Fréttir

„Öll uppbygging þarf að gerast á grænum forsendum“

Vikublaðið heldur áfram oddvitaspjallinu fyrir komandi alþingiskosningar í haust. Nú er komið að Vinstri grænum en það er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur sem er oddviti flokksins í NA-kjördæmi.
Lesa meira

„Ert þú stjórnandi?“

Ég hef rekið mig á það að margt hefur breyst í verkalýðs- og hagsmunamálum á Íslandi síðustu áratugi. Þegar ég var að alast upp var Guðmundur Jaki áberandi persóna á sjónarsviðinu og sjálfsagt ekki að ósekju. Það var annar taktur í þjóðfélaginu þá. Atvinnuleysi og verðbólga algengt fyrirbæri sem lagðist helst á hina vinnandi stétt. Það var verkalýðurinn í landinu sem borgaði yfirleitt brúsann að lokum.
Lesa meira

Bærinn sem aldrei breytist

Um þessar mundir er rúmlega áratugur liðinn frá því að ég átti síðast lögheimili á Akureyri, og bráðum sex ár síðan ég flutti af landi brott. Strákurinn sem gat sko ekki beðið eftir að komast í burtu að skoða heiminn á unglingsárunum er búinn að ferðast víða og skoðar nú fasteignaauglýsingar í Dagskránni og lætur sig dreyma um lítið fúnkishús á Brekkunni, með þvottasnúrum í garðinum og bílastæði með krana fyrir þvottakúst.
Lesa meira

Húsheild ehf. átti lægsta tilboð í fyrsta verklið hjúkrunarheimilis á Húsavík

Tilboð í jarðvinnuframkvæmdir vegna nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík voru opnuð á þriðjudag en útboðið er á vegum Ríkiskaupa.
Lesa meira

Við þurfum sérfræðilækna út á land!

Heilbrigðismálin eru forgangsmál næsta kjörtímabils. Það þarf að ráðast í stórtækar kerfisbreytingar á heilbrigðiskerfinu okkar og þar skiptir miklu máli að aðgengi fólks að þessari þjónustu sé tryggt óháð efnahag, en ekki síður - óháð búsetu. Allir landsmenn eiga að búa við sömu heilbrigðisþjónustu.
Lesa meira

Söfnun fyrir glæsilegasta útikörfuboltavelli landsins - til minningar um Ágúst heitinn Guðmundsson

Um þessar mundir rís við Glerárskóla á Akureyri Garðurinn hans Gústa – glæsilegasti útikörfuboltavöllur landsins
Lesa meira

Nýtt hús Nökkva tekið formlega í notkun

Skrifað var undir nýjan rekstrarsamning milli Akureyrarbæjar og Siglingaklúbbsins Nökkva við athöfn sem fram fór við nýtt hús Nökkva. Húsið var jafnframt formlega tekið í notkun. Mikil gleði ríkti í blíðskapar haustveðri enda hafa siglingamenn beðið lengi eftir betri aðstöðu.
Lesa meira

Kosningar og aðrir kappleikir

Það er gaman að fara á fótboltaleiki. Því betri sem mótherjarnir eru, því meira afrek verður sigurinn - eða tapið ásættanlegra. Þetta fatta ekki þeir stuðningsmenn sem leggja megináherslu á að níða niður andstæðingana og gera lítið úr þeim í stað þess að hvetja sitt lið.
Lesa meira

Glaðningur á leið inn um bréfalúguna eða póstkassann

Brakandi ferskt Vikublað er komið út og er á leið til áskrifenda.
Lesa meira

Akureyringar kaupa danskt nýsköpunarfélag

COVID hefur hraðað stafrænni vegferð í sölustarfi ⠂Styrkir vöxt erlendis og vöruframboð ⠂Yfir 50.000 notendur um allan heim.
Lesa meira

„Íslenska þjóðlagatónlistin er oft tilfinningaþrungnari og tregafyllri“

Tvær upprennandi tónlistarkonur, harmóníkuleikarar standa fyrir tónleikaröð á Norðurlandi í september
Lesa meira

Kjósendur á landsbyggðinni – Lífsakkeri ykkar!

