Fréttir

Þórsarar bjóða í rjómavöfflur og rjúkandi súkkulaði í Hamri á morgun

Fyrrverandi formenn Þórs byrja að hita vöfflujárnið kl. 9 

Lesa meira

Þankar gamals Eyrarpúka

Um miðja síðustu öld var einn barnaskóli á Akureyri, einn gagnfræðaskóli, tvö kaupfélög, þrjár leigubílastöðvar enda fátt um einkabíla og svo tveir barir: Diddabar og Litlibar sem báðir gerðu út á bindindi og fagurt líferni í hvívetna enda þótt einhverjir þættust merkja þar óreglu endrum og sinnum – einkum þegar togarar voru í höfn. Þá var oft gott að læðast inn á barina og kaupa Valash, Lindubuff og bolsíur, allt eftir kaupgetu hvers dags sem venjulega var í beinum tengslum við hvað tókst að selja mörg eintök af Degi þá vikuna á kaupfélagshorninu við brunahanann stóra.

Lesa meira

Kollgerðishagi verður Móahverfi

Drög að deiliskipulagi svæðisins voru kynnt í október sl. þar sem markmiðið er að leggja grunn að hverfi með fjölbreyttum íbúðagerðum og grænum svæðum

Lesa meira

„Byltingarkennd breyting við fjármögnun“

Klínísk starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri verður frá 1. janúar næstkomandi fjármögnuð í samræmi við umfang veittrar þjónustu þar sem byggt er á DRG; alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu

Lesa meira

Samningur um þjónustutengda fjármögnun Sjúkrahússins á Akureyri

Fjárveitingar taka mið af raunverulegu umfangi þjónustu og raunkostnaði.

Lesa meira

Vanfjármögnun í málaflokki fatlaðra stærsti einstaki þátturinn

Rúmlega 600 milljóna króna halli á rekstri Akureyrarbæjar

Lesa meira

Norðurþing vill sameiningarviðræður við Tjörneshrepp

Tjörnesingar vilja bíða fram yfir kosningar

Lesa meira

Lyfturnar ræstar í Hlíðarfjalli á föstudag

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað á föstudag kl. 16 og verður opið til kl. 19 fyrsta daginn. Á laugardag og sunnudag verður síðan opið frá kl. 10-16. Skíðafærið er gott og útlit fyrir ágætt veður

Lesa meira

Samningur um smíði kirkju í Grímsey

Söfnunin enn í fullum gangi

Lesa meira

Akureyrarbæjar krefst þess að ríkið kaupi eignarhluta þess í hjúkrunar- og dvalarheimilum

-Ítrekuðum óskum um viðræður er ekki svarað

Lesa meira

Markús – á flótta í 40 ár

Út er komin bókin, Markús. Á flótta í 40 ár. Öðruvísi Íslandssaga, eftir Jón Hjaltason sagnfræðing. Markús, sem var Eyfirðingur, átti litríkan æviferil. Jón segir þó ekki aðeins sögu Markúsar. Í kjarnyrtum styttri köflum varpar hann einnig ljósi á samfélag 19. aldar og tekst á við goðsagnir. Máttu fátækir giftast? Alræði bænda? Voru einstæðar mæður réttlausar? Fjallað er um tukthús og böðla, hið víðfeðma hlutverk presta og DNA-próf 19. aldar. Grípum niður þar sem lýst er vetrarhörkum 19. aldar:

 

Lesa meira

Íbúðum fjölgað í Tónatröð

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í gær skipulagslýsingu vegna breytinga á skipulagi svæðis við Spítalaveg og Tónatröð í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu.

Lesa meira

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar samþykkt í bæjarstjórn

Lesa meira

Framkvæmdastjóraskipti hjá Slippnum um áramót, Páll tekur við af Eiríki

„Ég lít stoltur um öxl. Tími minn hjá Slippnum hefur verið mér gefandi," segir Eiríkur S. Jóhannsson sem hættir um áramót þegar Páll Kristjásson tekur við.

Lesa meira

Norðursigling hlýtur alþjóðlega vottun fyrir ábyrga hvalaskoðun

Vottunin er mikilvæg viðurkenning fyrir það mikla frumkvöðlastarf sem Norðursigling hefur unnið í þróun ábyrgrar umgengni við hvali á Skjálfandaflóa.

Lesa meira

Soroptimistar á Akureyri færðu Bjarmahlíð veglega peningagjöf

Bjarmahlíð býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. Einnig var styrkur sendur til Kvennaráðgjafarinnar sem veitir konum lögfræði- og félagsráðgjöf án endurgjalds.

Lesa meira

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í lok mars 2022

Framboðsfrestur í prófkjörinu er til 26. febrúar og kosið verður mánuði síðar.

Lesa meira

Fræðsla fyrir íþróttafélög um kynferðislega áreitni

Á fyrirlestrunum var farið yfir skilgreiningar og birtingarmyndir kynferðislegrar áreitni og afleiðingar hennar á einstaklinga, íþróttafélög og samfélagið.

