Fréttir
23.08.2021
Fanndís Dóra Þórisdóttir frá Húsavík lét drauma sína rætast nýverið og stofnaði fyrirtækið Organized. Á fimmtudag í þarsíðustu viku setti hún í sölu svo kölluð Rósubox sem eru flaggskip fyrirtækisins. Rósuboxin eru í áskrift sem hægt er að panta á organized.is en þau innhalda tíðarvörur og ýmsa aðra glaðninga til að létta konum þann tíma sem þær eru á blæðingum.
Fanndís segist lengi hafa dreymt um það að stofna sitt eigið fyrirtæki og vera þannig sinn eigin herra. Þar sem ég fæ að stjórna, skapa minn eigin vinnutíma og gera það sem mig langar til að gera,“ segir Fanndis og bætir við að hún hafi lagt höfuðið í bleyti og margar hugmyndir litið dagsins ljós. „Ég fór að hugsa hvað ég gæti gert og hvers konar fyrirtæki ég gæti stofnað. Ég datt einhverra hluta vegna áskriftarbox í hug. Svo fór ég að skoða ýmsa möguleika og datt loks niður á þessa hugmynd. Að hafa tíðabox fyrir konur,“ útskýrir hún.
Lesa meira
Fréttir
22.08.2021
Að mála er ekki það skemmtilegasta sem ég geri, en það fylgir víst venjubundnu viðhaldi á eignum að taka sér pensil í hönd með það í huga að betrumbæta umhverfið. Í blíðunni hér á dögunum tók ég á mig rögg og klifraði upp á þak í þeim tilgangi að mála það. Þar barðist ég ber á ofan við málningarvinnuna, hlustandi á Rolling Stones. Væntanlega ekki falleg sjón.
Lesa meira
Fréttir
22.08.2021
Bændur á Norðurlandi eru flestir að ljúka slætti og muna ekki aðra eins tíð
Lesa meira
Fréttir
21.08.2021
Frábær aðsókn hefur verið í sundlaugar Norðurþings það sem af er sumri
Lesa meira
Fréttir
20.08.2021
Olga Valdimarsdóttir og Hermann Ágúst Jónasson tóku við lyklum að fyrstu íbúðinni í nýju raðhúsi í Grundargarði á Húsavík um klukkan 13 í dag.
Lesa meira
Fréttir
19.08.2021
Hjólreiðafélag Húsavíkur stendur fyrir fromlegri opnun á nýjasta kaflanum í Enduro-brautinni sem liggur ofan úr Meyjarskarði og alla leið niður í Skrúðgarð. Opnun brautarinnar verðir klukka 14:30 á laugardag. Meðlimir félagsins munu bjóða upp á akstur upp að brautinni frá kl. 12:45 frá Pósthúsplaninu
Lesa meira
Fréttir
19.08.2021
Í síðustu viku fjallaði Vikublaðið um byggingu tveggja raðhúsa á Húsavík, á vegum húsnæðissamvinnufélagsins Búfesti hsf. FaktaBygg ehf. var aðalverktaki verksins, þar til samningi var rift í byrjun síðustu viku. Eigendur FaktaBygg ehf. harma að til þess hafi komið, en telja fyrri umfjöllun Vikublaðsins ekki gefa rétta mynd af málavöxtum og aðstæðum.
Lesa meira
Fréttir
19.08.2021
Hjónin Skarphéðinn Ásbjörnsson og Victoria Smirnova taka við keflinu í matarhorninu og koma með uppskriftir af rammíslenskum fiskrétti og rússneskum rétti. Victoria er fædd og uppalin í Rogovskaya í Rússlandi, hún er menntaður efnafræðingur og líffræðingur og hefur kennt þau fræði fyrst í Rússlandi en síðar í RBSM einkaskólanum á Möltu. Skarphéðinn er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, hann er menntaður rafmagnstæknifræðingur og vélstjóri og starfar sem deildarstjóri varaafls hjá RARIK hér á Akureyri. Þá er Skarphéðinn forfallinn veiðimaður. Gefum þeim hjónum orðið...
Lesa meira
Fréttir
18.08.2021
Stjórn Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða fundaði í gær þar sem meðal annar var farið vel yfir aðsókn sumarsins
Lesa meira
Fréttir
18.08.2021
Skólabyrjun er á næsta leiti en Borgarhólsskóli verður settur á þriðjudag í næstu viku. í kjölfarið hefst hefðbundið skólahald.
Lesa meira
Fréttir
18.08.2021
Hlaupakonan Rannveig Oddsdóttir sigraði í kvennaflokki í Súlur Vertical Ultra fjallahlaupinu sem haldið var á Akureyri á dögunum. Keppt var í 55 km Ultra vegalengd með 3.000 metra hækkun þar sem meðal annars var farið upp á bæjarfjöllin Súlur og Hlíðarfjall. Rannveig kom fyrst í mark hjá konunum á tímanum 07:19:12 2. Rannveig hefur verið ein fremsta hlaupakona landsins í mörg ár en hún starfar við kennslu hjá Háskólanum á Akureyri. Vikublaðið forvitnaðist um lífið hjá Rannveigu sem er Norðlendingur vikunnar. "Það er ekki pláss fyrir mörg önnur áhugamál með hlaupunum sem stendur. En ég hef gaman af því að prjóna og hanna þá mín eigin mynstur og flíkur. Mér finnst líka gaman að skrifa," segir Rannveig...
Lesa meira
Fréttir
17.08.2021
Blaðamaður Vikublaðsins var á ferðinni í dag og fangaði þessa mynd af jarðvegframkvæmdum á vegum Vinnuvéla Eyþórs
Lesa meira
Fréttir
17.08.2021
Norðurþing hefur ráðið Benedikt Þór Jakobsson í starf rekstrarstjóra Orkuveitu Húsavíkur ohf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðurþingi.
Lesa meira
Fréttir
16.08.2021
Húsvíkingar hafa eflaust orðið varir við mikinn svartan reyk frá kíslveri PCC á Bakka laust fyrir klukkan 14 í dag.
Lesa meira
Fréttir
16.08.2021
Á föstudag undirrituðu Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Jónína Björg Helgadóttir myndlistarkona, fyrir hönd Majó ehf., samning til fjögurra ára um leigu á Laxdalshúsi.
Lesa meira