Fréttir
31.05.2021
Linda Margrét Baldursdóttir hjólaði ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Eiðsyni 430 km. leið frá Húsavík til Hafnar í Hornafirði síðast liðið sumar. Ferðin reyndist hið mesta ævintýri þar sem veðuröflin létu finna fyrir sér. Um næstu helgi hefst nýtt hjólreiðaævintýri þegar þau hjónin leggja af stað frá Höfn til Reykjavíkur. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við Lindu á dögunum.
Lesa meira
Fréttir
29.05.2021
Síðasta sumar var ólíkt öllum öðrum vegna ástæðu sem allir þekkja. Íslendingar nýttu sér í mun meira mæli áfangastaði innanlands og þá þjónustu sem er í boði um landið okkar allt en þeir hafa gert áður. Samsetning ferðafólks var þannig, með tilliti til þjóðernis, ólík því sem ferðaþjónustuaðilar hafa átt að venjast.
Lesa meira
Fréttir
29.05.2021
Akureyringurinn Baldvin Z er einn fremsti leikstjóri landsins og hefur sent frá sér kvikmyndir á borð við Lof mér að falla og Vonarstræti sem hafa slegið í gegn. Baldvin Z fékk snemma áhuga á kvikmyndagerð og var ungur að árum þegar hann vissi hvað braut hann ætlaði að feta í lífinu. Baldvin Z er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. „Covid fór bara frekar vel með mig og mína og er ég endalaust þakklátur fyrir það. Ég er spenntur fyrir sumrinu, sem reyndar fer mestmegnis í vinnu hjá mér. Ég er í tökum núna á sjónvarpsseríunnni Svörtu Söndum sem verða frumsýndir á Stöð 2 um jólin. Þetta er alveg eitthvað annað. Geðveikt spennandi saga, frumleg og frökk í umhverfi sem við höfum séð áður, en kemur okkur svo sannarlega á óvart. Svo eru tvær bíómyndir í farvatninu og einnig leikinn sería um Frú Vigdísi Finnbogadóttur.....
Lesa meira
Fréttir
28.05.2021
Þann 11. maí sl. tók Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings fyrir erindi frá Jóni Helga Björnssyni f.h. Veiðifélags Laxár í Aðaldal, Páli Ólafssyni f.h. Veiðifélags Mýrarkvíslar og Guðmundi Helga Bjarnasyni f.h. Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindarlækjar. Erindið var jafnframt sent til Fiskistofu en þar óska viðkomandi eftir því að bann verði lagt við netaveiðum á göngusilungi í sjó í Skjálfandaflóa.
Lesa meira
Fréttir
28.05.2021
Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi D-lista á Akureyri gaf það út á dögunum að hann hyggðist ekki gefa kost á sér næstu sveitastjórnakosningum. Þegar hann gaf kost á sér sem oddviti Sjálfstæðisflokks árið 2014 hafði hann á orði að hann myndi sitja í minnst átta ár en mest 12 ár ef hann fengi til þess umboð.
Lesa meira
Fréttir
27.05.2021
Aðalfundur Húsavíkurstofu fór fram í Hvalasafninu á þriðjudag og var mæting nokkuð góð. Venjuleg aðalfundarstörf voru á dagskrá
Lesa meira
Fréttir
27.05.2021
Bæjarhátíðin Mærudagar á Húsavík fór ekki fram með formlegum hætti síðasta sumar af sóttvarnaástæðum vegna Covid-19 faraldursins. Margir hafa beðið spenntir eftir fréttum um það hvort hátíðin verði haldin í ár enda bólusetningar komnar vel af stað.
Lesa meira
Fréttir
27.05.2021
Það verður sannkölluð orku- og gleðibomba í Mývatnssveit helgina 28.-30. maí. von er á fjölda fólks í sveitina fögru enda heilmikil dagskrá framundan.
Lesa meira
Fréttir
27.05.2021
„Vegna fjölda áskorana og hvatninga undanfarnar vikur og mánuði, hef ég ákveðið að gefa kost á mér í 3.-5. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar í september 2021,“ segir í tilkynningu frá Ágústu Ágústsdóttur. „Sem fæddur Reykvíkingur, stoltur Vestur-Skaftfellingur og Austfirðingur sem festi rætur sínar við hinn fallega Öxarfjörð 2003 er ég auðmjúk og mikið þakklát fyrir allar þær kveðjur, hvatningu og stuðning sem ég hef ég fengið og mun sannarlega taka það með mér inn í komandi og skemmtilega tíma framundan.
