Fréttir

Félagsmistöðvar fólksins að vakna úr dvala

Félagsmiðstöðvar fólksins, Birta og Salka, eru að vakna úr dvala og er starfið loksins að komast á fullt eftir rólegan tíma vegna Covid-19. Félagsmiðstöðvarnar eru lifandi staðir sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla.

Lesa meira

Skipverjarnir á Harðbak EA hafa í nógu að snúast í inniverunni, vegna brælu á miðunum

Skipaflotinn fór annað hvort í land eða leitaði í var vegna óveðursins í byrjun vikunnar, auk þess sem mikil ölduhæð var á miðunum. Harðbakur EA, togari Útgerðarfélags Akureyringa, hefur legið við bryggju í Grundarfirði síðan síðdegis á sunnudag. Guðmundur Ingvar Guðmundsson skipstjóri segir að ekkert vit hafi verið í öðru en að halda til hafnar, öryggið sé alltaf í fyrirrúmi.

 

Lesa meira

Lögregla leitar að vitnum að árekstri á Akureyri

Lesa meira

„Uppspretta umræðna og skoðanaskipta um náttúruvernd“

Laxárdeilan: Morgunroði náttúruverndar á Íslandi

Lesa meira

Sævar Pétursson bíður sig fram til formanns KSÍ

Í tilkynningu segir Sævar að undanfarnar vikur hafi hann fengið fjölda áskorana um að bjóða sig fram til formanns KSÍ og hann hafi notað síðustu daga til að íhuga málið

Lesa meira

Starfsemi að hefjast aftur á Akureyri

Veður á Akureyri er mun skaplegra en aðvaranir Veðurstofu Íslands og almannavarna höfuð gert ráð fyrir. Starfsemi og þjónusta Akureyrarbæjar er því smám saman að færast aftur í eðlilegt horf

Lesa meira

Þjónusta Akureyrarbæjar liggur niðri vegna veðurs

Allt skólahald í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar, sem og Tónlistarskólanum á Akureyri, hefur verið aflýst á morgun vegna óveðursins sem gengur nú yfir.  Fólk hvatt til að vera sem minnst á ferli. Tilmæli um niðurfellingu skólahalds eru komin frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Lesa meira

Þurfi að setja samfélagið í hægagang vegna veðurs

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra á landinu lýst yfir hættustigi almannavarna frá miðnætti vegna óveðurs um land allt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Lesa meira

Þórhallur gefur kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Þórhallur Jónssn hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Undanfarin fjögur ár hefur Þórhallur verið bæjarfulltrúi og setið í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 

Lesa meira

Saga tveggja borga

„Borgarstjóri Akureyrar býður til opins íbúafundar fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20:00 þar sem kynnt verður það sem efst er á baugi í skipulagsmálum innan borgarinnar og mun eiga samtal við fundarmenn um framtíðarþróun hennar. Íbúar eru hvattir til að senda spurningar sínar fyrir fundinn svo upplýsa megi um það sem þeim er ofarlega í huga.”  

Lesa meira

„Það er eiginlega ekki hægt að flytja þessi lög nema með góðri blöndu af rugli og leikrænum tilburðum“

Eyrnakonfekt er samstarfsverkefni fjögurra söngvara og píanista um frumflutning á söngverkum eftir Þórunni Guðmundsdóttur en hún hefur getið sér gott orð fyrir leikrita- og óperuskrif á undanförnum árum. 

Lesa meira

Heimir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri

Heimir Örn Árnason, fyrrum handboltamaður og stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 

Lesa meira

Í startholum með að hefja steypuvinnu

„Við stefnum á að hefja steypuvinnu í mars ef veður og vindar leyfa,“ segir Björgvin Björgvinsson framkvæmdastjóri og einn eigenda félagsins Höfði Development, þróunarfélagsins sem byggir Höfða Lodge hótel við Grenivík.  Vinnuaðstaða hefur verið sett upp á gamla malarvellinum þar sem gert er ráð fyrir að starfsmenn dvelji meðan á uppbyggingu hótelsins stendur, en pláss er þar fyrir 16 til 18 manns.