Að nýju leyfi ég mér að senda ykkur mál til umhugsunar fyrir komandi kosningar. Formaður flokks sem kennir sig við jöfnuð og öryggi siglir undir fölsku flaggi sem fyrr. „Kosningastefna flokksins grundvallast á hugmyndum jafnaðarmanna um hvernig líf almennings getur orðið öruggara og betra“.
Lesa meira

Tímamót í gatnaframkvæmdum á Húsavík

Eins og vegfarendur á Húsavík hafa eflaust tekið eftir standa nú yfir miklar framkvæmdir á Garðarsbraut. Í næstu viku verður Garðarsbraut malbikuð frá Þverholti norður að þjóðvegi 85 við gamla frystihúsið.
Lesa meira

Standa fyrir námskeiði um samfélag margbreytileikans

Ingibjörg Benediktsdóttir hjá Þekkingarneti Þingeyinga (ÞÞ) og Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi Norðurþings sóttu nýverið námskeið á vegum Fjölmenningarseturs sem haldið var í Reykjavík dagana 2.-3. september.
Lesa meira

Hermína Hreiðarsdóttir er nýr formaður Starfsmannafélags Húsavíkur

Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur fór fram síðasta mánudag, 6. september. Fundurinn var haldinn í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26
Lesa meira

Handtekinn eftir stuttan sprett

Lögregla hljóp uppi ökumann sem stal bifeið í miðbæ Akureyrar í morgun. Spretturinn var stuttur segir lögregla á facebook síðu sinni.
Lesa meira

Sumaropnun í Hlíðarfjalli framlengd vegna veðurs

Vegna skaplegrar veðurspár hefur verið ákveðið að framlengja sumaropnun í Hlíðarfjalli og hafa opið laugardaginn 11. september frá kl. 10-16.
Lesa meira

Skýrsla gefin út um störf án staðsetningar

Skýrsla um stöðu og framtíðarhorfur verkefnisins Störf án staðsetningar hefur verið gefin út á vegum forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Verkefnið er hluti af byggðaáætlun 2018-2024 en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að ráðuneytum og stofnunum þeirra verði falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar eins og kostur er, þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki. Markmið verkefnisins er að efla byggðir landsins og að sporna við fækkun íbúa á einstökum svæðum og gera atvinnulíf fjölbreytilegra.
Lesa meira

„Vildum gera eitthvað til að gleðja okkar allra besta fólk“

Bræðurnir Aðalgeir Sævar og Jón Óskarssynir reka fjölskyldufyrirtækið Fish and Chips á Húsavík. Fyrirtækið hefur frá opnun árið 2010 komið færandi hendi á Hvamm, dvalarheimili aldraðra og gefið öllum íbúum fiskmáltíð einu sinni á ári.
Lesa meira

Tilboði í byggingu flugstöðvar á Akureyri hafnað

Isavia hafnaði eina tilboðinu sem barst í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli.
Lesa meira

Hefur áhyggjur af gönguleiðum niður að hafnarsvæði

Víðir Svansson starfar hjá GPG fiskverkun sem er staðsett á hafnarsvæðinu á Húsavík og ferðast oftar en ekki á tveimur jafnfljótum á leið sinni í og úr vinnu. Hann setti sig í samband við blaðamann og viðraði áhyggjur sínar varðandi gönguleiðir niður á hafnarsvæði, sérstaklega fyrir íbúa suðurbæjar sem sækja vinnu á hafnarsvæðið.
Lesa meira

Grunn-og leikskólabörnum í Hrafnagili fjölgar töluvert á milli ára

Lesa meira

Akureyri og nágrenni verði svæðisborg með skilgreinda ábyrgð

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fékk síðdegis í dag afhenta skýrslu starfshóps sem var falið það verkefni að skilgreina svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem þéttbýliskjarna á landsbyggðinni. Megintillaga starfshópsins er að Akureyri, með bakland í nærliggjandi svæði, verði flokkuð í byggðastefnu stjórnvalda sem svæðisborg með skilgreinda ábyrgð og skyldur sem þjóni íbúum og atvinnulífi í landshlutanum og eftir atvikum á landsvísu. Starfshópurinn var skipaður af ráðherra í október 2020 og átti samstarf við Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, Byggðastofnun og SSNE við gerð skýrslunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Lesa meira

Íslenskur landbúnaður. Já eða nei?

Lesa meira

Bakþankar: Að lifa lífinu á handbremsunni

Lesa meira

Áskorandapenninn: Guðfræði og Marvel-veröldin

Lesa meira

Rokkað á Húsvík gegn sjálfsvígum

Þann 10. september n.k. stendur Tónasmiðjan og forvarnastarf ÞÚ skiptir máli á Húsavík fyrir glæsilegri tónleikasýningu sem þau kalla Aðeins eitt LÍF/ROKKUM gegn sjálfsvígum í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna
Lesa meira