Fréttir

Barr kaffihús í Hofi hefur skellt í lás

Lesa meira

Vísindafólk í HA fær 31 milljón í rannsóknarstyrki

Stjórn Rannsóknarsjóðs (Rannís) tilkynnti um úthlutun styrkja til nýrra rannsóknarverkefna fyrir árið 2022 fyrir helgi

Lesa meira

Alls bárust 113 ábendingar vegna Tónatraðar

Skipulagslýsing vegna breytinga á skipulagi svæðis við Spítalaveg og Tónatröð hefur verið í kynningu frá 15. desember. Í síðustu viku, 12. janúar, rann út frestur til að senda inn ábendingar um skipulagslýsinguna

Lesa meira

Kjósa um sameiningu í mars

Í desember 2021 samþykktu sveitarstjórnir Langanes-byggðar og Svalbarðshrepps að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna.

Lesa meira

Kristján Þór hættir eftir kosningar

„Nú mun nýr kafli taka við, þar sem ég hef ákveðið að sækj­ast hvorki eft­ir því að gegna starfi sveit­ar­stjóra að aflokn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um í vor, né bjóða mig fram til setu í sveit­ar­stjórn,“

Lesa meira

Engar sektir lagðar á strax

Unnið er að uppsetningu nýrra skilta og merkinga í miðbæ Akureyrar í tengslum við gjaldskyldu á bílastæðum. Skilti með upplýsingum um bílastæðaklukkur hafa hins vegar verið fjarlægð og er slíkt fyrirkomulag þar með ekki lengur í gildi

Lesa meira

Þéttbýlið við Lónsbakka í Hörgársveit: Skoða möguleika á stækkun

„Við skoðum alla möguleika sem fyrir hendi eru með stækkun á Lónsbakkahverfinu,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri í Hörgársveit

Lesa meira

Kallar eftir betri yfirsýn yfir ráðningar hjá Norðurþingi

Stjórn E-listans í Norðurþingi fundaði í gær og sendi í kjölfarið frá sér bókun þar sem áhyggjum er lýst yfir verkstjórn sveitarstjóra og störfum meirihlutans. Þetta er í annað sinn sem Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri fær slíka vantraustsyfirlýsingu. Kristján Þór er einnig er oddviti Sjálfstæðisflokks en fyrir helgi var það V-listinn,  samstarfsflokkur í meirihluta sem lét bóka að verkstjórn sveitarstjórans væri ábótavant.

Lesa meira

Steinþór Freyr framlengir við KA

Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins

Lesa meira

Bjartsýnn á að ferðaþjónusta sæki í sig veðrið í ár

„Það lítur allt þokkalega út og við erum bjartsýn og spennt fyrir nýju ári að því gefnu auðvitað að ekki komi upp enn frekari óvæntar hindranir vegna kórónuveiru,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds - Bílaleigu Akureyrar . Bókanir fyrir árið séu góðar og margt sem vinni með Íslandi á þessum tímum. Góður viðsnúningur varð á rekstri bílaleigunnar þegar leið á árið 2021, eftir afleitt ár þar á undan.

Steingrímur segir margt vinna með Íslandi þegar kemur að ferðaþjónustu. Flug til landsins  sé fremur stutt, landið almennt öruggt og   ferðmenn sæki í að upplifa náttúru og  víðerni í stað þess að heimsækja yfirfullar stórborgir. „Það er hægt að merkja við okkur í nánast öll box hvað markaðsrannsóknir varðar, og við erum hóflega bjartsýn á að ferðaþjónusta sæki jafnt og þétt í sig veðrið eftir því sem líður á árið,“ segir hann.

