Fréttir

Krefjast þess að ríkið kaupi eignarhluta Akureyrarbæjar

Akureyrarbær krefst þess að ríkið bregðist við án tafa og kaupi eignarhluta bæjarins í fasteignum hjúkrunar- og dvalarheimila í bænum.

Lesa meira

Þörfin óvenju mikil í fyrra en meiri í ár

Matargjafir á Akureyri og nágrenni hefur aðstoðað fólk í neyð í 7 ár

Lesa meira

Nýjar staðsetningar til skoðunar fyrir stórþaravinnslu

Fulltrúar á vegum Íslandsþara ehf. komu á fund byggðarráðs Norðurþings á dögunum. Fyrirtækið hyggst reisa 4-5 þúsund fermetra hús fyrir vinnslu á stórþara úr Skjálfandaflóa. Fulltrúar Íslandsþara kynntu stöðu verkefnisins fyrir ráðinu.

Lesa meira

Þorsteinn Jakob er ungskáld Akureyrar 2021

Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2021 voru kynnt í Amtsbókasafninu á Akureyri síðdegis. Fyrstu verðlaun hlaut Þorsteinn Jakob Klemenzson fyrir „Vá hvað ég hata þriðjudaga!“ Í öðru sæti var Halldór Birgir Eydal með „Ég vil ekki kaupa ný jakkaföt“ og Þorbjörg Þóroddsdóttir hreppti þriðja sætið fyrir verk sitt „Mandarínur“. Alls bárust 52 verk frá 29 þátttakendum í keppnina að þessu sinni.

Lesa meira

Þjóðbraut ofan Akureyrar

Fyrir skömmu kynnti ný ríkisstjórn málefnasamning þar sem loftlags- og umhverfismál eru sett á oddinn.  Frá nýrri ríkisstjórn í Þýskalandi heyrist einnig að þar munu öll lagafrumvörp fara í gegnum “loftlagssíu" til að tryggja að ekkert verði samþykkt sem stríðir á móti markmiðum um  vistvæna framtíð.  Hér á Akureyri fer þróunin í allt aðra átt. Engin loflagssía, ekkert vistvænt mat, ekkert samráð við bæjarbúa

Lesa meira

Skútustaðahreppur kaupir jörðina Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið hefur verið frá kaupsamningi um jörðina Kálfaströnd (Kálfaströnd 1 og Kálfaströnd 2) við eiganda hennar, Elínu Einarsdóttur. Skútustaðahreppur kaupir jörðina og fasteignir sem henni fylgja á 140 milljónir

Lesa meira

Stærsti vatnstankur Norðurorku þrifinn

Tíðni þrifa á vatnstönkum Norðurorku fer m.a. eftir stærð tanka en tankarnir á Rangárvöllum eru þrifnir annað hvert ár. Stóri tankurinn á Rangárvöllum þrifinn í gær.

Lesa meira

Carbon Iceland sækir formlega um lóð á Bakka fyrir lofthreinsiver

Sveitarstjórn Norðurþings tók fyrir erindi frá Carbon Iceland ehf. í vikunni varðandi úthlutun lóðar til félagsins til uppbyggingar á kolefnisföngun á iðnaðarsvæði við Bakka 

Lesa meira

Slökkviliðið minnir á eldvarnir á aðventunni

Aðventan er á mörgum heimilum tími kertaljósa og mikillar rafmagnsnotkunar og þá er sérstaklega mikilvægt að minna á eldvarnir

Lesa meira

Búfesti með 8 nýjar íbúðir í byggingu

Þéttingarreitir við Skarðshlíð á Akureyri

Lesa meira

Eina tilboðinu var hafnað

Einungis eitt tilboð barst í verkefni við fyrsta áfanga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit sem boðið var út nýverið.

