Norðlendingar fagna því að ferðast beint frá Akureyrarvelli
Vetraráætlun verður birt á næstu dögum og segir Þorvaldur Lúðvík að greinilegur áhugi sé fyrir ferðum í haust og fram eftir vetri
Vetraráætlun verður birt á næstu dögum og segir Þorvaldur Lúðvík að greinilegur áhugi sé fyrir ferðum í haust og fram eftir vetri
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021 var tekin til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 24. mars sl.
Sýningarnar verða í Gryfjunni í VMA, gengið inn um austurinngang skólans.
Aaron Mitchell sýnir í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri
Í framhaldi af fundinum gefst áhugasömum jafnframt kostur á að taka þátt í starfi þemahópa
Bráðabirgðaframkvæmd fyrir Strætó í miðbænum upp á 15 milljónir
„Breyttir tímar kalla á breytta nálgun og nú hefur verið tekin sú ákvörðun að leggja símum nemenda í skólanum til hliðar"
Forseti sveitarstjórnar fyrir vill forgangsraða þessum fjármunum í annað
Frumkvæðissjóður Brothættra byggða í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey úthlutaði nýlega rúmlega 16 milljónum króna til tólf verkefna
Húsavíkurkirkja og Bjarnahús fengu alls 9,1 milljón króna
Hægt að heimsækja verslun ELKO hvaðan sem er
Ábúendur á Möðruvöllum í Hörgárdal bræðurnir Þórður og Sigmundur Sigurjónssynir og eiginkonur þeirra Birgitta Lúðvíksdóttir og Helga Steingrímsdóttir hlutu sauðfjárræktarverðlaun Búnaðarsamband Eyjafjarðar fyrir árið 2021. Nautgriparæktarverðlaun BSE fyrir liðið ár komu í hlut hjónanna Hákonar B. Harðarsonar og Þorbjargar H. Konráðsdóttur á Svertingsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit. Verðlaunin voru veitt á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í Hlíðarbæ.
Á dögunum gengu Sölkuveitingar ehf. og Norðursigling hf. frá samningi um kaup Norðursiglingar á öllum hlut Sölkuveitinga í hvalaskoðunarfyrirtækinu Sölkusiglingum ehf. Kaup Norðursiglingar eru liður í því að efla kjarnastarfsemi fyrirtækisins sem er hvalaskoðun á Skjálfanda. Sölkuveitingar ehf. munu í framhaldi af sölunni jafnframt einbeita sér að rekstri veitingahússins Sölku.
Þessir fimm fræknu Þórsarar vildu leggja sitt að mörkum til styrktar börnum í Úkraínu. Þeir gengu í hús og seldu perl sem þeir höfðu unnið og tóku einnig við frjálsum framlögum. Þeim var virkilega vel tekið og vilja skila þakklæti til þeirra sem það gerðu. Drengjunum fannst þó nauðsynlegt að bæta við það sem safnast hafði og sóttu 5000 krónur hver í sparibauka sína og gáfu í söfnunina.
Nokkur umræða hefur verið um meinta skaðsemi gerfigrasins í Boganum. Akureyrarbær fékk fyrirtækið Sports Lab til að taka gerfigrasið út og hefur það nú skilað niðurstöðu. Á heimasíðu bæjarins má lesa þetta.
Akureyrarbær stóð nýverið fyrir úttekt á gervigrasinu í Boganum. Tilgangurinn var að fá óháðan aðila til að meta ástand gervigrasvallarins og hvort gæði væru í samræmi við kröfur Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA).
Úttektin var gerð af fyrirtækinu Sports Labs þann 4. mars sl. og liggja fyrir niðurstöður. Af þeim sex atriðum sem voru skoðuð sérstaklega má segja að völlurinn hafi staðist skoðun í fimm tilvikum, en sléttleiki vallarins gæti hins vegar verið betri.
Tveir starfsmenn verksmiðjunnar Pharmarctica á Grenivík slösuðust alvarlega þegar sprenging varð í húsinu laust eftir kl 15 í dag
Landsvirkjun og þýska fjárfestingafélagið PCC SE munu rannsaka möguleika þess að fanga og nýta útblástur frá kísilmálmsverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Útblásturinn hyggst félagið nýta til framleiðslu á grænu metanóli
Karl Eskil Pálsson, upplýsingafulltrúi Samherja og fjölmiðlamaður til margra ára vakti athygli í morgun á kostnaði sem hann þurfti að greiða fyrir að leggja bíl sínum í nokkrar mínútur í miðbæ Akureyrar. En nýverið var tekin upp gjaldskylda í bílastæðum Akureyrarbæjar.
Á þriðjudag hófst góðgerðarvika í Menntaskólanum á Akureyri. Að því tilefni safna nemendur áheitum til styrktar góðu málefni. Að þessu sinni völdu menntskælingar að styrkja Aflið – Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Það gæti vart átt betur við þar sem nú er nýlokið jafnréttisviku skólans.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnir í dag kl. 14:30 úthlutun ársins úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða
Nýlega bárust fréttir af áformum dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að fækka sýslumannsembættum á landinu úr níu í eitt. Hvergi má finna þessar róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hef ég miklar efasemdir um ágæti þeirra.
Embætti sýslumanna eru gamalgrónar og traustar stjórnsýslu- og þjónustustofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Alþingi hefur með lögum falið sýslumannsembættunum að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. Verkefni þeirra eru umfangsmikil en þau eru talin upp í um 100 lagabálkum og 400 stjórnvaldsfyrirmælum. Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna.
Nike á Íslandi keypti teikningar af tveimur 10 ára strákum á Akureyri
Tónlistarfólk Akureyrarkirkju stendur fyrir styrktartónleikum í Akureyrarkirkju,
þriðjudaginn 29. mars kl. 20
Safnað verður fyrir Hjálparstarf kirkjunnar sem sendir framlagið til systurstofnana á
vettvangi sem þekkja staðhætti og eru færastar um að koma hjálpinni til skila á
skilvirkan hátt. Aðstoðin hefur fyrst og fremst falist í því að fólkið hefur fengið mat,
drykk, hreinlætisvörur og -aðstöðu auk þess sem börnum hefur verið sköffuð
aðstaða til að gleyma sér í leik í fjöldahjálparstöðvum. Fólkið fer svo áfram með
rútum frá landamæraþorpum í stærri borgir þar sem búið að er koma upp
miðstöðvum fyrir flóttafólkið. Allir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína.