Fréttir
24.07.2021
Metframleiðsla upp á 16.500 tonn. Sumarleyfi taka við. Kórónuveira setti mark sitt á markaðinn en þó tókst að selja allar afurðir.
Lesa meira
Fréttir
23.07.2021
Í ljósi nýjustu frétta af útbreiðslu Covid-19 faraldursins á Íslandi og þeirra ráðstafana sem ríkisstjórnin hyggst grípa til hefur fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu" á Akureyri verið aflýst en fáeinir smærri viðburðir verða leyfðir með fjöldatakmörkunum og stífum sóttvarnareglum. Fjallahlaupið Súlur Vertical fer fram enda brjóti það ekki í bága við þær fjöldatakmarkanir eða nándarreglur sem ríkisstjórnin hefur sett en ýmsir smærri hliðarviðburðir sem voru á dagskrá falla niður.
Lesa meira
Fréttir
23.07.2021
Í dag er fyrsti dagur í sumarfríi. Sumarfrí, þetta orð er eins og tónlist í eyrum mínum.
Lesa meira
Fréttir
23.07.2021
Hlöðuballi sem fara átti fram í kvöld í tengslum við Mærudaga á Húsavík hefur verið aflýst. Það er Hestamannafélagið Grani sem hefur staðið fyrir hlöðuballinu undan farin ár.
Lesa meira
Fréttir
22.07.2021
„Það hefur mikið verið að gera hjá okkur síðustu vikur og verkefnastaðan síðsumars og fram eftir hausti er ágæt. Við höfum þó svigrúm til að bæta við okkur verkefnum,“ segir Magnús Blöndal Gunnarsson markaðsstjóri hjá Slippnum Akureyri.
Lesa meira
Fréttir
22.07.2021
Rétt í þessu stóðu Nonni og strákarnir í hópfimleikalandsliðinu fyrir frábæru framtaki sem fólst í því að labba á höndum niður kirkjutröppurnar á Akureyri til styrktar Píeta samtökunum. PÍeta samtökin opnuðu nýverið starfsstöð á Akureyri.
Lesa meira
Fréttir
22.07.2021
Í sól og sumaryl við lesum Vikublað.
Lesa meira
Fréttir
22.07.2021
Laugardaginn 24. júlí kl. 15 opnar Ragnar Hólm málverkasýninguna Suðrið andar í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 í Reykjavík. Þetta er 19. einkasýning Ragnars og að þessu sinni sýnir hann ný olíumálverk og vatnslitamyndir.
Lesa meira
Fréttir
21.07.2021
GreenBlocks ehf. hefur óskað eftir tímabundnum afnotum lóðar Tröllabakka 1 (F1) á iðnaðarsvæðinu á Bakka.
Lesa meira
Fréttir
21.07.2021
Samkomulag um samruna Kjarnafæðis, Norðlenska matborðsins og SAH afurða var undirritað í júlí 2020. Samkeppniseftirlitið heimilaði samrunann með skilyrðum hinn 12. apríl síðastliðinn og síðan hafa stjórnir og stjórnendur félaganna ásamt ráðgjöfum unnið að því hörðum höndum að uppfylla skilyrðin til að fá heimild til að framkvæma samrunann. Nú hafa þau skilyrði verið uppfyllt og geta samrunafélögin því hafið sameiningarferlið. Þetta kemur fram ítilkynningu á vef félaganna.
Lesa meira
Fréttir
21.07.2021
Mærudagar, bæjarhátíð Húsavíkinga fer fram um helgina og stefnir í mikla gleði. Dagskráin er mjög fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, ekki síst yngsta kynslóðin.
Lesa meira
Fréttir
20.07.2021
Bæjarstjórn Akureyrar hefur ekki tekið neina umræðu um framtíð Wathnehússins sem stendur við Iðnaðarsafnið á Akureyri við Krókeyri
Lesa meira
Fréttir
19.07.2021
Hönnunarsamkeppni, að undangengnu forvali, um viðbyggingu við Ráðhús Akureyrarbæjar og endurbætur á núverandi húsnæði og lóð var haldin vorið 2021. Samkeppnin var auglýst í byrjun árs 2021, skil á tillögum var til 24. júní 2021. Niðurstaða dómnefndar var kynnt 13. júlí 2021.
Lesa meira
Fréttir
19.07.2021
Ferðamannastraumurinn er smám saman að aukast á Húsavík og aukinnar bjartsýni gætir í ferðaþjónustunni. Þetta á ekki síst við um hvalaskoðunarfyrirtækin í bænum. Vikublaðið ræddi við Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóra Gientle Giants hvalaferða(GG). Hann fagnar sérstaklega komu skemmtiferðaskipa til Húsavíkur en fyrsta skipið sigldi inn í Húsavíkurhöfn á dögunum.
