01.11.2021
Gríðarlegt uppbyggingarstarf Blakdeildar Völsungs á undanförnum árum hefur vakið verðskuldaða athygli. Árangur vinnunnar mátti sjá á dögunum þegar U17 landslið Íslands keppti á Norðurlandamóti í Danmörku. Völsungar áttu hvorki fleiri né færri en níu keppendur á þessu móti, fjóra pilta og fimm stúlkur. Auk þess voru þjálfarar U17 stúlkna, Völsungarnir, þau Tamas Kaposi og Tamara Kaposi-Peto og liðsstjóri í ferðinni var Lúðvík Kristinsson, formaður blakdeildar Völsungs. Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og lönduðu gulli á mótinu.
Vikublaðið ræddi við Lúðvík Kristinsson um uppbygginguna í blakinu á Húsavík en hann var einn þeirra foreldra sem lyftu grettistaki fyrri nokkrum árum með því að gera blak að alvöru valkosti fyrir börn og unglinga á Húsavík.
Lesa meira
31.10.2021
Sykurverk safnar fyrir flutningum í Strandgötu
Lesa meira
30.10.2021
„Við vissum hvað við höfðum en ekki hvað við fengjum. Sem betur fer erum við hæst ánægð með þá þjónustu sem okkur hefur boðist, það er allt til fyrirmyndar,“ segja þau Aðalheiður Jóhannesdóttir og Þóroddur Ingvarsson, foreldrar tveggja sykursjúkra barna. Þau fluttu frá Lillehammer í Noregi til Akureyrar í fyrrasumar. Þar var vel haldið utan um fjölskylduna og góður stuðningur með börnin í skólanum. Þau segja ánægjulegt að upplifa að þjónustan sé ekki síðri á Akureyri.
Aðalheiður er frá Dalvík, Þóroddur er Akureyringur, en þau kynntust í Menntaskólanum á Akureyri. Bæði eru læknar og starfa á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þau héldu utan til framhaldsnáms í læknisfræði eftir nám hér á landi, fóru fyrst til Svíþjóðar og síðar Noregs. Tvö yngstu börnin, Magnús 11 ára og Fríða 8 ára fæddust í Svíþjóð. Þau eru nú í 6. og 3. bekk í Brekkuskóla. Eldri börn þeirra hjóna eru Ingvar 23 ára og Ester 17 ára.
Lesa meira
30.10.2021
Líflegt á Akureyrarflugvelli það sem af er hausti
Lesa meira
29.10.2021
Hann fékk standandi lófaklapp fyrir flutning á laginu Leave The Door Open
Lesa meira
29.10.2021
Þorsteinn V. Einarsson frá @karlmennskan hefur verið á ferðinni á Húsavík síðustu daga. Þorsteinn, sem er bæði kennari og kynjafræðingur, heldur úti vefnum karlmennskan.is þar sem hann fjallar um karlmennsku í samfélaginu. Hann hélt fyrirlestur í Framhaldsskólanum á Húsavík, Borgarhólsskóla og í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík.
Lesa meira
29.10.2021
Fleiri en 20 ungmenni á aldrinum 16-25 ára sóttu ritlistasmiðjuna Ungskáld í Menntaskólanum á Akureyri um síðustu helgi. Mjög góður rómur var gerður að leiðsögn rithöfundanna Fríðu Ísberg og Dóra DNA.
Lesa meira
29.10.2021
Krónan hefur í ár úthlutað rúmum sjö milljónum króna úr styrktarsjóði sínum sem er ætlað að styrkja verkefni sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar.
Lesa meira
29.10.2021
Skipulagsráð samþykkti í vikunni úthlutun 19 byggingarlóða í Holtahverfi austan Krossanesbrautar.