Ánægjulegur viðsnúningur þegar leið á haustið

Liðið ár var sérstakt að sögn Steingríms, en síðsumars fóru hjólin að snúast og voru síðustu mánuðirnir verulega góðir, mun betri en árin tvö þar á undan. „Það kom okkur nokkuð á óvart hvað þessi síðustu mánuðir voru góðir og sérstaklega að meira var að gera en í lok árs 2019, fyrir kórónuveiru. Það var ánægjulegur viðsnúningur sem gerði að verkum að síðastliðið ár kom vel út í heildina,“ segir hann. Félagið var rekið með tapi 2020 og  fyrri hluta 2021. Það vannst til baka og gott betur, þannig að niðurstaðan var að árið í heild kom vel út. „Vissulega var árið oft og tíðum erfitt fyrir okkar frábæra starfsfólk enda þurfti að mörgu að hyggja  en með mikilli vinnu og samheldnikomumst við í gegnum það.“

Lesa meira

Síauknir refsiskattar á íbúa vegna orkuskipta

Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast. Að leita yrði nýrra leiða og að búa yrði til nýtt tekjulíkan, vegna þeirra tekna sem tapast þegar sífellt færri aka á farartækjum sem ganga fyrir bensíni eða olíu. Eitt stærsta verkefni nýs kjörtímabils í skatta- og gjaldamálum sé að koma á laggirnar framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta. Ein leiðin væri t.d. að skattleggja út frá aflestri á kílómetrastöðu.

Lesa meira

„Það eru allir flokkar í vandræðum með að stilla á lista“

Þá er ár sveitarstjórnarkosninga gengið í garð en þann 14. maí nk. gefst fólki kostur á að kjósa sér fulltrúa til að fara með stjórnartaumana í sínum sveitarfélögum næstu fjögur árin.

Vikublaðið spáir í spilin fram að kosningum og hitar upp fyrir þessa lýðræðishátíð sveitarfélaganna fram að kosningum.

Oddur Helgi Halldórsson, fyrrum bæjarfulltrúi og stofnandi L-listans á Akureyri ræddi við Vikublaðið á dögunum en honum þykir áhugi á sveitarstjórnapólitík hafa dvínað mikið með árunum.

Það eru um  24 ár síðan L- listinn var stofnaður og hefur flokkurinn allar götur síðan átt fulltrúa í bæjarstjórn. Árið 2010 var sögulegt en þá fékk L-listinn hreinan meirihluta eða sex fulltrúa í bæjarstjórn á Akureyri.

 Ekki í framboð

Odd­ur Helgi var á kafi í bæjarpólitíkinni í 20 ár áður en hann hætti árið 2014, fyrstu þrjú sem varamaður fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn og eitt sem aðalmaður. Eftir stofnun L-listans 1998 var hann bæj­ar­full­trúi í hans nafni þar til hann hætti 16 árum síðar.

Þrátt fyrir að vera ekki lengur kjörinn fulltrúi í bæjarpólitíkinni hefur Oddur Helgi síður en svo hætt að hafa skoðanir á henni en aðspurður segir hann að hann hugi ekki að framboðið í maí. „Ég var nú í þessu í 20 ár, þannig að ég á ekki von á því,“ segir hann glettinn.

Áhugaleysi í bæjarmálunum

Þegar talið berst að bæjarpólitíkinni eins og hún horfir við honum í dag segir Oddur Helgi að almennt áhugaleysi sé einkennandi fyrir stöðuna í dag. „Það hefur enginn áhuga á bæjarmálunum lengur. Þegar ég var í þessu var það áhuginn sem dreif mann áfram. Núna virðist enginn áhugi vera og þeir sem eru á annað borð í þessu virðast vera að þessu frekar af því að þeir eru neyddir í þetta frekar en hitt. Menn virðast bara ekki vera tilbúnir að gefa vinnuna sína eins og við gerðum. Það vill enginn taka þetta að sér lengur,“ segir hann íbygginn.

Lesa meira

Safna hugmyndum um nafn á nýtt sveitarfélag

Á fundi Undirbúningsstjórnar um sameiningu sveitarfélaganna Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps, þann 12. janúar sl., var ákveðið að hefja ferli við val á heiti sameinaðs sveitarfélags. Ákveðið var að fram fari rafræn hugmyndasöfnun þar sem öllum gefst kostur á að senda inn tillögur að heiti nýs sveitarfélags. Jafnframt verði hugmyndum safnað meðal nemenda í grunnskólum sveitarfélaganna. Í framhaldinu fari fram rafræn skoðanakönnun sem verði leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn sem tekur endanlega ákvörðun samkvæmt lögum.

