Einkennilegt að tala ekki við okkur þessa vondu menn

Jón Hjaltason    Mynd Margrét Þóra
Jón Hjaltason Mynd Margrét Þóra

„Þetta er þvættingur, ég er orðlaus yfir þessari atburðarrás. Það var vissulega ágreiningur innan flokksins en unnið að því öllum árum að leysa hann,“ segir Jón Hjaltason einn af fulltrúum Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri á liðnu vor.

Mikið hefur gengið hjá Flokki fólksins eftir að Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður birti í opinni facebookfærslu í morgun  um að sér hefðu borist af því fegnir að kvenleiðtogar flokksins á Akureyri sem og sjálfboðaliðar hefðu mátt sæta ótrúlega niðrandi og fyrirlitlegri framkomu „frá ákveðnum trúnaðarmönnum flokksins“ eins og hann orðar það. Þar komi við  sögu sífellt og stöðugt andlegt ofbeldi, hótanir og jafnvel kynferðislegt áreiti sem konurnar hefðu mátt þola. Guðmundur vill bregðast strax við þessu.

Jón segir í samtali við Vísi það vera undarlega aðferð hjá þingmanni og varaformanni að tala ekki við neitt sem hlut eigi að máli. „Tala bara við konurnar en ekkert okkur, þessa vondu menn sem púum og eineltum,“ segir hann.

 


Athugasemdir

Nýjast