Safnkassar fyrir skilagjaldskyldar umbúðir settir upp á Akureyri

Safnkassar fyrir söfnun á skilagjaldskyldum umbúðum frá Grænum skátum hafa verið settir upp á tveimu…
Safnkassar fyrir söfnun á skilagjaldskyldum umbúðum frá Grænum skátum hafa verið settir upp á tveimur stöðum á Akureyri, á svæði Skautafélags Akureyrar og við Krambúðina við Byggðaveg.

mth@vikubladid.is

Safnkassar fyrir söfnun á skilagjaldskyldum umbúðum frá Grænum skátum hafa verið settir upp á tveimur stöðum á Akureyri, á svæði Skautafélags Akureyrar og við Krambúðina við Byggðaveg.

Skátafélagið Klakkur hefur umsjón með kössunum á Akureyri og rennur allur ágóði af söfnuninni til félagsstarfs skáta í bænum. Þeir hafa frá árinu 1990 staðið fyrir söfnun á skilagjaldsskyldum umbúðum. Nú hefst hins vegar nýr kafli í þessari söfnun þar sem safnkassar eru staðsettir við alla grenndarflokkunar gáma á Akureyri og þar er hægt að koma frá sér helium pokum af dósum og flöskum. Með þessu gefst bæjarbúum og gestum tækifæri á að koma umbúðunum úr geymslunni um leið og farið er með annað til flokkunar á grenndarstöðvarnar.

 


Athugasemdir

Nýjast