Fréttir

Stórt skerf í að tryggja að réttindi fólks falli ekki niður

Skrifað hefur verið undir samstarfssamning um nýtingu réttinda félagsmanna milli Einingar-Iðju og Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. Það voru Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, og Eiður Stefánsson, formaður FVSA, sem undirrituðu samninginn. Samningurinn mun gilda til að byrja með í eitt ár og verður endurskoðaður mánuði áður en hann rennur út.
Lesa meira

Rekstrarafkoma A- og B-hluta er áætluð neikvæð um 671,9 milljónir

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2022 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær
Lesa meira

Draumur um skapandi líf

Please Master er nýtt lag með Kjass sem fjallar um drauminn að fá tíma og rými til að vera skapandi einstaklingur í samfélagi þar sem leikreglurnar krefjast þess við útvegum peninga með iðju okkar dags daglega. Hvað fæ ég borgað fyrir að gera þetta? Er spurning sem við spyrjum okkur gjarna þegar við ákveðum að taka eitthvað verk að okkur eða ekki, en hvers virði er lífið ef það er engin list?
Lesa meira

Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Þetta er einstök sýning þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að heyra sannar en lygilegar sögur frá hans langa og viðburðaríka ferli. Fáir segja sögur eins skemmtilega og Jón og enn færri hafa frá jafn mörgu athyglisverðu að segja.
Lesa meira

Sýning á heimildamyndinni Milli fjalls og fjöru

Í heimildamyndinni Milli fjalls og fjöru er sagt frá skógum á Íslandi og rakin saga skógarnytja, skógeyðingar og skógræktar á Íslandi.
Lesa meira

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki um val á fjórum efstu á lista

Lesa meira

Bólusetningarátak hefst á fimmtudag

Lesa meira

Ótækt annað en setja upp óperur í svona mögnuðu menningarhúsi

-Segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar
Lesa meira

Tekið á móti vel yfir eitt þúsund köttum um tíðina

Vel yfir 1000 kettir hafa haft viðkomu í Kisukoti frá því starfsemi þess hófst fyrir nær 10 árum, en Kisukot var fyrst opnað 29. janúar 2012. Ragnheiður Gunnarsdóttir stýrir starfseminni og hefur verið dyggur kattavinur í höfuðstað Norðurlands í mörg herrans ár. Um fátt hefur meira verið rætt undanfarið en endurskoðun á samþykkt um kattahald á Akureyri eftir að bæjarstjórn samþykkti að banna lausagöngu katta í bænum eftir rúm 3 ár, 1. janúar 2025. Ragnheiður hefði viljað sjá að mildari leið hefði verið valið til að sætta ólík sjónarmið bæjarbúa til útivistar katta. Ragnheiður rifjar upp að árið 2011 hefði ný samþykkt um kattahald í bænum tekið gildi. Samkvæmt henni átti að skrá alla ketti, greiða fyrir það gjald sem og árgjald. Áður hafði fólk ekki þurft að gera grein fyrir hvort það héldi ketti né hversu marga. Í samþykktinni frá 2011 var ákvæði um að einungis mætti halda þrjá ketti á hverju heimili að hámarki. Þessar nýju reglur gerðu að verkum að einhverjir kettir fengu ný heimili og þá nefnir Ragnheiður einnig að á þessum tíma hafi talsvert verið um villiketti í bænum. Bæði við bryggjunar og eins hefði stór hópur katta komið sér fyrir í hesthúsahverfinu í Breiðholti. Akureyrarbær hafðii forgöngu um að farga þeim sem þar voru en bryggjukettirnir voru áfram á sínum stað.
Lesa meira

