Undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Skútustaðahreppi

Helgi Héðinsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og Guðmundur Þór Birgisson, framkvæmdastjóri Jarðbað…
Helgi Héðinsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og Guðmundur Þór Birgisson, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna. Mynd/Skútustaðahreppur

Sveitarstjóri Skútustaðahrepps undirritaði í gær fyrir hönd sveitarfélagsins samstarfsyfirlýsingu um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu. Með samkomulaginu lýsa Jarðböðin hf. og Skútustaðahreppur yfir vilja til samstarfs en Jarðböðin kynntu nýverið metnaðarfull uppbyggingaráform.

„Áformin munu skapa fjölda nýrra starfa og í því ljósi er það vilji Jarðbaðanna að tryggja starfsfólki sínu húsnæði. Að sama skapi er það vilji sveitarfélagsins að styðja við öflugt atvinnulíf og mannlíf á svæðinu og fjölga íbúum til að styrkja stoðir samfélagsins. Í því ljósi er íbúðarhúsnæði lykil atriði,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Þar segir jafnframt að samstarfið við Jarðböðin sé mikilvægur hlekkur í stærra verkefni þar sem leitast verði við að byggja til að mæta þörfum íbúa, eldra fólks og fyrirtækja á svæðinu ásamt uppbyggingu leiguhúsnæðis í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Útfærsla verkefnisins og samstarf verði mótað nánar á komandi vikum.


Athugasemdir

Nýjast