Lesa meira
Fréttir
24.05.2021
Eins og komið hefur fram í fyrri þáttum af Með mold undir nöglunum er ræktun pottablóma mitt helsta áhugamál í dag; og í rauninni allt sem viðkemur ræktun. Ég hef alið með mér þann draum lengi að vera með sjálfbært heimili er viðkemur grænmeti og ávöxtum. Markmiðið er að rækta allt mitt grænmeti sjálfur og jafnframt einhverjar tegundir af berjum. Nú er ég líka að fara flytja og á nýja heimilinu verður gróðurhús og berjagarðar. Ég gæti ekki hlakkað meira til.
Lesa meira
Fréttir
23.05.2021
Sigurgeir Pétursson skipstjóri frá Húsavík hefur verið búsettur í Nýja-Sjálandi (NS) í 31 ár. Hann hefur verið með skip sem gerð eru út frá Ástralíu og Argentínu til veiða á tannfisk og hokinhala en nýverið kom hann til hafnar með metafla. Á 32 veiðidögum fiskaðist 5650 tonn upp úr sjó; 1245 tonn frosið og 160 tonn af mjöli. Þetta er nýtt met á skipið. Auk þess er Sigurgeir ræðismaður Íslands á NS síðan 2003.
Sigurgeir er búsettur í Nelson á NS ásamt eiginkonu sinni Söruh. Þau eiga fimm börn sem öll búa á NS utan eitt sem býr á Íslandi. „Þar eigum við líka þrjú barnabörn. Eitt barnabarnanna okkar á Íslandi, lítil dama sem heitir Hrefna Margrét, fæddist í janúar í fyrra og vegna COVID höfum við ekki enn komist að heimsækja hana sem er afskaplega erfitt,“ segir Sigurgeir.
Sigurgeir hefur starfað við sjómennsku alla tíð fyrir utan nokkur ár þegar hann var framkvæmdastjóri hampiðju í Ástralíu í nokkur ár. „Þrátt fyrir að mér líkaði vel við það starf, togaði sjórinn alltaf í mig og ég fór aftur út á sjó,“ segir Sigurgeir en sjómennskuferillinn hófst í róðrum með föður hans og afa á Húsavík. „Það má segja að ég hafi byrjað með afa mínum Hólmgeiri Arnarsyni frá Grund í Flatey á Skjálfanda á lítilli 6 metra langri trillu sem hann átti. Við rerum á handfæri en einnig fórum við stundum með línustokka og á vorin fór ég annað slagið með honum að vitja um grásleppunet,“ útskýrir Sigurgeir.
Lesa meira
Fréttir
23.05.2021
Rakel Hinriksdóttir er grafískur hönnuður, búsett á Akureyri og starfar við dagskrárgerð og verkefnastjórn hjá N4. Hún er frá Laugum í Reykjadal og bjó þar til 11 ára aldurs en ólst upp að hluta til á Akureyri. Rakel er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. -Hvernig lá leiðin í fjölmiðlabransann Rakel? "Það var ekki alveg bein leið. Eg var spennt fyrir fjölmiðlum þegar ég var yngri, fór í fjölmiðlavalgrein í 10. bekk og fannst það mjög gaman. Í Menntaskólanum missti ég af starfskynningarferð til Reykjavíkur vegna fótbolta og þurfti sjálf að skipuleggja starfskynningu í staðinn á Akureyri. Ég heimsótti fjölmiðlana á svæðinu og sérstaklega var heimsóknin í RÚV eftirminnileg. Það byrjaði allt svona frekar rólega en þróaðist svo út í það að ég fékk að fara með Karli Eskil að sækja glænýja frétt út á Dalvík, þar sem við hentumst í það að fjalla um mikið hitamál sem tengdist grunnskólunum. Spennan og tilfinningarnar sem streymdu frá viðmælendum Kalla hrifu mig algjörlega með, en ég fékk að halda á hljóðnema og fannst ég algjörlega með þarna í fréttaliðinu. Löngu seinna, eftir framhaldsnám í USA í grafískri hönnun, varð röð atvika til þess að ég fékk vinnu á N4 og hef verið þar í þrjú ár, tvö í dagskrárgerð. Það er svo bara skemmtilegur bónus að fá að vinna með Kalla aftur eftir öll þessi ár!
Lesa meira