Tryggja aðgengi að hreinu vatni og stuðla að því að útrýma hungri

„Þetta er köllun, við sjáum að okkar starf skiptir miklu máli. Það sem við erum að gera bætir lífsgæði fólks til mikilla muna. Verkefnin fram undan eru fjölmörg og við erum hvergi nærri hætt,“ segja hjónin Jóhanna Sólrún Norðfjörð og Haraldur Pálsson sem eiga og reka fyrirtækið Áveituna á Akureyri. Þau hafa undanfarin sex ár farið fjölmargar ferðir til Búrkína Fasó sem er á vesturströnd Afríku. Þar hefur verið borað eftir vatni, dælum komið fyrir sem knúnar eru með sólarsellum. Þá eru lagðar áveitulagnir sem hafa í för með sér að heimamenn hafa ávallt greiðan aðgang að vatni og möguleikar opnast til að stunda ræktun á landinu árið um kring. Allt þeirra framlag hefur verið í sjálfboðavinnu, en í sumar sem leið fengu þau styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins, sem er í samstarfi við Heimstorg Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið. Styrkurinn verður til þess að hægt er að gera enn betur og halda þessu góða starfi áfram, þ.e. að aðstoða fólk í Búrkína Fasó að veita vatni á akra og byggja upp sjálfbær ræktarlönd.

Burkina

Heimamenn hafa nú ávallt greiðan aðgang að vatni sem hefur opnað möguleika á að stunda ræktun á grænmeti á sjálfbærum og gjöflulum ræktarlöndum.

 

„Þetta er köllun, við sjáum að okkar starf skiptir miklu máli. Það sem við erum að gera bætir lífsgæði fólks til mikilla muna. Verkefnin fram undan eru fjölmörg og við erum hvergi nærri hætt,“ segja hjónin Jóhanna Sólrún Norðfjörð og Haraldur Pálsson sem eiga og reka fyrirtækið Áveituna á Akureyri. Þau hafa undanfarin sex ár farið fjölmargar ferðir til Búrkína Fasó sem er á vesturströnd Afríku. Þar hefur verið borað eftir vatni, dælum komið fyrir sem knúnar eru með sólarsellum. Þá eru lagðar áveitulagnir sem hafa í för með sér að heimamenn hafa ávallt greiðan aðgang að vatni og möguleikar opnast til að stunda ræktun á landinu árið um kring. Allt þeirra framlag hefur verið í sjálfboðavinnu, en í sumar sem leið fengu þau styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins, sem er í samstarfi við Heimstorg Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið. Styrkurinn verður til þess að hægt er að gera enn betur og halda þessu góða starfi áfram, þ.e. að aðstoða fólk í Búrkína Fasó að veita vatni á akra og byggja upp sjálfbær ræktarlönd.

„Það var draumur minn frá því ég var barn, að fara til hjálparstarfa í Afríku,“ segir Jóhanna Sólrún sem lengi hafði horft til heimsálfunnar í því skyni að leggja lið. Tækifærið kom þegar henni bauðst að sækja nám í Biblíuskóla, sem fór að hluta til fram í Búrkína Fasó. Hún var treg að fara nema eiginmaðurinn Haraldur kæmi með. Hann langaði engin ósköp að slást í þessa för en lét að lokum undan og saman fóru þau til borgarinnar Bobo Dioulasso, þar sem íslensk hjón, Hinrik og Guðný Ragnhildur hafa starfrækt skóla fyrir börn frá árinu 2008, undir merkjum ABC barnahjálpar. Búrkína Fasó er eitt af fátækustu löndum heims, atvinnuleysi er mikið,  langflestir íbúanna eigi ekki í sig og á.

Í þessari ferð sem farin var árið 2015 má segja að teningnum hafi verið kastað en Haraldur heillaðist einnig af Afríku í þessari ferð. Hann hefur í allt farið sex ferðir til Búrkína Fasó og Jóhanna farið fjórar ferðir. Haraldur kom heim úr síðustu ferð sinni í lok október síðastliðinn og þá eru þau hjónin bæði á leið út í febrúar næstkomandi.

