Fréttir

Samþætta skóla- og frístundastarf á Húsavík

Fjölskylduráð hefur fjallað um málið á fundum sínum í vetur. Nú er búið að skila lokaskýrslu um verkefnið og mun innleiðingarferlið hefjast strax vorið 2022

Lesa meira

Gerum betur í umhverfis- og loftslagsmálum - fyrir okkur öll!

Það er sannarlega margt sem við Akureyringar getum verið stolt af þegar kemur að umhverfismálum. Við erum til að mynda í fararbroddi þegar kemur að flokkun sorps og nýtingu þeirra auðlinda sem í þeim felast. Þá var nýverið samþykkt ný umhverfis- og loftslagsstefna sveitarfélagsins sem er sannarlega fagnaðarefni. Við í Samfylkingunni ætlum að halda áfram á þessari braut og gera enn betur á næsta kjörtímabili.

Lesa meira

Handverkshátíð í Eyjafirði mun ekki fara fram í sumar

Ákveðið hefur verið að ráðast í endurskipulagningu á hinni árlegu Handverkshátíð í sveitarfélaginu

Lesa meira

DJÄSS heldur tónleika á Norðurlandi

Tríóið mun halda tónleika í Minjasafninu á Akureyri og í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík

Lesa meira

20,5 m.kr. styrkir til fjarvinnustarfa á Raufarhöfn, Bakkafirði og Húsavík

Innviðaráðherra úthlutaði nýverið 35 m.kr. til fjarvinnustöðva á grundvelli aðgerðar í stefnumótandi byggðaáætlun

Lesa meira

Segja upp ræstingafólki í hagræðingarskyni

Ræstingum útvistað á tveimur starfstöðvum HSN

Lesa meira

Að smala köttum

Barnsleg gleði hríslaðist um bæjarfulltrúa Akureyrar þegar ákveðið var að mynda einn meirihluta í bæjarstjórn og útrýma allri andstöðu innan þess viðkvæma hóps. Gleðilætin rötuðu alla leið í þátt Gísla Marteins í sjónvarpinu þegar Hilda Jana kom þar fram og útmálaði hvílík snilld þarna hefði verið sett á svið og gerði grín að þeim sem efuðumst um hana.  Sjálfur greiddi ég atkvæði í mínum flokki á móti þessari ákvörðun því ég óttaðist að þar með myndu bæjarfulltrúar renna saman í einangraða heild sem forðaðist enn frekar að hafa samband við bæjarbúa til að spilla ekki heimilisfriðinum og þeirri værð og þeim þægindum sem honum fylgir jafnan.

Ekki verður annað sagt en að reynslan hafi sýnt að þessi ótti minn hafi verið á rökum reistur. Nægir að vitna til skrifa minna á þessum vettvangi í síðustu viku þar sem rakin voru dæmi um algjöra þögn bæjarfulltrúa gagnvart bæjarbúum jafnvel þó þeir hafi hvað eftir annað spurt uppbyggilegra spurninga opinberlega um málefni sem skiptu bæjarbúa miklu.  Þeim hefur aldrei verið svarað síðustu mánuði enda bæjarfulltrúar búnir að loka sig algjörlega inni í sinni býkúpu og hlusta eingöngu á suðið þar inni. Þetta hafa bæjarbúar skynjað og spyrja sig eðlilega hvað sé að gerast í okkar eigin bæjarstjórn.  Þetta ágæta fólk á því töluvert erfitt með að ákveða hvað það á að kjósa á laugardaginn enda sýnast flest framboðin vera sami grauturinn í sömu sameiginlegu skálinni.

Lesa meira

Undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Skútustaðahreppi

Með samkomulaginu lýsa Jarðböðin hf. og Skútustaðahreppur yfir vilja til samstarfs en Jarðböðin kynntu nýverið metnaðarfull uppbyggingaráform

Lesa meira

AMARO-skiltið í yfirhalningu.

