Allir fara heim með afla og bros á vör

Gunnar Blöndal eigandi Víkurlax með barnabarninu Gunnari Áka Blöndal.
Gunnar Blöndal eigandi Víkurlax með barnabarninu Gunnari Áka Blöndal.

mth@vikubladid.is

„Sumarveiðin fer vel af stað í ár þó svo að veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska. Það breytist nú vonandi á næstu dögum. Undanfarin tvö sumur hafa verið mjög góð og ég hef fulla trúa á því að það verði hörku traffík hjá okkur í sumar,“ segir Gunnar Blöndal sem rekur félagið Víkurlax við Ystu Vík i Grýtubakkahreppi. Þar er hægt að renna fyrir regnbogasilung og bleikju í tjörnum í fallegu umhverfi.

Ysta Vík 1

Félagið Víkurlax var stofnað árið 1994 og er staðsett við Ystu Vík í Grýtubakkahreppi. Félagið einbeitir sér að landeldi og hafa eigendur byggt allt svæðið upp sjálfir um árin, m.a. tjarnirnar.

 Félagið Víkurlax var stofnað árið 1994 og var í framleiðslu á eldisfiski bæði á landi og sjó, en einbeitir sér nú eingöngu að landeldi og kemur það vel út. „Við erum að ala upp fisk bæði í kerjum og tjörnum,“ segir Gunnar, en öll aðstaða hjá Víkurlaxi hafa eigendur útbúið sjálf um árin, þar á meðal tjarnirnar. Framleiðslan fer ýmist í sumarveiðina eða fisk sem unnin er hjá fyrirtækinu, en hann er reyktur og seldur til veitingastaða, í verslanir og til einstaklinga.

Einungis greidd fyrir veiddan fisk

Gunnar segir að fyrirkomulag framleiðslunnar sé með þeim hætti að þeir fái um 5 til 10 gramma seiði til sín og ali þau upp í 2 til 3ja kílóa fiska. „Við erum með sjálfrennandi vatn sem rennur úr fjöllunum hér í kringum okkur þannig að hitastigið á vatninu í stöðinni er frekar breytilegt. Við notum engin sýklalyf og höfum aldrei gert þannig að við bjóðum upp á holla og góða vöru, enda hefur öll okkar framleiðsla verið uppseld í mörg ár,“ segir hann.

Byrjað var að bjóða upp á sumarveiði árið 1996 og hefur hún farið vaxandi með hverju árinu. Gunnar segir að ólíkt flestum fyrirtækjum í ferðaþjónustu hér á landi komi einkum innlendir ferðamenn til að spreyta sig á veiðiskapnum. Einungs er greitt fyrir veiddan fisk og er boðið upp á stangir, beitu og flökun á aflanum veiðifólki að kostnaðarlausu. „Ég er nokkuð viss um að þetta er eini veiðistaðurinn í heiminum sem býður upp á slíka þjónustu,“ segir hann.

Skemmtilegast að sjá þá sem koma ár eftir ár

Ysata vík 2

 Einungs er greitt fyrir veiddan fisk og er boðið upp á stangir, beitu og flökun á aflanum veiðifólki að kostnaðarlausu.


 Mikil ánægja hefur verið með sumarveiðina allt frá því hún hófst fyrir 25 árum síðan og segir Gunnar virkilega gaman að taka á móti öllum þeim fjölda sem lagt hefur leið sína til Víkurlax. „Til okkar koma veiðimenn á öllum aldri. Skemmtilegast er að sjá þá sem koma ár eftir ár, fastagestina okkar. Sumir þeirra komu jafnvel fyrst sem krakkar með sínum foreldrum og mæta nú með sín börn til að gefa þeim kost á að upplifa það sama. Allir eiga það sameiginlegt að fara frá okkur með afla og bros á vör.“

Gunnar segir að einna ánægjulegast hafi verið að fá tækifæri til að vinna með sonum sínum, Magnúsi og Orra, einkum yfir sumartímann þegar veiði stendur sem hæst en þá koma strákarnir og aðstoða föður sinn við reksturinn. „Núna eru afastrákarnir mínir Pétur Breki og Uni Steinn að vinna með mér, það má því segja að þetta sé sannkallað fjölskyldufyrirtæki sem hefur gefið okkur mikið,“ segir hann.

Opið er hjá Víkurlax alla daga frá kl. 11 til 19 fram í lok ágúst.

mellið

 


Athugasemdir

Nýjast