Björgvin segir að jarðvegsvinnu sé að mestu lokið, vegagerð sömuleiðis og búið sé að setja niður vatnstanka á svæðinu. Nú taki steypuvinna við um leið og aðeins fer að vora meira. „Við gerum ráð fyrir að steypa eitthvað fram á sumarið, fram í júlí eða ágúst og vonum að einhver mynd verði komin á svæðið með haustinu,“ segir Björgvin.

Einingarnar koma frá Lettlandi

Þegar búið verður að steypa húsin upp tekur við innivinna næsta vetur, að innrétta hótelið og því sem fylgir. Hótelið sjálft er um 6 þúsund fermetrar að stærð og þá verður byggð upp starfmannaaðstaða, um eitt þúsund fermetrar auk hesthúss sem verður um 350 fermetrar.

Lesa meira

Marel eignast 100 prósent hlut í Curio

Marel hefur nú keypt samtals 100% hlut í Curio, framleiðanda vinnslulausna fyrir hvítfisk. Frá því að Marel keypti 40% hlut í Curio í október 2019 og 10% til viðbótar í janúar 2021, hafa fyrirtækin unnið náið saman og deilt þekkingu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Curio sem hefur rekið starfsstöð á Húsavík undan farin ár.

Lesa meira

Aldís Kara er íþróttakona Akureyrar þriðja árið í röð

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason úr KA er íþróttakarl Akureyrar árið 2021 og skautakonan Aldís Kara Bergsdóttir úr SA er íþróttakona Akureyrar 2021. Í öðru sæti voru þau Jóhann Gunnar Finnsson fimleikamaður úr FIMAK og Rut Arnfjörð Jónsdóttir handboltakona úr KA/Þór. Í þriðja sæti voru Baldvin Þór Magnússon frjálsíþróttamaður úr UFA og Arna Sif Ásgrímsdóttir knattspyrnukona úr Þór/KA. 

Lesa meira

Dalbæingar spá mildum febrúar

Veðurklúbbur Dalbæjar á Dalvík kom saman til fundar í gær og spáði í veðurhorfur í febrúar

Lesa meira

Listamanna- og leikstjóraspjall á Listasafninu

Á sunnudaginn nk. kl. 15 verður listamannaspjall með Karli Guðmundssyni og Erlingi Klingenberg í Listasafninu á Akureyri.

Lesa meira

Nær helmingur á móti lausagöngubanni

Í tengslum við þjónustukönnun Gallup 2021 voru íbúar Akureyrarbæjar spurðir sérstaklega um afstöðu til lausagöngu katta í bænum. Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar

Lesa meira

Íbúðasvæði með allt að 100 nýjum íbúðum

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að kynna drög að aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir Hrafnagilshverfi fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum

Lesa meira

Má búast við hávaða við framkvæmdir við nýja Holtahverfið

Framkvæmdir standa yfir við gatna- og lagnagerð í Holtahverfi norður. Unnið hefur verið að uppgreftri í Þursa- og Hulduholti og er stefnt að því að ljúka uppgreftrinum í vikulok. 

Lesa meira

Lögreglan fær meira húsnæði

Framkvæmdir standa nú yfir vegna breytinga á húsnæði sem Fangelsið á Akureyri hafði áður til umráða

Lesa meira

Banaslys við Framhaldsskólann á Laugum

Rannsókn á tildrögum slyssins er á frumstigi

Lesa meira

Heimilum sem greiða sorphirðugjald fjölgar um 180 milli ára

Heildarálagning fasteignagjalda hjá Akureyrarbæ er um 4,5 milljarðar króna. Það er nokkur hækkun frá árinu 2021 þegar álagning fasteignagjalda var samtals 4.220 milljónum króna

Lesa meira

Líður loks að frumsýningu

Skuggasveinn í Samkomuhúsinu á Akureyri

Lesa meira

Einar Brynjólfsson úr sviðsljósi stjórnmála á skólabekk

Einar Brynjólfsson oddviti Pírata í norðausturkjördæmi ætlar ekki að gefa kost á sér í komandi sveitarstjórnarkosningum. Frá þessu greinir Einar í færslu á facebook síðu sinni.

Lesa meira

„Slegist“ um að byggja á Húsavík

Óhætt er að segja að verulegur kippur sé kominn í byggingaframkvæmdir á Húsavík miðað við fundardagskrá Skipulags og framkvæmdaráðs Norðurþings sem fram fór í dag

Lesa meira

Þór fær danskan bakvörð

Lesa meira