
Spurning hvort afléttingar séu skynsamlegar á þessum tímapunkti
-segir Sigurður Einar Sigurðsson framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviði
-segir Sigurður Einar Sigurðsson framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviði
Áskoranir hafa alla tíð fylgt sambúð við náttúruöflin á Íslandi og þar eru síðustu ár engin undantekning. Náttúruhamfarir hafa valdið umtalsverðu eigna- og rekstrartjóni undanfarið, en þar nægir að nefna tjón af völdum snjóflóða, öskufalls, jarðskjálfta og aurflóða.
Þetta er Oddeyrargatan okkar upp úr 1930, ein fallegasta íbúagata Akureyrar þori ég að fullyrða. Fyrir tíma götunnar voru hér beitarlönd ofan við byggðina en sagt er að kýr smábænda á Oddeyri hafi markað götustæði Oddeyrargötunnar þegar þær voru reknar á beit á túnunum þar sem nú er Helgamagrastræti og Þórunnarstræti.
Hildur hefur áður gefið út bókina Hugrekki – saga af kvíða sem kom út árið 2016 og ljóðabókina Líkn árið 2019. Sú fyrrnefnda var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2017
Gaumur, sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi hefur uppfært gögn um fuglalíf á vöktunarsvæði Gaums
Út er komið ritverkið, Skriðuhreppur hinn forni, bændur og búalið á 19. öld, tveggja binda verk, samtals um 1.000 blaðsíður, prýtt ljósmyndum, teknum úr lofti, af staðháttum þar sem merktir eru inn allir bæir sem um er fjallað. „Að baki liggur margra ára vinna og grúsk í öllum mögulegum og ómögulegum heimildum og afraksturinn – jú, einstakt verk, er óhætt að segja og er þá ekki djúpt í árinni tekið,
Tvö smit komu upp á sjúkradeild
2.602 börn og unglingar á aldrinum 6-17 ára nutu góðs af frístundastyrk Akureyrarbæjar árið 2021 eða um 79% þeirra sem áttu rétt á styrknum
Viðgerðir á gervigrasinu í Boganum hófust í gær og halda áfram á miðvikudag og fimmtudag. Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar.
Hverfisráð Hríseyjar fjallaði nýverið um áframhaldandi uppbyggingu hátíðarsvæðis í eynni
Knattspyrnuráð Völsungs tilkynnti í dag um ráðningu á þjálfara hjá meistaraflokki og 2.fl karla. Það var Jóhann Kristinn Gunnarsson sem skrifaði undir samning og mun því stýra Völsungi á komandi keppnistímabili. „Þar er kunnuglegt andlit að finna, okkar eigin Jóhann Kristinn Gunnarsson. Jói þekkir hjá okkur hvern krók og kima og við hjá honum en hann var ávallt okkar fyrsti kostur í starfið. Áfram verður bætt í og af enn meiri krafti unnið með okkar ungu leikmönnum. Stefnt er á að virkja 2.flokk enn frekar í keppnisverkefnum og byggja þar enn betur í grunninn að Völsungsliðinu,“
21 farþegaskip kom til Húsavíkur á árinu 2021. Auk þess komu tvær snekkjur til Húsavíkur á árinu. Heildarfjöldi farþega var 3.061.
Á sameiginlegum fundi sjálfstæðisfélaganna í Norðurþingi sem haldinn var á miðvikudag sl. var samþykkt sú ákvörðun að skipan fólks á framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar færi fram með uppstillingu. Uppstillingarnefnd var jafnframt skipuð á fundinum og mun hefja störf á næstu dögum.
„Það hefur verið mikið að gera hjá okkur það sem af er árinu og stórir dagar núna í þessari viku. Það sem af er janúar höfum við skimað nær 8000 sýni og hafa þau aldrei verið fleiri, “ segir Inga Stella Pétursdóttir forstöðulífeindafræðingur á Veirurannsóknarstofu Sjúkrahússins á Akureyri en á þeirri er deild unnið við að greina SARSCoV 2 veiruna, kórónuveiruna alræmdu. Sem dæmi má nefna að á sunnudag sl. voru um skimuð um 630 sýni og á mánudag voru þau 745 talsins.Stofan hefur verið starfandi í rúmt ár, hún hóf starfsemi í lok árs 2020 og hafa á þeim tíma verið greind um 50 þúsund sýni. Alls greindust 1.120 jákvæð sýni í greiningum stofunnar árið 2021 og þann hluta árs 2020 sem hún hefur verið starfandi.
Inga Stella segir að veirurannsóknarstofan sinni stóru svæði, einkum Eyjafjarðarsvæðinu en auk þess er reglulega skimað frá Blönduósi að vestan og austur á Vopnafjörð. Nú fyrr í janúar hljóp stofan undir bagga þegar flug frá Egilsstöðum lá niðri dögum saman, en gripið var til þess ráðs að aka með sýni til Akureyrar. „Það var mikil ánægja með það fyrir austan,“ segir hún.