Lesa meira

Mikið vatnstjón í Ráðhúsinu á Akureyri

Haft er eftir Magnúsi Smára Smára­syni, aðstoðar­varðstjóra hjá slökkviliðinu á Ak­ur­eyri, að starfs­menn ráðhúss­ins hafi orðið var­ir við lek­ann þegar þeir komu þangað upp úr klukk­an hálf­átta í morg­un

Lesa meira

Brúnahlíðarhverfið það fallegasta í Eyjafjarðarsveit

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar eru veitt annað hvert ár fyrir íbúðarhús og nærumhverfi og fyrirtæki í rekstri. Það var Brúnahlíðarhverfið og kúabúið Sandhólar sem hrepptu verðlaunin að þessu sinni.

Lesa meira

Hátíðleg stund þegar nýr íbúðakjarni var afhentur í dag

Nýr íbúðakjarni við Stóragarð á Húsavík fyrir einstaklinga með sértækar þjónustuþarfi var formlega afhentur í dag við hátíðlega athöfn.

Lesa meira

Fjarnám hjá Endurmenntun

Endurmenntun Háskóla Íslands er leiðandi á sviði fræðslu- og símenntunar á Íslandi og hefur undanfarið lagt aukinn þunga á mikilvægi fjarnáms í framboði sínu. Á komandi vormisseri verða á dagskrá hátt í 60 fjarnámskeið 

Lesa meira

Minnka matarsóun og rétta þeim sem minna mega sín hjálparhönd

Alls 36 aðilar í veitingarekstri taka þátt í samfélagsverkefni á Akureyri

Lesa meira

Neyðin víða mikil og stefnir í aukningu milli ára

Jólaaðstoð Velferðarsjóðs á Eyjafjarðarsvæðinu

Lesa meira

Skoða hvaða valkostir verða í forgangi

Íbúafundur um sameiningarmál haldinn í Valsárskóla

Lesa meira

Kyrrð í Mjólkurbúðinni

Í dag, laugardaginn 4. desember verður opnuð sýning Jónínu Mjallar Þormóðsdóttur, Kyrrð, í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Þar sýnir Jónína Mjöll ný verk sem unnin eru úr hvítum fjöðrum og sýna mýkt og hreinleika. Jónína leitar fanga í íslenskri náttúru og eru verk sýningarinnar innblásin af henni. Þegar rýnt er í verkin má þar greina hverfulleika, endurspeglun og smæð manneskjunnar, en jafnframt kærleika og viðkvæmni lífsins.

Lesa meira

Birkir Blær flaug áfram í úrslit

Birkir Blær Óðinsson komst í gærkvöld áfram í undanúrslitaþætti sænska Idol sem sýndur er á Tv4. Hann keppir því til úrslita í keppninni á föstudaginn.

Lesa meira

Rétt um 900 skrifuðu undir mótmæli við lokun Glerárlaugar

Bæjarfulltrúar binda vonir við að viðunandi lausn finnst.

Lesa meira

Rétt um 900 skrifuðu undir mótmæli við lokun Glerárlaugar

Bæjarfulltrúar binda vonir við að viðunandi lausn finnst.

Lesa meira

Jólakveðja frá Randers, vinabæ Akureyrar

Ljósin hafa verið tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi en tréð er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku.

Lesa meira

Jólasveinar láta sjá sig á Glerártorgi

Jólasveinarnir ætla að stelast aðeins til byggða og hafa boðað komu sína á svalirnar fyrir ofan innganginn hjá Verksmiðjunni á Glerártorgi á morgun laugardag kl 14:00

Lesa meira

Átta milljónum á ári verði varið í leikvelli

Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun framkvæmdasviðs var til umræðu á fundi Byggðarráðs Norðurþings á dögunum. Hjálmar Bogi Hafliðason lagði fram tillögu um að átta milljónum króna yrðir varið á ári til uppbyggingar leikvalla í sveitarfélaginu. Tillagan var samþykkt.

Lesa meira

Fólk er almennt íhaldssamt og heldur í fastar hefðir

-Segir Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri hjá Kjarnafæði- Norðlenska-

Lesa meira

HSN tilkynnir bólusetningarátak

HSN tilkynnti í dag um bólusetningarátak í slökkvistöðinni á Akureyri á næstu dögum.

Lesa meira