Fréttir

Skýrsla gefin út um störf án staðsetningar

Skýrsla um stöðu og framtíðarhorfur verkefnisins Störf án staðsetningar hefur verið gefin út á vegum forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Verkefnið er hluti af byggðaáætlun 2018-2024 en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að ráðuneytum og stofnunum þeirra verði falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar eins og kostur er, þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki. Markmið verkefnisins er að efla byggðir landsins og að sporna við fækkun íbúa á einstökum svæðum og gera atvinnulíf fjölbreytilegra.
Lesa meira

„Vildum gera eitthvað til að gleðja okkar allra besta fólk“

Bræðurnir Aðalgeir Sævar og Jón Óskarssynir reka fjölskyldufyrirtækið Fish and Chips á Húsavík. Fyrirtækið hefur frá opnun árið 2010 komið færandi hendi á Hvamm, dvalarheimili aldraðra og gefið öllum íbúum fiskmáltíð einu sinni á ári.
Lesa meira

Tilboði í byggingu flugstöðvar á Akureyri hafnað

Isavia hafnaði eina tilboðinu sem barst í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli.
Lesa meira

Hefur áhyggjur af gönguleiðum niður að hafnarsvæði

Víðir Svansson starfar hjá GPG fiskverkun sem er staðsett á hafnarsvæðinu á Húsavík og ferðast oftar en ekki á tveimur jafnfljótum á leið sinni í og úr vinnu. Hann setti sig í samband við blaðamann og viðraði áhyggjur sínar varðandi gönguleiðir niður á hafnarsvæði, sérstaklega fyrir íbúa suðurbæjar sem sækja vinnu á hafnarsvæðið.
Lesa meira

Grunn-og leikskólabörnum í Hrafnagili fjölgar töluvert á milli ára

Lesa meira

Akureyri og nágrenni verði svæðisborg með skilgreinda ábyrgð

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fékk síðdegis í dag afhenta skýrslu starfshóps sem var falið það verkefni að skilgreina svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem þéttbýliskjarna á landsbyggðinni. Megintillaga starfshópsins er að Akureyri, með bakland í nærliggjandi svæði, verði flokkuð í byggðastefnu stjórnvalda sem svæðisborg með skilgreinda ábyrgð og skyldur sem þjóni íbúum og atvinnulífi í landshlutanum og eftir atvikum á landsvísu. Starfshópurinn var skipaður af ráðherra í október 2020 og átti samstarf við Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, Byggðastofnun og SSNE við gerð skýrslunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Lesa meira

Íslenskur landbúnaður. Já eða nei?

Lesa meira

Bakþankar: Að lifa lífinu á handbremsunni

Lesa meira

Áskorandapenninn: Guðfræði og Marvel-veröldin

Lesa meira

Rokkað á Húsvík gegn sjálfsvígum

Þann 10. september n.k. stendur Tónasmiðjan og forvarnastarf ÞÚ skiptir máli á Húsavík fyrir glæsilegri tónleikasýningu sem þau kalla Aðeins eitt LÍF/ROKKUM gegn sjálfsvígum í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna
Lesa meira

Segja flugfélagið Erni ekki sita við sama borð og Icelandair

Framsýn stéttarfélag hefur um all nokkurt skeið barist fyrir framtíð áætlunarflugs til Húsavíkur. Félagið hefur gagnrýnt stuðning stjórnvalda við áætlunarflug innanlands sem að mati félagsins kallar á einokun í flugi á Íslandi en allt áætlunarflug er með stuðning í formi ríkisstyrkja eða nýtur ríkisábyrgðar nema áætlunarflugið milli Reykjavíkur og Húsavíkur.
Lesa meira

Færeyingur fann látinn afa sinn á Húsavík eftir áralanga leit

Birgir Þórðarson og Linda dóttir hans deila saman miklum áhuga á ættfræði og í raun öllu sem er gamalt. „Linda er sú eina af mínum börnum sem hefur áhuga á þessu og við ræðum mikið saman um þessi mál,“ segir Birgir en blaðamaður leit við hjá feðgininum á dögunum og hlýddi á þessa stórmerkilegu sögu. Þetta byrjaði allt með færslu á fjasbókarsíðu sem heitir Dagbókarfærslur Helgu Sigurjónsdóttur, saumakonu frá Miðhvammi, 1919. Síðan hefur þann tilgang eins og nafnið gefur til kynna að þarna eru settar inn dagbókarfærslur þessarar ágætu konu allt frá árinu 1919. Linda hafði rekið augun í færslu í ágúst árið 2018, það var dagbókarfærsla skrifuð 30. ágúst 1925 og segir m.a. frá því að færeyskur sjómaður um borð í skipinu Vigeland hafi látist á sjúkrahúsi á Húsavík eftir að hafa fallið úr reyða niður í lest á skipinu. Maðurinn hét Jens Oliver Pedersen.
Lesa meira