Embætti landlæknis gefur út starfsleyfi til þeirra sem sjá um að greina kórónuveiruna, sækja þarf um og fá samþykki. Í fyrstu bylgju faraldursins voru öll sýni af norðanverðu landinu send til greiningar suður til Reykjavíkur. Eins og gengur á fyrstu mánuðum ársins fóru samgöngur iðulega úr skorðum, á stundum ófært bæði með flugi og landleiðina og hrönnuðust þá ógreind sýni upp. „Okkur þótti þetta alveg ómögulegt ástand. Sýnatökum fjölgaði eftir því sem á leið og við gerðum varla annað en pakka sýnum til flutnings. Þegar bróðurpartur dagsins var farin að snúast um að pakka sýnum þótti okkur nóg komið og viðruðum þá hugmynd um að fá þessa starfsemi norður, enda er Sjúkrahúsið á Akureyri varasjúkrahús Landspítalans,“ segir Inga Stella.
Erindi var sent inn um mánaðamót maí og júní og barst jákvætt svar þegar nokkrir dagar voru liðnir af júlímánuði. „Þá tók við að velja tækjabúnað og síðan tekur við löng bið eftir honum, því eftirspurn á heimsvísu eftir þessum tækjum er gríðarmikil,“ segir Inga Stella. „Við fengum upplýsingar í gegnum Ingibjörgu Isaksen um tæki í Danmörku sem einangra erfðaefni og eru mikið notuð þar í landi sem og Grænlandi og Færeyjum. Við fórum að skoða þau betur, hver reynslan væri af þeim og leituðum m.a. upplýsinga hjá sýkla- og veirufræðingum á Landspítala sem leist mjög vel á. Úr varð að við pöntuðum í upphafi eitt slíkt tæki auk þess við fengum annað frá Roche í Bretlandi.
Inga Stella segir að einnig hafi verið pöntuð PCR tæki, sambærileg þeim sem notuð eru á Landspítala. Tveir lífeindafræðingar af deildinni auk yfirlæknis, Ólafar Sigurðardóttur héldu í þjálfunarbúðir suður yfir heiðar í nóvember árið 2020 og þá var einnig hafist handa við að koma upp sérrými á sjúkrahúsinu fyrir skimunina. Slík rými eru útbúin á sérstakan hátt eftir lífverndarstuðli 2 og aðstoð við þá uppsetningu fékkst frá veirudeild LSH. Eins fékkst góð aðstoð frá tveimur líffræðingum frá Háskólanum á Akureyri sem höfðu mikla reynslu af PCR-greiningarvinnu. Allt var klárt og starfsemi hófst 11. desember 2020.
Í fyrstu var starfsemin keyrð með einföldu setti af einangrunartækjum og PCR tæki, en Inga Stella segir að vorið 2021 hafi verið gefnar út spár um auknar komur ferðamanna til landsins.
Björgunarsveitir frá Akureyri og Varmahlíð voru rétt í þessu að ljúka útkalli á Öxnadalsheiði
Útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars skrifar um hin raunverulegu verðmæti í lífinu.
Vegurinn um Öxnadalsheiði: Sumir vegfarendur virða ekki lokun og freista þess að komast yfir
„Þetta er mikið fagnaðarefni og við munum fá langþráða bót á aðstöðuleysi sem við höfum lengi búið við. Þetta er virkilega flott og sniðug framkvæmd sem leysir nánast á einu bretti allt pláss- og aðstöðuleysi sem við hjá Skautafélagi Akureyrar og gestir okkar hafa búið við,“ segir Jón Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Skautafélags Akureyrar.
Til stendur að hefja framkvæmdir við félags- og æfingaaðstöðu í norðurenda Skautahallarinnar í vor. Áætluð verklok verða á næsta ári, 2023. Þessar breytingar hafa lengi verið á teikniborðinu en ávallt verið slegnar út af því þar til nú. Tilboð í verkið verða opnuð síðar í þessum mánuði.
Jón Benedikt segir að um sé að ræða viðbót sem byggð verði inn í Skautahöllina, þannig að lofthæð hússins er nýtt og upphituð rými verði til á þremur hæðum. Skortur hafi verið á slíkum rýmum til þessa. Hver hæð verður um 100 fermetrar að stærð þannig að í allt verður bætt við um 300 fermetrum við það húsnæði sem fyrir er.
Á jarðhæð í anddyri hússins verður til hlýtt og notalegt rými þar sem kaffiterían er og kemur hún í stað plastbyggingar sem sett var upp á sínum tíma til bráðabirgða, en hefur staðið í áraraðir. Öllum gestum Skautahallarinnar mun standa til boða að nýta veitingaaðstöðuna, þar sem hægt verður að setjast niður og horfa yfir ísinn á meðan veitinga er notið.
„Þetta er algerlega sturluð hugmynd,“ segir hann
Næst stærsta árið frá upphafi á fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri
„Við stefnum á það, kannski ekki alveg um mánaðamótin en svona fljótlega upp úr því," segir Brynjar T. Baldursson, framkvæmdastjóri.
Óska eftir leyfi til að reka mathöll við Glerárgötu
Lægsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er á Norðurlandi eystra, 8,6%. Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um fjölda erlendra ríkisborgara sem eru með skráða búsetur hér á landi eftir sveitarfélögum og miðast tölurnar við 1. desember árið 2021.