Stórtónleikar í Akureyrarkirkju í kvöld

Hans-Ola Ericson við orgel Akureyrarkirkju      Mynd Eyþór Ingi Jónsson
Hans-Ola Ericson við orgel Akureyrarkirkju Mynd Eyþór Ingi Jónsson

Eins og áður hefur komið fram á vefnum verða orgeltónleikar í Akureyrarkirkju í kvöld  þegar hinn heimsþekkti organisti Hans-Ola Ericsson leikur Orgelbüchlein eftir  þýska tónskaldið  Johann Sebastian Bach en hann er af mjög mörgum talinn eitt afkastamesta  kirkjutónskáld allra tíma

Vefurinn náði tali af Hans-Ola og spurði út í tónleikana í kvöld.

Hans -Ola hvernig koma það til að þú heimþekktur organisti ert kominn til Akureyrar og ert að fara að halda tónleika?

Einstakt samband mitt við mig gamlan nemanada og góða vin, Eyþór Inga, organista Akureyrarkirkju, sem þar að auki hefur skipulagt masterclass, þar sem íslenskir organistar munu vinna með Orgelbüchlein. Svo er svo ótrúlega fallegt hér á Akureyri

Bach er af mjög mörgum talinn eitt fremsta tónskáld sem heimurinn hefur alið, Orgelbüchlein er það kannksi í sértöku uppáhaldi hjá þér? Hvernig lýsir þú þvi, hverju mega áheyrendur eiga von?

Bach er án efa dularfyllsta og mest heillandi tónskáld allra tíma. Orgelbüchlein er einskonar kviksjá (kaleidoscope) barokktónlistarinnar, stórt safn smáverka sem taka frá 30 sekúndum til 5 mínútna í flutningi.

Tónleikarnir verða í kvöld og hefjast kl 20.


Athugasemdir

Nýjast