Niceair að fljúga til Manchester næsta vetur

Niceair kynnti i gær vetraráætlun félagsins og  nýjan áfangastað sem er Manchester á Englandi en þangað verður flogið tvisvar i viku.    Áfram verður flogið til Kaupmannahafnar  og London, einnig  til Tenerife út október.    Eins verða  ferðir  til Tenerife i boði um jól og áramót.   Fljótlega verður opnað fyrir bókanir í ferðir  vetraráætlunar. 

Flogið er með Airbus A319 nýrri þotu sem tekur 150 farþega.

Einnig auglýsti Niceair eftir áhugasömu flugfólki sem vildi taka sig á loft  með félaginu og er ljóst m.v viðbrögð að verulegur áhugi er  fyrir  þeim störfum sem i boði eru.


Athugasemdir

Nýjast