Dýrasnyrtistofa opnuð á Dalvík

Heiðdís Björk Gunnarsdóttir, hundasnyrtir. Mynd/aðsend
Heiðdís Björk Gunnarsdóttir, hundasnyrtir. Mynd/aðsend

Opið hús var á dýrasnyrtistofunni DÝR & DEKUR síðastliðinn laugardag en stofan hefur verið starfrækt á Dalvík síðan í byrjun árs.

Lukkupoka

Gestum og gangandi var boðið að skoða aðstöðuna og kynna sér starfsemina. Þeir sem mættu gátu valið sér lukkupoka, þar sem m.a. var prufa af feldspreyi og happdrættismiði.

Aðalvinningurinn í happdrættinu var full snyrting fyrir hund eða kött. Fjöldi annarra vinninga var einnig í boði, s.s. bað og blástur, klóaklipping, sjampó, hárnæring og dót. Þeir sem höfðu líkað við facebooksíðu stofunnar daginn sem opna húsið var, fóru í pott og þar var önnur full snyrting í boði.

Dýrasnyrtistofan er fullbúin til snyrtinga, fyrst og fremst á hundum, en einnig er tekið við öðrum smádýrum eins og köttum. Eigandi stofunnar er Heiðdís Björk Gunnarsdóttir sem lærði hundasnyrtingar í Bretlandi árið 2005 og hefur síðan starfað við hundasnyrtingar meðfram öðrum störfum sínum.

Stofan verður opin þriðjudaga til föstudaga og verður boðið upp á síðdegis/kvöldopnun a.m.k. einu sinni í viku. Stofan verður einnig opin annan hvern laugardag.


Athugasemdir

Nýjast