
Baráttufundur og undirskriftasöfnun fyrri kattaframboðið á morgun
Umræða og kynning á helstu stefnumálum Kattaframboðsins og undirskriftasöfnun með framboðslista Kattaframboðsins fer fram í Ketilkaffi á Listasafninu á Akureyri klukkan
Umræða og kynning á helstu stefnumálum Kattaframboðsins og undirskriftasöfnun með framboðslista Kattaframboðsins fer fram í Ketilkaffi á Listasafninu á Akureyri klukkan
Stefnt að framkvæmdum á næstu mánuðum
Alls 34 náttúruverndar- og veiðifélög hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á sveitarstjórn og byggðaráð Norðurþings að falla frá öllum sjókvíaeldisáformum við Raufarhöfn og beita sér ekki fyrir því að friðunarsvæðum verði breytt.
Samtök iðnaðarins, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsnet boða til opins fundar í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 7. apríl kl. 16–18. Yfirskrift fundarins er Innviðir á Norðurlandi - Áskoranir í íbúðauppbyggingu og orkuöflun. Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum. Fundurinn er opinn öllum. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.
Niceair kynnti i gær vetraráætlun félagsins og nýjan áfangastað sem er Manchester á Englandi en þangað verður flogið tvisvar i viku. Áfram verður flogið til Kaupmannahafnar og London, einnig til Tenerife út október. Eins verða ferðir til Tenerife i boði um jól og áramót. Fljótlega verður opnað fyrir bókanir í ferðir vetraráætlunar.
Flogið er með Airbus A319 nýrri þotu sem tekur 150 farþega.
Einnig auglýsti Niceair eftir áhugasömu flugfólki sem vildi taka sig á loft með félaginu og er ljóst m.v viðbrögð að verulegur áhugi er fyrir þeim störfum sem i boði eru.
KA var i gær sunnudag bikarmeistari kvenna i blaki þegar lið félagsins lagði lið Aftureldingar 3-2 í æsispennandi úrslitaleik sem fram fór í Íþróttahúsinu í Digranesi Kópavogi.
Valdís Kapitóla Þorvarðardóttir KA var valin besti leikmaður úrslitaleiksins.
Úrslit í einstökum hrinum voru sem hér segir.: KA Afturelding 19-25, 25-21, 23-25, 25-21, 15-11.
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í lok síðasta árs bann við lausagöngu katta í bænum en bannið tekur að óbreyttu gildi 1. janúar 2025.
Bannið er afar umdeilt og hefur sætt mikilli gagnrýni og stefnir í það að kattafárið mikla verði eitt af helstu kosningamálunum í sveitarstjórnarkosningunum í vor.
Í nágrannasveitarfélaginu Norðurþingi hefur slíkt bann verið við lýði árum saman og þrátt fyrir að um það séu deildar meiningar, hafa húsvískir kettir þurft að sætta sig við úrgöngubann í allan þennan tíma. Þó vissulega beri eitthvað á því að köttum gangi misjafnlega að hlýða mannanna lögum.
Blaðamaður Vikublaðsins heimsótti inniköttinn Vin um helgina, sem mögulega er elsti köttur Húsavíkur. Vinur er 17 ára eða 84 ára gamall í kattaárum svokölluðum. Vinur hefur reyndar ekki alltaf verið inniköttur. Guðný María Waage, eigandi kattarins, flutti ásamt fjölskyldu sinni fyrir nokkrum árum frá Hafnarfirði þar sem Vinur fékk að ráfa um að vild, til Húsavíkur.
„Já hann var dæmigerður útiköttur þegar við bjuggum í Hafnarfirði,“ segir Guðný og bætir því við að það hafi gengið vel að venja Vin við nýjan og breyttan veruleika. Raunar útilokar hún ekki að Vinur geti þakkað þessum nýju aðstæðum háan aldur sinn. Enda hefur Guðný ekkert út á lausagöngubannið að setja. Hún segir það alfarið á ábyrgð gæludýraeigenda að sjá til þess að dýrunum líði vel og séu ekki öðrum til ama.
Þegar blaðamaður bankaði upp á, opnaði Guðný ásamt öðrum fjölskyldumeðlimi. Þýska fjárhundinum, Hendrix.
Blaðamaður Vikublaðsins á Húsavík hitti fyrir tilviljun Grím Kárason slökkviliðsstjóra í Norðurþingi laugardegi fyrir rúmri viku. Hann var í einkennisklæðnaði og með honum í för var góður hópur slökkviliðsmanna víðs vegar að á landinu.
