Tveir norðlenskir í landsliði kjötiðnaðarmanna

Tveir liðsmanna í landsliði kjötiðnaðarmanna eru starfsmenn hjá Kjarnafæði-Norðlenska. Mynd á vef Kj…
Tveir liðsmanna í landsliði kjötiðnaðarmanna eru starfsmenn hjá Kjarnafæði-Norðlenska. Mynd á vef Kjarnafæðis Norðlenska.

Tveir liðsmanna í landsliði kjötiðnaðarmanna eru starfsmenn hjá Kjarnafæði-Norðlenska.

Landsliðið er á leið á sitt fyrsta stórmót og verður það haldið í Sacramento í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Liðsmenn Kjarnafæðis-Norðlenska eru þeir Stefán Einar Jónsson og Róbert Ragnar Skarphéðinsson. Alls taka 13 þjóðir þátt í mótinu og er Ísland eina Norðulandaþjóðin sem tekur þátt. Keppnin heitir World Butcher Challenge og fer fram laugardaginn 3.september kl. 18:00 - 21:15 á íslenskum tíma. Beint streymi verður frá mótinu en það má finna hér:  https://bit.ly/WBC2022Livestream


Athugasemdir

Nýjast