Lesa meira

Hugmynd um að Iðnaðarsafn verði hluti af sögu- og minjasafni

 „Ég gat ekki hugsað þá hugsun til enda að skellt yrði í lás á því ári þegar við minnist forsprakkans sem hóf þetta ævintýri, þannig að ég tók að mér að stýra safninu,“ segir Þorsteinn Arnórsson sem gengt hefur stöðu safnsstjóra á Iðnaðarsafninu á Akureyri, launalaust í 10 mánuði.

Lesa meira

„Jólaljósin koma mér í jólaskap“

„Ég held ég verði að segja að uppáhalds jólahefðin mín sé sú að við maðurinn minn kaupum alltaf nýja, skemmtilega hluti á jólatréð á hverju ári og það er alltaf svo gaman þegar við skreytum það. Í fyrra vorum við með tré sem var 250 cm og skrautið okkar dugði á það, svo það mætti segja að við séum komnir með ágætt safn. Einnig er alltaf yndislegt að gera laufabrauð með fjölskyldunni en við gerum það á hverju ári.“

Lesa meira

Slökkvibíllinn í Grímsey er fjörgamall

Sjúkrabílinn kemst ekki leiðar sinnar utan vegakerfisins

Lesa meira

Þróa kennsluefni fyrir aldraða um stafræna heiminn

Þekkingarnet Þingeyinga (ÞÞ) vinnur um þessar mundir að evrópsku samstarfsverkefni sem gengur út á að þróa kennsluefni fyrir eldri borgara. Þar sem markmiðið er að kenna þessum hópi fólks að fóta sig í hinum stafræna heimi.

Lesa meira

Um 70 tonn af olíu og fitu safnast á hverju ári

Um 70 tonn af olíu og fitu safnast árlega á Eyjafjarðarsvæðinu í gegnum fitusöfnunarkerfi sem Akureyrarbær, Norðurorka, Orkey og Terra hafa byggt upp. Græn trekt hefur verið í boði á Akureyri frá því síðla árs 2015 og fjölgar sífellt heimilinum í bænum og á svæðinu öllu sem safna þeirri úrgangsolíu sem til fellur og skila í réttan farveg í gengum kerfið. Desember er sá mánuður þegar mest fellur til af úrgangsolíu.

Endurvinnsla

Undanfarin ár hafa heimilin á svæðinu safnað og skilað inn um 6 tonnum af úrgangolíu og fitu á ári. Veitingahús og mötuneyti skila um tífalt meira magni eða um 60 tonnum árlega, þannig safnast nær 70 tonn af olíu og fitu árlega. Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku segir að árangur þessa verkefnis góðan og ávinningurinn mikill. „Það má líta svo á að hver og einn sem safnar olíu og fitu á sínu heimili og skilar í réttan farveg sé eigin olíuframleiðandi,“ segir hann en einn lítri af olíu sem skilað er inn verður með íblöndun metanols að einum lítra að lífdísil.

Magnið mest í desember

Nú í desember fellur óvenjumikið af þessu hráefni til þegar landsmenn steikja ókjörin öll af laufabrauði, soðnu brauði og kleinum til viðbótar við allt hangikjötið og steikurnar sem boðið er upp á. „Það fellur til mun meira af steikarolíu, tólg og fitu  á heimilum landsins en í öðrum mánuðum ársins og ekki úr vegi að minna fólk á mikilvægi þess að safna þessu saman og skila inn fremur en skola niður í vaskinn,“ segir Guðmundur.

Lesa meira

Birkir Blær kom sá og sigraði

Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri sigraði rétt í þessu í sænsku Idol söngvakeppninni sem sýnd var á Tv4. Birkir og sænska stúlkan Jacqline Mossberg Mounkassa kepptu til úrslita í kvöld og sungu þau hvort um sig þrjú lög.

Lesa meira

Oddfellow styrkir Jólaaðstoð myndarlega

Fimm Oddfellow stúkur eru á Akureyri. Þær hafa styrkt Jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðar um 3,3 milljónir króna.

 

Lesa meira

Það er gott að gráta

Ég fór að gráta um daginn. Það er svo sem ekkert í frásögur færandi. Ég er mjúkur maður sem leyfir sér stundum að gráta, tilfinningabolti sem hlær mikið hlýtur líka stundum að gráta. Svo hefur mig líka alltaf grunað að það sé hollt og gott að gráta annað slagið. Við mannfólkið elskum allt sem er hollt, það er meira að segja í tísku að vera hollur. En þrátt fyrir það held ég að ansi margir, og þá kannski sérstaklega kynbræður mínir, leyfi sér ekki að gráta nógu oft. 

Lesa meira

Krefjast þess að ríkið kaupi eignarhluta Akureyrarbæjar

Akureyrarbær krefst þess að ríkið bregðist við án tafa og kaupi eignarhluta bæjarins í fasteignum hjúkrunar- og dvalarheimila í bænum.

Lesa meira