Varðskipið Þór flytur efni til endurbyggingu á Grímseyjarkirkju

Tæp ellefu tonn voru flutt á milli skips og eyju  Mynd  Landhelgisgæslan
Tæp ellefu tonn voru flutt á milli skips og eyju Mynd Landhelgisgæslan

Skipsverjar á varðskipinu Þór fluttu í morgun tæplega 11 tonn af steyptum hellum sem voru á vörubrettum í land  í Grímsey en hellurnar  verða notaðar  við kirkjubygginuna sem  nú er i fullum gangi í eynni.  Svo vel vildi til að varðskipið var við eftirlit á hafsvæðinu við Grímsey og því  um að gera að nota tækifærið.

 Verkið fór fram í þoku en gekk þrátt fyrir það afar vel.  Léttabátur varðskipsins var notaður við verkið.  Brettunum var slakað niður i bátinn sem sigldi með þau til hafnar þar sem þeim var uppskipað og byggingarverktakar tóku við þeim.

 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem  varðskipið kemur til aðstoðar við endurbyggingu á kirkju Grímseyinga því fyrr i sumar flutti það efni til verksins.

 

 


Athugasemdir

Nýjast