Heimsfaraldurinn hefur sett sitt mark á rekstur GG en Stefán lítur björtum augum á sumarið. „Við vorum búin að fresta vertíðarbyrjun nokkrum sinnum frá 1. mars vegna ástandsins og óvissunar. Við fórum nokkrar sérferðir síðari hluta maí og svo ákváðum við að starta fyrir alvöru með góðum fyrirvara 1. júní,“ útskýrir Stefán og bætir við að ferðamannastraumurinn sé hægt og bítadi að aukast. „Það svo sem er bara búinn að vera merkilega góður stígandi í þessu, hægt og bítandi.“
Lesa meira
Fréttir
18.07.2021
Undanfarna daga hafa listamennirnir Jonna og Brynhildur Kristinsdóttir flakkað um með listasmiðjur í gerð handbrúða. Viðtökur hafa verið frábærar og krakkarnir verið skapandi og hugmyndarík eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira
Fréttir
17.07.2021
„Það yrði til mikilla bóta ef við gætum komið húsinu niður á grunn. Í framhaldinu mætti vinna að endurbótum á því í rólegheitum og eftir því sem fjárráð leyfa,“ segir Þorsteinn E. Arnórsson safnstjóri Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Wathnehúsið svonefnda hefur staðið við Iðnaðarsafnið í nær tvo áratugi án sökkuls, hita og rafmagns. Þess bíður að óbreyttu ekki annað en grotna niður.
Lesa meira
Fréttir
17.07.2021
„Helstu áhyggjur mínar eru þær að sú alúð og nærvera sem einkennt hefur allt starf Öldrunarheimila Akureyrar, sé í óvissu af því nú eru það ekki bæjarfulltrúar eða slíkir hagaðilar í heimabyggð sem taka þátt í ákvarðanatöku í framtíðinni. Það hefur mögulega orðið ákveðið rof þarna á milli,“ segir Halldór S. Guðmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, ÖA. Halldóri var ásamt fjölda annarra starfsmanna sagt upp störfum á dögunum. Heilsuvernd hjúkrunarheimili tóku við rekstri heimilanna með samningi við Sjúkratryggingar Íslands í vor.
Halldór og aðrir stjórnendur innan ÖA sem sagt var upp á dögunum hittast reglulega og taka gott spjall. „Við erum að þessu sjálfra okkar vegna. Við og aðrir stjórnendur hjá ÖA höfum unnið náið saman í langan tíma og viljum bara gæta hvors annars og styðja og fylgjast að um stund. Þessi morgunhittingur er einn hluti þess og gerir gott þó ekki sé annað en hittast og spjalla,“ segir hann um samverustundirnar.
Lesa meira
Fréttir
17.07.2021
Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra kemur fram að rannsókn á slysi sem varð í hoppukastala við Skautahöllina á Akureyri þann 1. júlí sé í fullum gangi og að málið sé yfirgripsmikið
Lesa meira
Fréttir
16.07.2021
Í hádeginu var fyrsta skóflustungan að Garðinum hans Gústa tekin að viðstöddu fjölmenni. Það voru dætur Ágústs heitins og Guðrúnar Gísladóttur, þær Ásgerður Jana og Berglind Eva Ágústsdætur sem munduðu skófluna í sameiningu. Meðal viðstaddra voru meðal annars fjölskylda og vinir Ágústs og bæjarstjórinn á Akureyri.
Lesa meira
Fréttir
16.07.2021
Sjö hafa sótt um embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða stöðu til fimm ára frá 1. september.
Lesa meira
Fréttir
15.07.2021
Dómnefnd í hönnunarsamkeppni um viðbyggingu og endurbætur á Ráðhúsi Akureyrar hefur ákveðið að veita Yrki arkitektum 1. verðlaun fyrir tillögu sína og hefur hún því verið valin til frekari hönnunar og útfærslu.
Lesa meira
Fréttir
15.07.2021
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Norðurþings segir í samtali við Vikublaðið að hún vilji kanna betur vilja íbúa sveitarfélagsins til vindorkuvers á Hólaheiði sem Qair Iceland ehf. hyggst reisa; áður en aðalskipulagi verði breytt.
Hún lagði fram tillögu á fundi byggðarráðs um að breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuversins verði frestað þar til umhverfismati er lokið.
Lesa meira
Fréttir
15.07.2021
Vikublaðið er komið út. Að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira
Fréttir
15.07.2021
Listasumar á Akureyri 2021 er í fullum gangi en hátíðin var sett þann 2. júlí síðastliðinn og mun hún standa yfir til 31. júlí. Listasumar hefur verið með aðeins breyttu sniði í ár en nú er áhersla lögð á færri en stærri viðburði. Einnig hefur verið komið til móts við vaxandi áhuga á listasmiðjum og þeim fjölgað.
Lesa meira
Fréttir
15.07.2021
Stjórn Þekkingarvarða ehf. hefur kynnt áform um uppbyggingu þekkingarþorps á svæði við Háskólann á Akureyri. Um er að ræða lóð sem á deiliskipulagi Háskólasvæðisins er merkt sem svæði til framtíðaruppbyggingar. Þekkingarvörður hafa sótt um lóðina til Skipulagsráðs Akureyrarbæjar.
Lesa meira
Fréttir
14.07.2021
Í desember 2018 var tekin ákvörðun um að fara í byggingu á leikskóla (Klappir) við Glerárskóla. Miðað var við 145 barna leikskóla og að tekin yrðu inn börn frá eins árs aldri. Heildarstærð skólans er um 1450m² og skiptist húsið í tvær hæðir og eru þar 7 eins deildir með sameiginlegu miðjurými í gegnum allan skólann.
Lesa meira
Fréttir
14.07.2021
Tilvalið er fyrir útivistarfólk að taka sér far upp að Strýtuskála með stólalyftunni Fjarkanum en þaðan er merkt gönguleið upp á brún Hlíðarfjalls. Hjólreiðafólk getur haft hjólin með sér í stólalyftuna en fjölmargar skemmtilegar hjóla- og gönguleiðir er að finna á svæðinu
Lesa meira