Fréttir

Útilegumenn á meðal okkar

Svavar Alfreð Jónsson skrifar um uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Skugga-Sveini

 

Lesa meira

Nýja lyftan loks ræst á morgun

Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verður gangsett um helgina. Hún verður ræst kl. 13 á morgun, laugardaginn 19. febrúar, og gengur til kl. 16. Lyftan verður síðan í gangi á opnunartíma skíðasvæðisins næstu daga en ráðgert er að formleg vígsluathöfn verði haldin síðar.

Lesa meira

„Við eigum hér á Akureyri einn yfirlögguþjón/hann gengur greitt um göturnar og greyið heitir Jón”

Fyrsta söngæfingin fyrir öskudag árið 1954 var boðuð í bílskúrnum bak við Ránargötu 2 þar sem foringjar okkar á norðureyrinni – Habbi og Öddi – réðu ríkjum. Skúrinn fylltist af strákum úr götunni og nágrenni enda engar fjöldatakmarkanir. 

Lesa meira

Völsungur gerir nýjan samstarfssamning við Landsbankann

Völsungur og Landsbankinn á Húsavík hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára um stuðning bankans við allar deildir félagsins næstu árin. Landsbankinn hefur verið einn af aðalstyrktaraðilum Völsungs  mörg undanfarin ár. Það voru Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri  Völsungs og Anna Sigríður Sigurgeirsdóttir þjónustustjóri á Húsavík sem undirrituðu samninginn í dag.

Lesa meira

Lega Blöndulínu fyrirhuguð um fjögur sveitarfélög auk Akureyrar

Landsnet hefur sett í loftið nýja vefsjá þar sem er hægt að skoða aðalvalkost vegna Blöndulínu 3 ásamt myndum sem gefa hugmynd um ásýnd línunnar frá ýmsum nærliggjandi stöðum.

Lesa meira

Leita að gömlum freon ísskáp sem þolir mikið frost

Frískápur settur upp við Amtsbókasafnið á Akureyri

Lesa meira

Betri Bakkafjörður styrkir tíu samfélagseflandi verkefni

Í gær, miðvikudag fór fram úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2022. Þá fór einnig fram undirritun samfélagssáttmála milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og Byggðastofnunar vegna byggðar við Bakkaflóa.

Lesa meira

Anna María keppir um brons á EM

Anna María sem æfir með íþróttafélaginu Akri á Akureyri, sigraði í dag í 8 manna úrslitum gegn Pil Munk Carlsen frá Danmörku 143-142 í mjög spennandi leik. Anna hélt því áfram í undanúrslit trissuboga kvenna U21.

Lesa meira

Tvöföld opnun á Listasafninu á laugardag

Laugardaginn 19. febrúar kl. 12-17 verða sýningarnar Sköpun bernskunnar 2022 og Form í flæði I opnaðar í Listasafninu á Akureyri.

Lesa meira

Hjálmar Bogi sækist eftir 1. sæti á lista Framsóknar

Hjálmar Bogi Hafliðason sækist eftir því að leiða lista Framsóknar & félagshyggju í Norðurþingi í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí nk. Hjálmar Bogi hefur starfað á vettvangi Norðurþings frá árinu 2006, setið í sveitarstjórn kjörtímabilin 2010-2014 og 2018 til dagsins í dag.

Lesa meira

Flugfélagið Niceair stofnað um millilandaflug frá Akureyrarflugvelli

Fyrsta millilandaflug Niceair er áætlað 2. júní næstkomandi.  Í upphafi verður flogið til Bretlands, Danmörku og Spánar en sala hefst á næstu vikum.

Lesa meira

Fólk enn að átta sig á að allir geta leigt bílinn

Deilibíl á Akureyri vel tekið

Lesa meira

Vilja koma sér upp björgunarmiðstöð á Þórshöfn

Langanesbyggð, Slökkvilið Langanesbyggðar, Neyðarlínan, Björgunarsveitin Hafliði á Þórshöfn og Heilbrigðisstofnun Norðurlands; undirrituðu á dögunum viljayfirlýsingu um að koma á laggirnar björgunarmiðstöð á Þórshöfn.

Lesa meira

Óeðlilegt að Kirkjan haldi á jarðhitaauðlind án þess að tengjast nýtingunni

Segir Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku en Kirkjan ætlar að eiga réttindin áfram en selja húsakost

Lesa meira

Tímamótasamningur um starfsþjálfun í Fjölsmiðjunni

Í dag var undirritaður samningur milli Akureyrarbæjar, Einingar-Iðju og Fjölsmiðjunnar á Akureyri vegna starfsþjálfunar. Samningurinn felur í sér að ungt fólk sem starfar í Fjölsmiðjunni fær stöðu launþega sem hefur í för með sér stóraukin réttindi. 

