Magnús kveður Grímseyinga

Magnús G. Gunnarsson hefur þjónað Grímseyingum rúm 20 ár, hér er hann með  Alfreð Garðarssyni forman…
Magnús G. Gunnarsson hefur þjónað Grímseyingum rúm 20 ár, hér er hann með Alfreð Garðarssyni formanni sóknarnefndar. Mynd/Anna María Sigvaldadóttir

mth@vikubladid.is

Grímseyingar kvöddu sóknarprest sinn sr. Magnús G. Gunnarsson með kveðjumessu og kaffisamsæti í félagsheimilinu Múla á dögunum. Kvenfélagið Baugur hafði veg og vanda að því og var það glæsilegt að venju. Magnús bauð upp á óhefðbundna sjómanna- og kveðjumessu í félagsheimilinu og ómaði söngurinn, en um hann sáu þeir Jónas og Ívar.  Sóknarpresturinn þakkaði Grímeyingum fyrir öll þau ár sem hann þjónaði í eynni.

Sóknarprestar í Dalvíkurprestakalli taka nú við þjónustu við Grímseyinga, þau sr. Oddur Bjarni Þorkelsson og sr. Erla Björk Jónsdóttir.


Athugasemdir

Nýjast