Þórhallur Jónsson oft kenndur við Pedró stendur i ,,björgunarstöfum“ en fyrir hans tilstilli stendur yfir  viðgerð á AMARO- skiltinu góðkunna sem segja má að sé eitt af helstu kennileitum  Akureyrar

Þórhallur  birtir á Facebook vegg sínum  mynd af skiltinu í morgun þar segir að búið sé að sprauta það og næsta verk sé að koma skikk á ljósin á AMAROskiltinu en eins og staðan sé núna þá vanti  geymslu fyrir skiltið svo hægt sé að halda áfram verkinu.  

Ef  einhver lumar á plássi og væri til í að lána það timabundið þá væri svo sannarlega  gott að hafa samband við Þórhall.

Lesa meira

Skóflustunga tekin að nýrri kirkju í Grímsey

Í tilefni dagsins flutti Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, stutta hugvekju.

Lesa meira

„Þetta var æðislegt og hvalirnir blésu þarna í bakgrunni“

Daniel Annisius frá Húsavík hefur lifað og hrærst í ferðaþjónustu alla sína starfsævi. Hann steig sín fyrstu skref á vinnumarkaði 12 ára gamall við að bera út bæklinga fyrir Gentle Giants hvalaferðir (GG) og útbúa kakó fyrir farþega. Í dag er hann aðstoðarframkvæmdastjóri og horfir yfir 20 ár hjá sama fyrirtækinu. Það eru fáir sem þekkja þróun ferðaþjónustu á Húsavík betur en Daniel.

Menntasproti atvinnulífsins

GG hlaut á dögunum viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins: Menntasproti atvinnulífsins 2022. Einn lykilþáttur sprotans er samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu innan sem utan fyrirtækja auk nýsköpunar í fræðslu innan fyrirtækis eða í samstarfi aðra aðila.

Menntaverðlaun atvinnulífsins eru veitt á árlegum menntadegi atvinnulífsins. Þetta er í níunda sinn sem dagurinn er haldinn. Yfirskrift menntadagsins að þessu sinni var stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulífi.

Daniel segir að það hafi komið skemmtilega á óvart að hafa hlotið þessi verðlaun og mikill heiður. „Við vorum tilnefnd í vetur en bjuggumst aldrei við að vinna þetta, lítið fyrirtæki á landsbyggðinni. Svo fengum við símtalið um að við hefðum unnið og allir í skýjunum með það. Í greinargerðinni var farið yfir alls konar þætti og það var mat dómnefndar að við værum vel að þessu komin, að þjálfunar og menntunarmálin væru í góðum höndum,“ útskýrir hann og bætir við að númer eitt snúist þetta um þjálfun á starfsfólki GG hvalaferða en nefnir fleiri mikilvæga þætti s.s. þjálfun á starfsfólki rannsóknarseturs Háskóla Íslands sem er með aðsetur á Húsavík. „Við komum einnig að stofnun námsbrautar í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það má heldur ekki gleyma fræðslunni sem við erum með fyrir farþega um borð í bátunum okkar. Við erum að fá farþega sem hafa kannski aldrei farið á sjó og eru að komast í kynni við náttúruna,“ segir Daniel og nefnir að farþegar fái fræðslu um borð sem þeir geti svo sett í víðara samhengi þegar heim er komið. Þá segist hann finna fyrir miklu stolti að vera partur af litlu en öflugu fyrirtæki á landsbyggðinni sem hefur metnað sem skilar sér í slíkum verðlaunum. „Og það er alltaf hægt að gera betur, starfið er í stöðugri þróun, sérstaklega með nýrri stafrænni tækni.“