Lesa meira

Jarðskjálfti við Skjálfanda: 2,9 að stærð

Lesa meira

Framsókn stillir upp í Norðurþingi

Félagsfundur Framsóknarfélags Þingeyinga samþykkti á fundi sínum að nota uppstillingu við skipan á B-lista Framsóknar & félagshyggju í Norðurþingi fyrir komandi kosningar.

Lesa meira

Sköpun bernskunnar á Listasafninu

Þetta er níunda sýningin undir þessari yfirskrift, en hún er sett upp sem hluti af safnfræðslu og með það markmið að gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn.

Lesa meira

Leiðin ofan í fjöru opnuð með rás í gegnum garðinn

Lagfæring á sjóvarnargarði við Svalbarðseyri

  • Útbúa hjólabrautir og aðlaðandi svæði á Svalbarðseyri
Lesa meira

Hefur jákvæð áhrif á andann í hverfinu

„Það er mikil og almenn ánægja með reiðgerðið og má segja að andinn í hverfinu hafi lyfst í hæstu hæðir,“ segir Svanur Stefánsson sem sæti á í stjórn Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Félagið kostaði framkvæmd við yfirbyggt reiðgerði í hesthúsahverfinu Breiðholti, það er ríflega 200 fermetrar að stærð, kostaði um 7 milljónir króna og stendur öllum félagsmönnum til boðað að nýta það endurgjaldslaust.

Svanur segir að reiðgerðið hafi aldeilis slegið í gegn meðal þeirra sem halda hross í Breiðholtshverfinu, en engin aðstaða var þar til staðar áður. „Fólk var með hross sín í eigin girðingum á klaka og svelli og það er alls ekki boðleg aðstaða til að þjálfa hross. Þetta reiðgerði hefur gert heilmikið fyrir hverfið og óhætt að fullyrða að það er vel nýtt. Nánast alltaf einhver að nota það frá morgni fram eftir kvöldi og aldursbilið er breitt, hér eru krakkar niður í 9 ára og fólk komið yfir sjötugt.“

Breiðholt er annað af tveimur hestahúsahverfum á Akureyri og það eldra. Þar eru um 100 hesthús og mikill fjöldi hesta. Það er fullbyggt og þegar svo var komið var annað hverfi byggt upp í Lögmannshlíð. Þar eru nú öll ný hesthús byggð og þar er reiðhöllin staðsett og mikið nýtt. Svanur segir að Breiðhyltingar noti reiðhöllina vel, en það kosti smá bras að fara yfir, með hross í kerru eða ríðandi ef þau eru tamin. „Þetta reiðgerði gerir mikið fyrir þá sem eru með hross í tamningu og þjálfun,“ segir hann, en reiðgerðið var tekið í notkun milli jóla og nýjárs.

Lesa meira

Boða hækkun út á markaðinn í takt við hækkandi matvælaverð

Kjarnafæði-Norðlenska hækkar verð fyrir sauðfjárafurðir í haust um 10% að lágmarki

Lesa meira

Fyrsta flug vetrarins frá Amsterdam til Akureyrar

Fyrsta flugvél vetrarins á vegum Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli í morgun og er það sannarlega góð innspýting í norðlenska ferðaþjónustu. 

Lesa meira

112 dagurinn: Vinna gegn hverskonar ofbeldi

Áhersla 112 dagsins sem haldinn er um land allt föstudaginn 11. febrúar er að þessu sinni lögð á að vinna gegn hverskonar ofbeldi, en ofbeldishegðun hefur farið vaxandi þau tvö ár sem Covidfaraldurinn hefur geysað.

Lesa meira

Fötluð börn eru almennt sátt við stöðu sína í lífinu þótt erfiðleikar séu til staðar

Linda Björk Ólafsdóttir er vísindamaður mánaðarins. Hún er lektor við Iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri. 

Lesa meira

Akureyrarbær bregst við ábendingum um eldvarnir á Hlíð

Akureyrarbæ hefur borist erindi frá Slökkviliði Akureyrar dags. 4.2.2022 þar sem fram kemur að eldvörnum í húseigninni að Austurbyggð 17 sé verulega ábótavant. Sveitarfélagið mun leggja fram verkáætlun um úrbætur og bregðast við af ábyrgð og festu. Ráðast þarf í úrbætur hið fyrsta og fá skriflega staðfestingu heilbrigðisráðuneytisins um kostnaðarþátttöku ríkisins. Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Heimsfaraldur tefur opnun Skógarbaða en þau verða opnuð á næstu vikum

Margir bíða spenntir eftir að Skógarböðin opni, það gerist á næstu vikum, en heimsfaraldur Kórónuveiru veldur því að erfiðara en áður er að útvega margs konar aðföng, og flutnings- og framleiðslutími er lengri.

Lesa meira

Andaþing kemur til greina sem nafn á nýtt sveitarfélag

Rafrænni hugmyndasöfnun fyrir heiti á nýtt sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur staðið yfir að undanförnu en henni lauk 3. Febrúar sl. Alls voru tillögurnar sem bárust 281 talsins.

Lesa meira