Vilja byggja hærra á Sjallareit

Mynd sýnir teikingu að fyrirhugaðri byggingu eins og hún fyrst var hugsuð. Ath. horft til austurs.
Mynd sýnir teikingu að fyrirhugaðri byggingu eins og hún fyrst var hugsuð. Ath. horft til austurs.

Skipulagsráð Akureyrar tók fyrir á fundi sínum í gær (14 sept.)  erindi dagsett 24. ágúst 2022 þar sem Davíð Torfi Ólafsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir fyrir hönd Norðureigna sækja um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 7 við Glerárgötu.

Breytingin felst í hækkun á leyfilegri hámarkshæð húss úr fimm hæðum í sex, aukningu á leyfilegu byggingarmagni í bílakjallara og nýtingarhlutfalli lóðar ásamt stækkun byggingarreits.

 Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsráðs að ræða við umsækjanda um framhald málsins. Jafnframt er óskað eftir að umsækjandi leggi fram ítarlegri gögn, s.s. skuggavarpsmyndir.


Athugasemdir

Nýjast