11.desember - 18.desember - Tbl 50
Skautafélag Akureyrar Íslandsmeistarar í Íshokky 2022-23
SA vann SR í fjórða leik liðanna í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í Reykjavík nú rétt í þessu.
Leiknum lauk með sigri SA 9-1 en til að hampa titlinum þurfti að vinna þrjá leiki og SA afgreiddi það örugglega 3-1.
Mörk SA í kvöld skoruðu:.
Hafþór Sigrúnarson
Heiðar Kristveigarson
Róbert Hafberg 2
Derric Gulay 2
Unnar Rúnarsson
Ormur Jónsson
Matthías Stefánsson
Mark SR skoraði
Pétur Maack
Þetta er i fjórða skiptið í röð sem SA hampar titilnum og í tuttugasta og þriðja skiptið sem SA verður Íslandsmeistari karla.