Byrjaði 12 ára

Daniel Annisius

Eins og fyrr segir á Daniel 20 ára starfsafmæli um þessar mundir. Fyrirtækið hét reyndar Hvalaferðir í upphafi þegar hann hóf störf en núverandi eigandi, Stefán Guðmundsson kom tveimur árum síðar inn eigendahópinn og fór strax að vinna með ímynd fyrirtækisins. Þá var nafninu meðal annars breytt í Gentle Giants hvalaferðir. „Það má eiginlega segja að Ómar bróðir minn hafi komið mér af stað í þessu en hann var búinn að vera vinna á Moby Dick. Síðan kunni ég tungumálin, ensku, þýsku og svona. Þannig að í staðinn fyrir að fara í bæjarvinnuna þá gat ég komið hingað, 12 ára gamall, að dreifa bæklingum, þrífa bátana og alls konar sem til féll. Svo var ég alltaf með í siglingunum ef það voru fleiri en 20 farþegar til að búa til kakóið,“ segir Daniel en hann starfaði í um það bil 10 ár sem leiðsögumaður og í miðasölu. Undan farin 12 ár hefur hann gegnt stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra og hefur komið náið að þróun fyrirtækisins. „Ég hef verið að sinna öllu mögulegu, allt frá bókhaldi til markaðsmálum en þau eru fjölbreytt og skemmtileg verkefnin sem til falla.“

Fann ástina á Skjálfanda

GG hvalaferðir hefur oft verið lýst sem öflugu fjölskyldu fyrirtæki. Það má með sanni segja að Daniel sé táknmynd þeirrar ímyndar því hann fann ástina í vinnunni og hefur síðan stofnað sína eigin fjölskyldu. Fjölskyldu sem varð til hjá GG hvalaferðum.

Alexia Annisius Askelöf frá Svíþjóð kom til Húsavíkur árið 2008 og hóf störf sem leiðsögumaður hjá GG. Hún og Daniel felldu hugi saman og fóru hægt og rólega að rugla saman reitum. „Síðan fluttum við til Svíþjóðar og vorum þar í námi bæði. Við fluttum heim aftur árið 2017 og eignuðumst dóttur og erum komin til að vera, alla vega í bili,“ segir Daniel og bætir við að fjölskyldunni líði vel á Húsavík.

Þrátt fyrir að hafa búið í Svíþjóð í sjö ár, var Daniel alltaf með annan fótinn hjá GG hvalaferðum. „Við komum alltaf heim á sumrin og svo var ég að vinna síðustu tvo veturna frá Svíþjóð, þannig að ég hef alltaf verið tengdur þessu.“

Giftu sig í vinnunni

Úr því að ástin kviknaði og blómstraði í vinnunni, því þá ekki að staðfesta það með því að gifta sig í vinnunni?

Lesa meira

Anna María keppir um brons í Slóvakíu: Beint streymi

Bogfimikonan Anna María Alfreðsdóttir  mun keppa í brons úrslitaleik Veronicas Cup í Slóvakíu kl 13:30 að staðartíma í dag eða 11:30 á Íslandi

Lesa meira

„Það eru ótrúlegir töfrar sem eiga sér stað þegar æfingaferlið byrjar“

- segir Karen Erludóttir leikstjóri

Lesa meira

Einn slasaðist í snjóflóði á Akureyri

Laust eftir kl. 13:00 í dag fengu viðbragðsaðilar á Akureyri tilkynningu um að snjóflóð hefði fallið á svæðinu ofan við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli og hafi einn skíðamaður, sem þar var á ferðinni, lent í því

Lesa meira

Sjö byggingar, ólíkar að stærð og formi mynda nýja húsaröð

Hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs á Akureyri

Lesa meira

Lundaskóli sigraði Fiðring á Norðurlandi

Yfir 100 nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk frá átta skólum á Akureyri og nærsveitum stigu á svið. Þetta var í fyrsta sinn sem Fiðringur er haldinn en hann er að fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi.

Lesa meira

Hæstánægð með hversu vel þetta byrjar

Segir Bergrún Ólafsdóttir, en yfir 30 matvælatengd félög taka þátt í verkefni um mataraðstoð sem hafið er á Akureyri

Lesa meira

Flugstrætó frá Akureyrarflugvelli í bæinn í boði í sumar

 „Þessi valkostur hefur ekki verið fyrir hendi áður en við höfum um skeið verið að skoða að koma þessari þjónustu af stað,“ segir Jónas Þór Karlsson hjá félaginu Sýsli

Lesa meira

Læknir sem ákærður er fyrir heimilisofbeldi er hættur hjá HSN

Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN staðfesti þetta í samtali við Vikublaðið

