Fréttir

Sveitarstjórn Hörgársveitar lýsir yfir harmi sínum

Tekur undir að fram þurfi að fara opinber rannsókn á barna­heim­il­inu á Hjalteyri sem rekið var á ár­un­um 1972 til 1979
Lesa meira

Tillaga að nýrri kirkju í Grímsey

Á sóknarnefndar- og íbúafundi í Grímsey þann 16. nóvember síðastliðinn kynnti Hjörleifur Stefánsson arkitekt frumdrög að nýrri kirkju í stað Miðgarðakirkju sem brann 21. september sl.
Lesa meira

Horft til þess að auka tekjur og draga úr kostnaði

Bæjarstjórn Akureyrar hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna frumvarps að fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 sem lagt var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í liðinni viku.
Lesa meira

Nýr formaður Góðvina

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingkona og fyrrverandi nemandi í lögfræði við Háskólann á Akureyri hefur verið kjörinn formaður Góðvina
Lesa meira

Halda jólamarkað í Hvalasafninu á Húsavík

Húsavíkurstofa í samvinnu við Fimleikadeild Völsungs vinnur nú að því að festa í sessi skemmtilega jólahefð á Húsavík
Lesa meira

Álitlegri hugmyndir en sveitarfélagið hefði getað gert betur

-Segir Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar
Lesa meira

„Þetta er þannig starf að þú ert að gefa af þér“

Framhaldsskólinn á Húsavík (FSH) býður upp á fjölbreytt nám og leitar sífellt nýrra leiða til að laða til sín nemendur. Það er vissulega áskorun að halda úti öflugum framhaldsskóla í litlu samfélagi en þeim áskorunum mætir FSH með því að hugsa út fyrir boxið og hanna námsbrautir með sérstöðu.

Ein þeirra námsleiða er heilsunuddbraut sem farið var af stað með haustið 2019. Halldór Jón Gíslason, aðstoðarskólastjóri heldur utan um brautina í FSH en Helga Björg Sigurðardóttir, heilsunuddari stýrir kennslunni. Þau eru í góðu samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla sem hefur kennt brautina um árabil. „Við höfum alltaf getað leitað þangað í þá þekkingu og reynslu sem þar býr,“ segir Halldór Jón en FSH og FÁ eru einu skólarnir á landinu sem bjóða upp á þetta nám. Vikublaðið ræddi við Helgu Björg.

 14 ár í nuddinu

Helga Björg segir að það hafi blundað í sér um nokkurt skeið að læra nudd þegar hún loksins lét verða af því. „Það sem ýtti mér kannski á stað í þetta er bara ákveðin  sjálfsskoðun. Ég var að vinna mikið í sjálfri mér á þessum tíma en þarna var ég orðin læknaritari. Nuddnámið  var kennt í Ármúla þar sem læknaritarinn var kenndur og ég var búin að sjá fög sem voru svolítið lík. Ég útskrifaðist sem læknaritari 2005 og strax í kjölfarið skrái ég mig í heilsunudd. Tek þetta bara í beinu framhaldi. Þá var farið að bjóða upp á þetta nám á Akureyri en ég er í fyrsta árganginum sem lærir þetta á þar. Ég útskrifast vorið 2009 en það er nokkuð síðan þetta nám hætti á Akureyri.

Helga Björg hefur starfað við nudd í og með síðan. „Ég var náttúrlega að vinna sem læknaritari á Heilsugæslunni á Húsavík og nuddaði með. Svo hætti ég á spítalanum og fór að vinna á Deplum þar sem ég var eingöngu að nudda,“ segir Helga Björg en Deplar er lúxushótel í Fljótum.  

„Ég var byrjuð að nudda um áramót 2007 þannig að þetta eru að verða 14 ár. Það er nú bara nokkuð góður lífaldur nuddara,“ segir hún og bætir við að fólk sé oft ekki lengi starfandi í greininni. „Nuddarar eru oft fljótir að brenna upp.“

Nuddarabraut

Hópurinn sem var að klára fyrsta áfangann í verklega náminu, klassískt nudd. Mynd/ aðsend.

 

Sjálf segir Helga Björg að hún hafi yfirleitt unnið við nuddið í hlutastarfi með öðru og þess vegna endist hún lengi í faginu.

Aðspurð hvers vegna starfsaldur nuddara sé oft skammur segir hún að fólk slitni oft í höndum eins og í fleiri iðngreinum. „Mér skilst samt að það sé meira genatískt heldur en nuddið. En margir fá einhverja svona álagskvilla og veldur því að fólk hættir að nudda.