Matarhornið: Ostabuff, sætkartöflumús og brokkolísalat

„Við hjónin tókum áskorun frá Guðrúnu og Garðari,“ segja þau Elva Stefánsdóttir og Sigurður Egill Einarsson sem hafa umsjón með Matarhorni vikunnar. „Ég er fædd og uppalin á Akureyri en Sigurður er fæddur í Reykjavík og óst þar upp. Flutti til Akureyrar 18 ára gamall. Okkar áhugamál eru ferðalög, útivera og vera í góðra vina hópi. Við eigum fjögur börn og fjögur yndisleg tengdabörn og 10 barnabörn Okkur langar að deila með ykkur uppskrift af Ostabuffum, sætkartöflumús ásamt brokkolisalati.“
Lesa meira

Allir nemendur í eldri bekkjum Giljaskóla fá snjalltæki

iljaskóli steig á dögunum það stóra skref í stafrænni vegferð að útvega öllum nemendum frá 5. bekk eitt tæki á mann til afnota í skólastarfinu. Hver nemandi í 5. - 7. bekk hefur nú til umráða sinn iPad og nemendur 8. - 10. bekkjar hafa hver sína Chromebook tölvu. Í 1. - 4. bekk deila tveir nemendur einum iPad
Lesa meira

Bæjarstjóri Akureyrar kom færandi hendi

Fimmtudaginn 2. september 2021 kom Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, færandi hendi á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings á Húsavík. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins
Lesa meira

Kosningaspjallið: „Markmiðið er að efla sveitarfélög kjördæmisins“

Lesa meira

„Fólk þráir að komast í leikhús, hlæja og gráta"

„Sýningarárið leggst mjög vel í mig, afléttingar eru hafnar og afnám nándartakmarkanna í leikhúsi sem skiptir öllu fyrir okkur í leikhúsinu,“ segir Marta Nordal, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar (LA), í samtali við Vikublaðið. Nýtt leikár hefst senn á fjölum leikhússins. Í vetur verða áfram þrjár sýningar frá fyrra leikári; Benedikt búálfur, sem sló rækilega í gegn, revían og gamanleikurinn Fullorðinn og samstarfssýningin Tæring. Að auki frumsýnir LA verkið Skugga Svein í janúar þar sem Jón Gnarr verður í aðalhlutverki og er sýningin sú stærsta sem leikfélagið setur upp í vetur. Í apríl verður sýningin Happy Days eða Ljúfir dagar með Eddu Björgu Eyjólfsdóttur frumsýnt. Leikárið endar svo á samstarfi við LHÍ, en útskriftarnemar leikarabrautar frumsýna Túskildingsóperuna eftir Bertolt Brecht í Samkomuhúsinu í maí og verður verkið í leikstjórn Ólafs Egilssonar.
Lesa meira

„Þetta er í raun og veru sturluð hugmynd“

Umfjöllun sveitarstjórnar um skipulagsbreytingar í tengslum við vindorkuver á Hólaheiði frestað þar til umhverfismati er lokið að fullu
Lesa meira

Tilboði í frístundaakstur hafnað

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

„Akureyringar og Norðlendingar eru fremst meðal jafningja í þessum málaflokki“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Eyjólfur Guðmundsson, formaður stjórnar Norðurslóðanets Íslands og rektor Háskólans á Akureyri, hafa undirritað endurnýjaðan samstarfssamning til fimm ára.
Lesa meira

Benedikt búálfur snýr aftur

Lesa meira

Nýr forstöðumaður ráðinn til Húsavíkurstofu

Stjórn Húsavíkurstofu hefur undirritað ráðningarsamning við nýjan forstöðumann, hann Björgvin Inga Pétursson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsavíkurstofu.
Lesa meira

Garðvík kærir Norðurþing fyrir að semja við Bæjarprýði

Skipulags og framkvæmdaráð Norðurþings lagði fram til kynningar á fundi sínum í gær bréf frá Kærunefnd Útboðsmála vegna kæru Garðvíkur ehf. Kæran byggist á ákvörðun sveitarfélagsins um að ganga til samninga við fyrirtækið Bæjarprýði ehf. um viðgerðir á hellulögnum, hellulögn og kantsteinslögn neðan Naustsins, við Ásgarðsveg og viðgerðir á kantsteinum sem og gerð niðurtekta víðar um bæinn.
Lesa meira

Karl Eskil ráðinn til í að stýra miðlum Samherja

Lesa meira

„Seinnipartur sumars skemmtilegur tími til matargerðar“

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir (Gunna), matartæknir, og Garðar Hólm Stefánsson, matreiðslumeistari hafa umsjón með matarhorninu þessa vikuna. Gunna er fædd í Reykjavík en flutti sem barn í Hólsgerði í Eyjafjarðarsveit, þar sem hún ólst upp. Garðar er fæddur og uppalinn á Akureyri. „Við hjónin höfum búið á Akureyri alla okkar búskapartíð. Við eigun þrjár dætur, allar vel giftar, og fjögur barnabörn. Við vinnum bæði í mötuneyti heimavistar MA/VMA og höfum gert í mörg ár. Seinnipartur sumars finnst okkur skemmtilegur tími til matargerðar því þá er svo mikið úrval af nýju íslensku grænmeti sem við notum mikið á okkar heimili. Eplakakan er einföld og í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Hún er oft höfð í matarboðum hjá okkur. Einnig eru ýmiskonar grænmetis- eða vegan réttir vinsælir á okkar borðum,“ segja þau hjónin.
Lesa meira

Stefnir í hitamet í ágúst á Akureyri

Lesa meira