Fréttir

Húsasmiðjan slæst í hóp styrktaraðila handknattleiksdeildar KA

Húsasmiðjan mun styrkja handknattleiksdeild KA til næstu þriggja ára.

Lesa meira

Aldey leiðir V-lista í Norðurþingi

Lesa meira

FRAMBOÐSLISTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Á AKUREYRI SAMÞYKKTUR

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri samþykkti á fundi sínum í Kaupangi í kvöld tillögu kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri við sveitarstjórnarkosningar í vor.

Lesa meira

Perluðu fyrir börn í Úkraínu

Nokkrar vinkonur úr 3. bekk Borgarhólsskóla komu færandi hendi í Naust seinni partinn í dag og færðu Rauða krossinum á Húsavík peningagjöf sem þær höfðu safnað. Þær óskuðu þess að peningarnir renni til barna frá Úkraínu.

Lesa meira

Tíu verk valin valin til þátttöku í Upptaktinum

Höfundarnir munu vinna áfram að útsetningu sinna verka í vinnusmiðjum undir leiðsögn reyndra tónlistarmanna

Lesa meira

Meira bíó!

Nýlega fjallaði RÚV um gott gengi kvikmyndaiðnaðarins hér á landi en áætlað er að hann hafi skilað samfélaginu 9 milljörðum króna á síðasta ári. Þá er gert er ráð fyrir áframhaldandi velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar á næstkomandi árum. Þetta er fagnaðarefni en kemur þó lítið á óvart, enda býr Ísland yfir stórum hópi af fagfólki í greininni sem vinnur frábært starf á hverjum degi hvort sem um er að ræða leikstjóra, leikara, tónskáld, tæknimenn eða aðra. Velgengni Íslendinga er aðdáunarverð og hróður íslenskar kvikmyndagerðar hefur farið vaxandi á erlendri grundu síðustu ár.

Lesa meira

Nýr frisbígolfvöllur á Raufarhöfn

Völlurinn er hannaður með það að leiðarljósi að hann henti sem flestum bæði nýgræðingum sem og þeim sem lengra eru komnir

Lesa meira

Slysum fækkað með tilkomu Vaðlaheiðarganga

Umferðarslysum hefur fækkað mikið á veginum um Svalbarðsströnd og yfir Víkurskarð eftir að Vaðlaheiðargöng voru tekin í notkun. Samgöngustofa hefur uppfært slysakort þar sem hægt er að sjá upplýsingar um umferðarslys á Íslandi frá 1. janúar 2007 til ársloka 2021.

Lesa meira

Kynna skipulagsbreytingar vegna vindmylla í Grímsey

Breytingin felur í sér skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði I35 sem verður 1,0 ha að stærð

Lesa meira

„Ég er ekki til í að standa á brókinni með hálfónýtan slökkvibúnað“

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti viðauka á þriggja ára áætlun til að kaupa nýjan slökkvibíl

Lesa meira

Út á land með strætó, flugi og ferju

Morgunverðarfundur Vegagerðarinnar um almenningssamgöngur á landsbyggðinni

Lesa meira

Fæðu­öryggi er þjóðar­öryggis­mál

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, hefur farið mikinn í umræðunni um fæðuöryggi. Þar hefur hann talað niður ógnina sem steðjar að fæðuöryggi þjóðarinnar og leggur til aðgerðir sem grafa undan fæðuörygginu og eru þess eðlis að þær draga úr innlendri matvælaframleiðslu.

Þessi málflutningur er óábyrgur. Ógnin er raunveruleg. Fæðuöryggi er þjóðaröryggismál en ekki hagsmunamál atvinnurekenda eða bænda.

Lesa meira

Samstarfssamningur Eyjafjarðarsveitar og UMF Samherja undirritaður

Markmið samningsins er að tryggja áframhaldandi öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf ungmennafélagsins

Lesa meira

Upplýsingar lagðar fram um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3

Línuleiðin er innan fimm sveitarfélaga, Akureyrarbæjar, Hörgársveitar, Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Húnavatnshrepps.

Lesa meira

Skautafélag Akureyrar Íslandsmeistarar í Íshokky 2022-23

SA vann SR í fjórða leik liðanna í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í Reykjavík nú rétt í þessu.

Leiknum lauk með sigri SA 9-1 en til að hampa titlinum þurfti að vinna þrjá leiki og SA afgreiddi það örugglega 3-1.

Mörk SA í kvöld skoruðu:.

Hafþór Sigrúnarson

Heiðar Kristveigarson

Róbert Hafberg 2

Derric Gulay 2

Unnar Rúnarsson

Ormur Jónsson

Matthías Stefánsson

Mark SR skoraði

Pétur Maack

Lesa meira

Er ekki tími til kominn að tengja?

Í dag hófust framkvæmdir við lokaáfanga stækkunnar Þekkingarnets  Þingeyinga þegar gröfur byrjuðu að grafa fyrir tengibyggingu sem verður úr glereiningum

Lesa meira

Gjaldskylda í bílastæði í miðbænum hefst 4. apríl

Undanfarnar vikur hafa verið aðlögunartími þar sem fólki hefur gefist kostur á að kynna sér fyrirkomulagið og tileinka sér notkun smáforrita

Lesa meira

Málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri

Ávörp flytja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands og Anna Richards, gjörningalistakona.

Lesa meira

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Borgarhólsskóla

Tíu nemendur sjöunda bekkjar öttu kappi í upplestri en keppnin fór fram í Sal skólans

Lesa meira

Benóný Valur leiðir lista Samfylkingar í Norðurþingi

S - listi Samfylkingarinnar og annars félaghyggjufólks var samþykktur fyrr í kvöld vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í Norðurþingi.

Lesa meira

Markið sett hátt á Barnamenningarhátíð

Allur aprílmánuður verður helgaður Barnamenningarhátíð á Akureyri sem nú er haldin í fimmta sinn

Lesa meira

„Sýna gróskuna og tækifærin sem svo sannarlega eru til staðar hér á Norðurlandi“

Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stendur fyrir fjárfestahátíð á Siglufirði 31. mars næstkomandi þar sem fjárfestum og frumkvöðlum verður boðið upp á ógleymanlegan dag. Á hátíðinni kynna frumkvöðlar af Norðurlandi verkefni sín sem snerta orkuskipti, hringrásarhagkerfið eða fullnýtingu auðlinda í takt við áherslur Norðanáttar; matur, orka, vatn.

Lesa meira

Listi Vinstri gænna á Akureyri samþykktur

Framboðslisti Vinstri grænna á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí, var samþykktur á félagsfundi í bænum síðdegis í dag.

Lesa meira

Stofnuðu leikhús 8 ára gamlar

Smálandaleikhúsið setti upp Emil í Kattholti á Þórshöfn

Lesa meira

Sameining Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps samþykkt

Lesa meira

Heimir Örn leiðir D-lista á Akureyri

Hann hlaut 388 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins sem fram fór í gær. 

Lesa meira

Sækjum við að settu marki

Félag verslunar- og skrifstofufólks gefur út veglega bók um sögu sína

Lesa meira