Lesa meira
29.10.2021
Sunnudaginn 31. október kl 16 verða tónleikar á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Hömrum í Hofi. Þá leika Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari dagskrá sem þau kalla “Hljóðs bið ek allar helgar kindir”
Lesa meira
29.10.2021
Greiðslukerfi tekið upp á bílastæðum miðsvæðis á Akureyri
Lesa meira
29.10.2021
Norðurlandsmótið í Boccia, fór fram á Akureyri um liðna helgi
Lesa meira
28.10.2021
Hörð viðbrögð við fyrirhugaðri lokun Húsasmiðjunnar á Húsavík
Lesa meira
28.10.2021
Ellen Lind Ísaksdóttir gerði sér lítið fyrir og vann titilinn þriðja árið í röð
Lesa meira
28.10.2021
Ærin Dúdda á Möðruvöllum 3 í Hörgárdal bara nýlega tveimur fallegum lömbum. Birgitta Lúðvíksdóttir sauðfjárbóndi segir í spjalli við Bændablaðið að hún hafi alls ekki átt von á sauðburði í október, „en svona getur þetta stundum verið í sveitinni.“
Lesa meira
28.10.2021
• Bygging nýrrar kirkju í Grímsey • Söfnun er enn í fullum gangi
Lesa meira
28.10.2021
Oddfellowstúkan Laufey nr 16, hefur afhent Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Norðurlands eina milljón króna sem nota á til til búnaðarkaupa
Lesa meira
27.10.2021
Eyjafjarðarsveit tekur tekur þátt í landsátaki í sundi
Lesa meira
27.10.2021
Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, veitti í gær viðtöku fyrir hönd Akureyrarbæjar 50 einstökum Íslandskortum sem bætast við glæsilegt safn fágætra korta sem hjónin dr. Karl-Werner Schulte og eiginkona hans dr. Gisela Daxbök-Schulte færðu Akureyrarbæ árið 2014.
Lesa meira
27.10.2021
-Segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar
Lesa meira
27.10.2021
Það var á fyrsta degi sumars 2006 sem hugsjónafólk á Akureyri kom saman til að setja á fót Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi og átta árum síðar tók AkureyrarAkademían við starfseminni og nú á þessu ári er 15 ára afmæli fagnað.
Lesa meira
27.10.2021
Framsýn hefur afhent Björgunarsveitinni Þingey 250 þúsund krónur til kaupa á björgunarbúnaði fyrir sveitina á svæðinu, íbúum og öðrum vegfarendum til öryggis. Með gjöfinni vill félagið jafnframt þakka björgunarsveitinni fyrir óeigingjörn störf í þágu samfélagsins.
Lesa meira
27.10.2021
Dagskráin verður með breyttu sniði og áhersla lögð á að hver og einn geti kynnt sér nám á eigin forsendum. Stúdentar verða með fjölbreytta bása til að gefa betri innsýn inn í námið og félagslífið við HA.
Lesa meira
26.10.2021
Tryggvi Þórhallsson, lögmaður, hefur verið ráðinn sem lögfræðingur hjá Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Sveitarfélögin sameinast formlega í lok maí á næsta ári og munu þá mynda stærstu skipulagsheild landsins, samtals um 12 þúsund ferkílómetra.
Lesa meira
26.10.2021
Fjölskyldusöngleikurinn Benedikt búálfur, sem Leikfélag Akureyrar hefur sýnt í Samkomuhúsinu, verður sýndur í Sjónvarpi Símans fyrir jólin. Sýningin hefur hlotið dæmalausar vinsældir og hefur nú verið tekin upp af fagfólki fyrir komandi kynslóðir að njóta.
Lesa meira
26.10.2021
Eitt barna minna er á þriðja ári. Samkvæmt Heilsuveru á það að geta sinnt grófþroska sínum á eftirfarandi máta; Hoppað jafnfætis, hlaupið, klifrað og dansað. Gengið afturábak, sparkað í bolta, kastað bolta og gripið stóran bolta. Staðið á tám og staðið á öðrum fæti í eina sekúndu eða lengur. Hann getur gert allt þetta. Frábært!
Lesa meira