Lesa meira

Íslensku jólatrén sækja í sig veðrið á kostnað þeirra innfluttu

-Aukin umhverfisvitund og sjúkdómahætta helsta skýringin
Lesa meira

Átti mér draum að skrifa bók og hann hefur ræst

Hrund Hlöðversdóttir sendir frá sér spennu- og ævintýrabók
Lesa meira

Birkir Blær kominn áfram í 5 manna úrslit

Sjáið frábæran flutning hans í gærkvöld
Lesa meira

„Dagur gleði, ástar og kærleika“

-Segir Hróðný Lund, félagsmálastjóri Norðurþings
Lesa meira

Búið að panta nýjan snjótroðara fyrir Kjarnaskóg

Söfnunin er á lokametrunum segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga
Lesa meira

Birkir Bjarnason fjárfestir í Stefnu

KEA svf., fjárfestirinn Birkir Bjarnason, Matthías Rögnvaldsson, stofnandi og stjórnarformaður Stefnu ehf., og Björn Gíslason, framkvæmdastjóri Stefnu ehf., hafa fjárfest í 25% hlut í Stefnu ehf. Bæði er um að ræða hlutafjáraukningu sem og viðskipti með bréf félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Lesa meira

Verðlaunaður fyrir framúrskarandi námsárangur

Lenti óvart í laganámi eftir mistök föður síns
Lesa meira

Vanir og frískir blóðgjafar hvattir til að nýta aukaopnun Blóðbankans og gefa blóð

Lesa meira

Heimspeki Magnúsar

Ég var svo heppinn að vera gestur á 75 ára afmælistónleikum Magnúsar Eiríkssonar á dögunum. Tónleikarnir voru einstaklega vel heppnaðir, enda kannski annað varla hægt því laga- og textasmíðar Magnúsar eru á heimsmælikvarða. Það eru ekki bara snjöllu melódíurnar og hljómarnir sem gera lögin hans svo einstök, Magnús er nefnilega mikill heimspekingur og setur oft fram snjalla og áhugaverða sýn á lífið í textunum sínum.
Lesa meira

Heilsuvernd - kauptilboð í Vestursíðu 9 og Austurbyggð 17

Lesa meira

Mosagrónir úr stjórn á aðalfundi Sögufélags Eyfirðinga

Aðalfundur Sögufélags Eyfirðinga var haldinn á dögunum. Þar bar helst til tíðinda að tveir nær mosagrónir fulltrúar í stjórn gengu úr skaftinu. Annar, Guðmundur Steindórsson hefur setið í stjórn félagsins síðan haustið 1988. Guðmundur var formaður frá 1989 til 1997, þá stjórnarmaður og gjaldkeri síðustu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Lesa meira

Fyrsta skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili á Húsavík

Það var Aldey Unnar Traustadóttir, forseti sveitarstjórnar Norðurþings sem tók fyrstu skóflustunguna að viðstöddu margmenni.
Lesa meira

Espressobarinn og Skyr600 opnar á Glerártorgi á laugardag

Stofnendur kaffihússins eru Guðmundur Ómarsson, Karen Halldórsdóttir, María Hólmgrímsdóttir og Pálmi Hrafn Tryggvason. Þau hafa undanfarið staðið í ströngu við hönnun og útfærslu á þessu nútímalega kaffihúsi þar sem gestum mun meðal annars standa til boða að skoða rafræna matseðla og gera pantanir og greiða í gegnum farsíma
Lesa meira

Gönguskíðavertíðin hafin í Hlíðarfjalli

Í boði eru tvær brautir 1,2 km og 3,5 km. Sporað verðu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum þegar veður leyfir. Snjóalög eru með minnsta móti en færið er samt gott.
Lesa meira

Óska eftir hækkun á húsi við Hofsbót um eina hæð

Tillaga um að hækka hús sem verður byggt á lóðinni númer 2 við Hofsbót um eina hæð hefur verið lögð fram í skipulagsráði þar sem jákvætt var tekið í hana. Til stóð að byggja fjögurra hæða hús á reitnum, sem er á milli Hofsbótar 4 og Nýja bíós. Nú er óskað eftir að hæðirnar verði fimm í allt og þær tvær efstu inndregnar.
Lesa meira

Nespresso opnaði formlega á Glerártorgi í dag

Nespresso hefur opnað verslun á Glerártorgi Akureyri. Hún bætist þá við verslanir sem fyrir eru í Kringlunni, Smáralind og á netinu. Verslunin er staðsett á ganginum við aðalinngang verslunarmiðstöðvarinnar.
Lesa meira

Hræðast ekki kuldabola

Gervigrasvöllurinn á Húsavík er vel nýttur til íþróttaiðkunnar og heilsubótar af fólki á öllum aldri
Lesa meira

Segir stór verkefni bíða nýrrar bæjarstjórnar í vor

Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) sendi nýverið inn formlegt erindi sem tekið var fyrir í bæjarráði Akureyrar 11. nóvember sl. Í erindinu var í ósakað eftir aðkomu bæjarins að byggingu og rekstri þjónustumiðstöðvar fyrir eldra fólk í Holtahverfi norður.
Lesa meira

Opið bréf til bæjarráðs Akureyrarbæ

Fimmtudaginn 11. nóvember sl. var formlegt erindi frá Félagi eldri borgara á Akureyri (EBAK) tekið fyrir í bæjarráði Akureyrarbæjar. Þar var óskað eftir aðkomu bæjarins að byggingu og rekstri þjónustumiðstöðvar fyrir eldra fólk í Holtahverfi-norður.
Lesa meira

Stefnumót í Hofi

Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir tónleikum sunnudaginn 21. nóvember 2021 kl 16 í Hömrum í Hofi. Sif Margrét Tulinius fiðluleikari og Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld eiga þar stefnumót.
Lesa meira