Frá bæjarráði Akureyrar-Rekstrarhalli Akureyrarbæjar á fyrri helmingi ársins 1,1 milljarður

Bæjarskrifstofunar við Geislagötu
Bæjarskrifstofunar við Geislagötu

Árshlutareikningur fyrir Akureyrarbæ vegna fyrri hluta ársins var lagður fram í bæjarráði í morgun.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta bæjarsjóðs ( samstæða bæjarins) var neikvæð um 1.139 milljónir króna, sem er álíka niðurstaða og gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á tímabilinu námu 14,2 milljörðum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 13,8 milljarða króna tekjum. Rekstrartekjur A hlutans ( bæjarsjóðs) námu 11,4 milljörðum en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 10,6 milljörðum króna.

Hagnaður af rekstri Akureyrarbæjar á síðasta ári var 752 milljónir króna.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nýverið vakið athygli á því fjöldi sveitarfélaga með halla á rekstri hafi aukist í kjölfar heimsfaraldursins.

Eins og fyrr segir var árshlutauppgjörið lagt fram í bæjarráði í morgun og verður væntanlega rætt á næsta fundi bæjarstjórnar.


Athugasemdir

Nýjast