunni í Litla-Garði á Akureyri
Lesa meira

Útivistarleið lokuð vegna framkvæmda

Framkvæmdir á vegum Landsnets vegna jarðstrengs Hólasandslínu 3 halda áfram og er nú unnið í tengiholum við útivistar- og reiðstíginn meðfram flugbrautinni og yfir gömlu brýrnar
Lesa meira

Sigga Dögg fræddi unga Akureyringa um kynlíf

Í síðustu viku kom Sigga Dögg kynfræðingur í heimsókn til Akureyrar og hélt fyrirlestra fyrir nemendur í 10. bekk í grunnskólum, nemendur í framhaldsskólum og fyrir foreldra. Samtals hélt hún ellefu fyrirlestra á þremur dögum.
Lesa meira

Tilhneiging til að fjölga börnum í rými og erilshávaði eykst

Skólakerfið hefur tilhneigingu til að fjölga börnum í rýmum. Slíkt hefur í för með sér aukinn erilshávaða í skólastofunum sem langt í frá eru alltaf friðsamlegur vinnustaður. Börn, alveg eins og fullorðnir, eiga erfitt með að einbeita sér í hávaða. Mörg börn eiga sér sögu um eyrnabólgu og rör í eyru. Lítill gaumur er gefinn að því hver hlustunargeta barna er. Börnum er blandað í bekki, öllum boðið inn en ekki tekið nægilegt tillit til þeirra sem eru, t.d. tvítyngdir. Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir radd- og talmeinafræðingur hefur bent á að allt þetta, hávaða í skólastofu, einbeitingarleysi og hlustunargetu, allt hafi þetta áhrif þegar verið er að kenna börnum að lesa. Hún hefur sent frá sér bókina Lestrarkennsluaðferðin sjáðu – heyrðu – finndu - Ævintýraför Stubbs og Stubbalinu í Stafalandið. Hún hefur fengið mjög góð viðbrögð við bókinni.
Lesa meira

Sálumessa Duruflé einstök tónsmíð

Norðlensku kórarnir Hymnodia og Kammerkór Norðurlands leiða saman hesta sína á tónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 7. nóvember kl. 16. Aðalverkið á tónleikunum er Requiem eða sálumessa eftir franska tónskáldið Maurice Duruflé. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar, Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel, Hildigunnur Einarsdóttir messósópran syngur einsöng og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir leikur á selló.
Lesa meira

35% af kjötneyslu mannkyns verði stofnfrumuræktað kjöt

- Áskoranir í matvælaframleiðlu – Er stofnfrumuræktað kjöt framtíðin? Ráðstefna Maturinn, jörðin og við fer fram í Hofi á Akureyri 10. og 11. nóvember.
Lesa meira

Vegalengd sem ekið var jafngildir 4,4 ferðum umhverfis jörðina

Hopphjólin voru leigð í 103 þúsund ferðir í sumar - Um 2,4 tonn af koltvísýringi sparaðist ef miðað er við akstur á bíl
Lesa meira

Tinna Jóhannsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Skógarbaðanna

Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem forstöðumaður markaðsmála hjá Smáralind og Regin þar sem hún hefur haft umsjón með öllu markaðsstarfi auk þess að sinna ýmiskonar viðskiptaþróunarverkefnum.
Lesa meira

Vegið að eðlislægu atferli kattarins og velferð hans

Lesa meira

Gagnrýnir bæjarstjórn fyrir samráðsleysi

Ragnar Sverrisson kaupmaður á Akureyri gagnrýnir bæjarstjórn Akureyrar fyrir að „samþykkja einhliða og án samráðs við bæjarbúa afdrifaríkar breytingar á skipulagi miðbæjarins frá árinu 2014,“ eins og hann kemst sjálfur að orði í aðsendri grein í Vikublaðinu.
Lesa meira

Undirbúningur fyrir lofthreinsiver á Bakka kominn vel á veg

- 140 milljarðar – Samstarf við tæknirisa – Mikill áhugi erlendra fjárfesta
Lesa meira

„Ég er búinn að njóta hverrar mínútu“

Nú er komið að síðustu sýningarhelginni af fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfur hjá Leikfélagi Akureyrar. Sýningin hefur algjörlega slegið í gegn og hefur verið sýnd um 70 sinnum í Samkomuhúsinu þegar yfir lýkur.
Lesa meira

„Ákváðum að bæta frekar við en draga saman“

Flugfélagið Ernir flýgur 10 sinni í viku milli Húsavíkur og Reykjavíkur
Lesa meira

Næstmesta úrkoma í október frá upphafi mælinga

Meðalúrkoma á Akureyri í nýliðnum október mánuði er sú næstmesta sem mælst hefur í bænum frá upphafi. Sólskinsstundir voru færri í október en í meðalári.
Lesa meira

Vinna við fyrsta áfanga nýs hjúkrunarheimils hefst í næstu viku

Jarðvinnuframkvæmdir vegna nýs hjúkrunarheimils á Húsavík munu hefjast í næstu viku. Vinna við uppsteypu og fullnaðarfrágang verður boðin út næsta vor.
Lesa meira

Tvö tilboð í stækkun flugstöðvar á Akureyri

Tvö tilboð bárust Isavia Innanlandsflugvöllum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli
Lesa meira

Flóttamaður í 40 ár, ættfræði og glens um Akureyringa

Völuspá útgáfa sendir að þessu sinni fjölbreytta flóru bóka á jólamarkaðinn
Lesa meira

Stækka núverandi miðstöð eða byggja íbúðir á lóðinni

Taka jákvætt í hugmyndir um uppbyggingu við verslunarkjarna í Sunnuhlíð
Lesa meira

Einn í öndunarvél á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Lesa meira

Um 65 milljónir í hafnargjöld

Samherji og Útgerðarfélag Akureyringa greiddu samtals um 65 milljónir króna í hafnargjöld til Hafnasamlags Norðurlands á liðnu ári. Togarar félaganna landa að mestu á Akureyri og Dalvík þar sem fiskvinnsluhús þeirra eru.
Lesa meira

Kisur haldi sig inni frá og með 2025

Lausaganga katta verður bönnuð á Akureyri frá 1. janúar 2025. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti tillögu þar að lútandi á fundi í gær.
Lesa meira

Maturinn, jörðin og við

Félagið Auður Norðursins í samstarfi við Byggðastofnun, og með stuðningi fleiri aðila, efna til ráðstefnu um áskoranir og tækifæri í matvælaframleiðslu, í nútíð og framtíð.
Lesa meira