Lesa meira

RAKEL SARA TIL LIÐS VIÐ VOLDA

Heimasíða KA greinir frá þvi rétt í þessu að Rakel Sara Elvarsdóttir leikmaður  KA/Þór gangi til liðs við norska liðið Volda í sumar  eða eins og  segir á ka.is 

,,Rakel Sara Elvarsdóttir mun ganga til liðs við Volda í Noregi á næsta tímabili og hefur skrifað undir tveggja ára samning við liðið. Rakel Sara sem er uppalin í KA/Þór er aðeins 19 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið lykilhlutverk í okkar liði undanfarin fjögur tímabil.

 

Lesa meira

Læknir sem ákærður er fyrir hrottalegt heimilisofbeldi, starfar á Húsavík

Ekki var vitað af ásökunum þegar hann var ráðinn

Lesa meira

Er tími kattanna runninn upp?

„Samstjórn býður upp á meðvirkni eins og sjá má í ákvarðanatöku bæjarstjórnar,” segir Snorri Ásmundsson leiðtogi kattaframboðsins á Akureyri. Meðvirkni af þessu tagi leiðir gjarnan af sér skeytingarleysi gagnvart viðhorfum þeirra sem standa utan hópsins eins og þeir bæjarbúar þekkja vel sem undanfarið hafa reynt að koma athugasemdum á framfæri við það sem ákveðið hefur verið innan bæjarstjórnar án samráðs við almenning. Þannig hefur núverandi bæjarstjórn þóst þess umkomin að svara ekki enda þótt á hana sé yrt og heldur ekki þegar tilteknir bæjarfulltrúar eru beðnir að svara opinberlega mikilvægum spurningum. 

Lesa meira

Töfra-Álfurinn mættur í Eyjafjörðinn

Fjöldi fólks á öllum aldri hefur tekið að sér að selja Töfra-Álf SÁÁ í Eyjafirði næstu daga

Lesa meira

Höldum einbeitingu - höldum áfram!

Á Akureyri er afar fjölbreytt íþróttastarf sem leitt er áfram af öflugum íþróttafélögum. Íþróttafélögin gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu okkar, hvort sem það er vegna forvarnargildis íþrótta fyrir börn og ungmenni, aukinar lýðheilsu og heilsueflingar eða þeirra tekna sem starf íþróttafélaganna skapar fyrir bæinn í viðburðahaldi. Samfylkingin á Akureyri ætlar að halda áfram uppbyggingu íþróttamannvirkja íþróttafélaganna okkar í samræmi við skýrslu um forgangsröðun þessara verkefna sem allir sitjandi bæjarfulltrúar samþykktu fyrir rétt rúmlega 18 mánuðum síðan.

 

Í aðdraganda kosninga 14. maí næstkomandi hafa heyrst raddir frá íþróttafélögum í bænum að rétt sé að endurskoða þessa forgangsröðun og endurskoða þessa forgangsröðun og breyta í samræmi við þeira óskir og þarfir, og færast þannig fram fyrir í röðinni. Þetta er skiljanlegt, enda flest íþróttafélög bæjarins í þörf fyrir betri aðstöðu fyrir sína starfsemi. En af þeirri einföldu ástæðu að Akureyrarbær ræður eingöngu við tiltekið magn fjárfestinga á hverju ári  var ráðist í framangreinda vinnu við að forgangsraða uppbyggingu fyrir íþróttafélögin. Akureyrarbær þarf einnig á ári hverju að fjárfesta öðru en uppbyggingu íþróttamannvirkja t.d. í skólahúsnæði og húsnæði fyrir fatlað fólk svo eitthvað sé nefnt

Lesa meira

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

Metaðsókn á tjaldsvæðin við Akureyri á liðnu ári

Lesa meira

Tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri um helgina

Nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2022, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Spurningarmerki.

Lesa meira

Lokanir vegna vegaframkvæmda í Kjarnaskógi

Einnig er unnið að endurgerð hluta vegar upp að blakvöllum, frá gatnamótum við Kjarnaveg og sú leið er því sömuleiðis lokuð.

Lesa meira