Hilda Jana tilnefnd sem þróunarleiðtogi bæjarráðs

Hilda Jana Gísladóttir hefur verið tilefnd í starf þróunarleiðtoga bæjarráðs.
Hilda Jana Gísladóttir hefur verið tilefnd í starf þróunarleiðtoga bæjarráðs.

Hilda Jana Gísladóttir Samfylkingu hefur verið tilnefnd sem þróunarleiðtogi bæjarráðs samkvæmt mannréttindastefnu sveitarfélagsins.Þetta kom fram á fundi bæjarráðs.

Þrír fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn, Hilda Jana, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, V- lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bókuðu á fundinum að hlutverk þróunarleiðtoga væri viðamikið og fæli í sér mikla ábyrgð við að fylgja sérstaklega eftir lögbundnum verkefnum sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum og verkefnum mannréttindastefnu sveitarfélagsins.

„Þróunarleiðtogar eiga að vera málsvarar kynjasamþættingar og mannréttinda og tileinka sér innsýn og þekkingu á mannréttindum. Þeirra verkefni er m.a. að vinna að samþættingu mannréttindasjónarmiða í fjárhagsáætlun og stefnumótun, fylgja eftir funda- og fræðsluáætlun hvers árs og styðja starfsfólk í mannréttindastarfi. Þá ættu þróunarleiðtogar í samstarfi við formann bæjarráðs að leiða endurskoðun mannréttindastefnunnar,“ segir í bókun þeirra.

Vegna umfangs starfsins telja þær eðlilegt að greitt sé fyrir vinnu þróunarleiðtoga „og er tillaga okkar að um sé að ræða 1% á mánuði og yrði bætt við reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.“

 


Athugasemdir

Nýjast