Þetta vakti vitanlega athygli blaðamannsins sem veitti þessum föngulega hópi eftirför. Ferðinni var heitið suður í Haukamýri að æfingasvæði slökkviliðsins en um helgina fór þar fram þjálfunarstjóranámskeið slökkviliðsmanna.
Í júlí árið 2019 var æfingasvæðið orðið frágengið og voru þá fluttir gámar og olíutankar á svæðið. Þá voru steypt plön á svæðinu sem notuð eru til æfinga vegna klippuvinnu og viðbragða við mengunarslysum.
Nokkur fyrirtæki gáfu búnað til verkefnisins, bæði gáma, olíutanka og hitunarbúnað. Settir hafa verið upp á svæðinu átta gámaeiningar og tveir olíutankar.
Svæðið er eitt best útbúna æfingasvæði á landinu og hentar aðstaðan öllum viðbragðsaðilum til æfinga. Enda var Þorlákur Snær Helgason, sérfræðingur hjá brunavarnasviði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar afar ánægður með aðstöðuna og sagði hana henta afar vel til æfinga af þessu tagi.
„Við erum hérna með námskeið á vegum Brunamálaskólans, sem heitir þjálfunarstjóranámskeið. Hér erum við að undirbúa slökkviliðsmenn til að taka að sér þjálfun í sínum slökkviliðum,“ sagði Þorlákur.
SSByggir sækir um lóð miðsvæðis á Akureyri
Bak sláturtíðar á því herrans ári 1950, og ykkar einlægur orðinn fullra sjö ára, ákváðu foreldrar mínir eftir talsverðar umræður sín á milli að fjármagna fyrstu bíóferð mína. Þegar ekki var úr miklu að moða var það stór ákvörðun á okkar heimili að kasta fjármunum í slíkan óþarfa.
Ríflega pantað inn til að sýna full kæliborð
-Segir Örlygur Hnefill Örlygsson kynningarfulltrúi Söngkeppni framhaldsskólanna
Baldur á í safni sínu tvo Íslandsmeistaratitla og fimm bikartitla auk þess sem hann vann 2.deild með Völsungi árið 2003
Ákveðið hefur verið að lengja umsóknarfrest um eina viku
Mesta sjónarspilið rétt sunnan við Oddeyrarbryggjuna, sem hann kaus reyndar að kalla Kænugarð
Húsasmiðjan mun styrkja handknattleiksdeild KA til næstu þriggja ára.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri samþykkti á fundi sínum í Kaupangi í kvöld tillögu kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri við sveitarstjórnarkosningar í vor.
Nokkrar vinkonur úr 3. bekk Borgarhólsskóla komu færandi hendi í Naust seinni partinn í dag og færðu Rauða krossinum á Húsavík peningagjöf sem þær höfðu safnað. Þær óskuðu þess að peningarnir renni til barna frá Úkraínu.
Höfundarnir munu vinna áfram að útsetningu sinna verka í vinnusmiðjum undir leiðsögn reyndra tónlistarmanna
Nýlega fjallaði RÚV um gott gengi kvikmyndaiðnaðarins hér á landi en áætlað er að hann hafi skilað samfélaginu 9 milljörðum króna á síðasta ári. Þá er gert er ráð fyrir áframhaldandi velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar á næstkomandi árum. Þetta er fagnaðarefni en kemur þó lítið á óvart, enda býr Ísland yfir stórum hópi af fagfólki í greininni sem vinnur frábært starf á hverjum degi hvort sem um er að ræða leikstjóra, leikara, tónskáld, tæknimenn eða aðra. Velgengni Íslendinga er aðdáunarverð og hróður íslenskar kvikmyndagerðar hefur farið vaxandi á erlendri grundu síðustu ár.
Völlurinn er hannaður með það að leiðarljósi að hann henti sem flestum bæði nýgræðingum sem og þeim sem lengra eru komnir
Umferðarslysum hefur fækkað mikið á veginum um Svalbarðsströnd og yfir Víkurskarð eftir að Vaðlaheiðargöng voru tekin í notkun. Samgöngustofa hefur uppfært slysakort þar sem hægt er að sjá upplýsingar um umferðarslys á Íslandi frá 1. janúar 2007 til ársloka 2021.