Það má segja að Ingibjörg Reynisdóttir hafi marga titla en hún er meðal annars rithöfundur, leikkona, handritshöfundur og fótaaðgerðafræðingur. Hún er fædd og uppalin í Laugardalnum í Reykjavík og hefur ekki flutt úr hverfinu síðan, fyrir utan nokkra ára búsetu í Danmörku fyrir aldamót. Hún býr með manninum sínum Óskari Gunnarssyni og syni sínum Reyni Óskarssyni. Ingibjörg er oftast með mörg járn í eldinum en hún skrifaði meðal annars bókina Gísli á Uppsölum sem var metsölubókin árið 2012. Ingibjörg er jólabarn en við fáum aðeins að skyggnast inn í líf hennar hvað varðar jólin.