Flokkur fólksins Akureyri Hótanir og jafnvel kynferðislegt áreiti

Guðmundur Ingi Krístinsson varaformaður Flokks fólksins  Mynd Vefur Alþingis
Guðmundur Ingi Krístinsson varaformaður Flokks fólksins Mynd Vefur Alþingis

Vandamál er komið upp hjá Flokki fólksins  á Akureyri ef marka má færslu Guðmundar  Inga Kristinsssonar varaformanns flokksins á Facebooksíðu Guðmundar nú í morgun.

„Talað er um að sífellt og stöðugt andlegt ofbeldi, hótanir og jafnvel kynferðislegt áreiti sé það sem kvenleiðtogar Flokks fólksins hafa mátt þola,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins í færslu á facebooksíðu sinni og vísar til flokksins á Akureyri. Hann vill bregðast við strax og ætlar að óska eftir stjórnarfundi þar sem þessar alvarlegu ásakanir verða ræddar.

 

Færsla Guðmundar Inga er svohljóðandi:

 

„Mér þykir afar dapurt að ég skuli finna mig knúinn til að setjast niður og senda frá mér slík skilaboð. En eins og mál eru að þróast hjá forystu flokksins okkar á Akureyri get ég ekki annað. Mér hafa ítrekað borist fregnir af því að kvenleiðtogar okkar og sjálfboðaliðar á Akureyri hafi mátt sæta ótrúlega niðrandi og fyrirlitlegri framkomu. síðustu mánuði frá ákveðnum trúnaðarmönnum flokksins. Talað er um að sífellt og stöðugt andlegt ofbeldi, hótanir og jafnvel kynferðislegt áreiti sé það sem kvenleiðtogar Flokks fólksins hafa mátt þola.

Sem varaformaður flokksins finn ég mig knúinn til að bregðast við og það strax.

Svo það sé alveg skýrt, þá mun ég óska stjórnafundar og leggja fyrir stjórn að taka fyrir og ræða alvarlega þessar ásakanir. Ég og við í Flokki fólksins munum aldrei sætta okkur við ofbeldi, einelti, hótanir né kynferðislegt áreiti af nokkru tagi innan okkar raða.

 

 


Athugasemdir

Nýjast