Lesa meira

Lítur á sig sem Akureyring og skoðar málnotkun unglinga á samfélagsmiðlum

Finnur Friðriksson er vísindamaður mánaðarins

Lesa meira

Konur í fyrsta sinn með hærri dagvinnulaun en karlar

Heildarlaun Einingarfélaga 545 þúsund krónur að meðaltali i fyrra

Lesa meira

Vinstri grænir telja verkstjórn sveitarstjóra í Norðurþingi ábótavant

Á fundi félaga V-lista VG og óháðra í Norðurþingi sem fram fór í gær, var lögð fram bókun þar sem áhyggjum er lýst af gangi mála í sveitarstjórn Norðurþings. Í bókuninni er sett út á forgangsröðun tíma og verkefna við verkstjórn sveitarstjóra

Lesa meira

Hlakkar til samstarfsins á Akureyri

Christina Goethel ólst upp á Solomons-eyju í Maryland í Bandaríkjunum. Hún varði doktorsritgerð sína í vistfræði sjávarbotndýra í fyrra við University of Maryland Center for Environmental Science in Marine and Estuarine Environmental Science og hefur undanfarin 8 ár unnið við rannsóknir tengdar áhrifum umhverfisþátta (s.s. ísþekju, sjávarhita og sýrustigs sjávar) á stofnstærð og -dreifingu samlokuskelja í norðanverðu Kyrrahafi, þ.e. undan ströndum Alaska.

Lesa meira

Heildarmagn sorps á íbúa aukist um 100 tonn á þremur árum

Ef heildarmagn sorps pr. íbúa er skoðað kemur í ljós að á árinu 2020 er það minnst hjá íbúum Skútustaðahrepps, 114, 4 kg. en mest hjá íbúum Norðurþins, 181 kg

Lesa meira

Ríflega 1200 börn á aldrinum 5 til 11 ára bólusett á Akureyri

Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára fóru fram á Slökkvistöðinni á Akureyri í gær og fyrradag .

Lesa meira

„Við reynum alltaf að vera lausnamiðuð“

- Segir Kolbrún Ada Gunnarsdóttir skólastjóri um daglegar áskoranir vegna Covid

Lesa meira

Unnið að því að ákveða framtíðarnot fasteignanna

Húseignir Eikar fasteignafélags við Lónsbakka

Lesa meira

Þuríður Helga segir starfi sínu lausu

Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri Menningarfélags Akureyrar, hefur sagt starfi sínu lausu. Þuríður, sem hefur starfað sem framkvæmdarstjóri félagsins í sex ár, segir þann tíma hafa verið ævintýralegan. 

Lesa meira

Safna fyrir litlu stúlkuna sem slasaðist í hoppukastalaslysinu

Syst­urn­ar Ásthild­ur og Auðbjörg Björns­dæt­ur stofnuðu ný­lega áheita- og styrkt­arsíðuna „Áfram Klara“ á Face­book en þar kemur fram að  hóp­ur ætt­ingja, vina og kunn­ingja styðja við fjöl­skyldu Klöru, stelpu sem slasaðist al­var­lega í hoppu­kastala­slysi á Ak­ur­eyri síðasta sum­ar. Klara sem nú er sjö ára er í stífri endurhæfingu vegna slyssins.

Lesa meira

Eigendur PCC á Bakka vilja kaupa verksmiðjuna í Helguvík

Lesa meira

Ljúft er að láta sig dreyma

Ragnar Sverrisson, kaupmaður skrifar

Lesa meira

Gerir ráð fyrir röskun á skólastarfi á vorönn

Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA segir að í ljósi mikillar fjölgunar smita að undanförnu séu á margan hátt óvissutímar í byrjun vorannar 2022 og megi gera ráð fyrir röskun á skólastarfi á vorönn.

Lesa meira

Sandra María snýr aftur heim

Þór/KA hefur samið við Söndru Maríu Jessen  um að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Sandra María kemur  Bayer 04 Leverkusen þar sem hún hefur verið frá janúar 2019.

Lesa meira