 

Lesa meira

Dalakofinn í 10 ár

Haraldur Bóasson og eiginkona hans, Þóra Fríður Björnsdóttir hafa haldið úti veitingarekstri á Laugum í Reykjadal í 10 ár. Þau reka Dalakofann, vinalegan veitingastað og kjörbúð sem mætti segja að sé ákveðin kjölfesta í samfélaginu á Laugum.
Lesa meira

Saga Akureyrar í öðruvísi ljósi

„Ég skal fallast á að sumt í bókinni er umdeilanlegt eins og til dæmis umfjöllun um fyrstu múturnar. Þá er ekki alveg víst að allir samþykki að hitaveitan okkar hafi orðið til fyrir vanþekkingu eða hversu smekklegt það er að rifja upp formannskjör þar sem frambjóðandinn var látinn fyrir nokkru. En þá er bara að reka í mig hornin,“ segir sagnfræðingurinn Jón Hjaltason.
Lesa meira

Ár kattarins

Kattafárið mikla á Akureyri hefði getað verið prýðilegur titill á nýja Tinna-bók en er þess í stað raunsönn lýsing á umræðunni undanfarið. Það þarf varla að tíunda það nánar en hér er að sjálfsögðu átt við viðbrögð við því að bæjarstjórn Akureyrar samþykkti fyrir skemmstu að banna lausagöngu katta frá og með árinu 2025; og fara þannig að fordæmi nágrannasveitarfélagsins Norðurþings en þar hefur slíkt bann verið við lýði um árabil.
Lesa meira

Norðurstrandarleið hlýtur nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar

Lesa meira

Góðar viðtökur og fyrstu húsin risin

Hagabyggð í Hörgársveit: Alls verða 30 lóðir á svæðinu
Lesa meira

Heiðursborgari Húsavíkur

Sveitarstjórn skal vera einhuga við val á heiðursborgara
Lesa meira

Námið muni nýtast sem hagnýtur grunnur inn í framtíðina

Framhaldsskólinn á Húsavík býður upp á nám í rafíþróttum
Lesa meira

Minningarsýning opnuð á afmæli Fiske

Í gær, 11. nóvember, er haldið upp á fæðingardag velgjörðarmanns Grímseyinga, Bandaríkjamannsins Daniels Willards Fiske, en sá dagur er ávallt haldinn hátíðlegur í Grímsey.
Lesa meira

Náðu að aðlaga sig aðstæðum í faraldrinum

Óvenjulegar aðstæður hafa skapast vegna Kórónuveirunnar, og mikil óvissa er um efnahagsleg áhrif faraldursins og hve lengi hann mun vara segir í ársreikningi Menningarfélags Akureyrar. Félaginu tókst engu að síður að halda sjó þrátt fyrir boðaföll.
Lesa meira

GG hvalaferðir sýknað af aðalkröfu Hafnarsjóðs Norðurþings

Fyrirtækinu gert að greiða 5,4 milljónir vegna varakröfu
Lesa meira

„Við erum að verða einn stór vinahópur við erum það mikið saman“

Píramus & Þispa setur upp söngleikinn Mamma mía! Saga Donnu Sheridan
Lesa meira

Akureyrarbær með skilaboð í Glasgow

Allri sölu á nýjum bílum og farartækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verði hætt um víða veröld fyrir árið 2040 og ekki síðar en 2035 á leiðandi mörkuðum
Lesa meira

Fjárstuðningi við bifreiðaskoðun austan Húsavíkur hafnað

Íbúar þurfa að aka allt að 260 km. til að láta skoða ökutæki sín
Lesa meira

Þrír sjúklingar með Kóvid liggja inni á SAk, einn í öndunarvél

Lesa meira

Norðurþing og Vís gera samning um tryggingar sveitarfélagsins

Samningurinn var gerður eftir útboð hjá Concello ehf. löggildri vátryggingamiðlun
Lesa meira

Tillaga um uppbyggingu við Tónatröð samþykkt

Skipulagsráð Akureyrarbæjar tók í dag fyrir tillögu að uppbyggingu við Tónatröð og samþykkti að hefja vinnu við breytingu á skipulagi svæðisins
Lesa meira

Leitað að manni með sixpensara

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir vitni
Lesa meira