Fréttir

Húsavíkingar geta verið stoltir þó Óskurum fjölgi ekki

Húsavík – My Hometown úr Netflixmyndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga hlaut ekki Óskarsverðlaunin en tilkynnt var um það rétt í þessu. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin.
Lesa meira

Gæsahúð um allan heim vegna Húsavíkur

Húsavík tók sig einstaklega vel út á sjónvarpsskjám tuga milljóna fólks um allan heim rétt í þessu. Flutningur lagsins Húsavík – My Hometown úr Netflixmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var opnunaratriðið á Óskarsverðlaunahátíðinni sem hófst nú um 22:35. Lagið er tilnefnt til Óskarsverðlauna.
Lesa meira

Viljum við einokun í innanlandsflugi?

Það var mikið gæfuspor þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi þess að búa við góðar samgöngur.
Lesa meira

Orð dagsins í hálfa öld

Lesa meira

„Hlakka til að fá að vera hér og starfa“

Píeta samtökin munu opna sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni í sumar þegar þau opna starfsstöð á Akureyri. Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur hjá Píeta samtökunum og listamaður, mun sinna stöðu forstöðumanns á Akureyri.Píeta eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða og bjóða fólki 18 ára og eldri sem glíma við sjálfsvígshugsanir aðstoð frá fagfólki án endurgjalds.Birgir, einnig þekktur sem Biggi í Maus, hefur starfað sem sálfræðingur fyrir Píeta í um þrjú ár. Vikublaðið ræddi við Birgi um samtökin, listina og væntanlega búferlaflutninga norður en hann er þó nokkuð tengdur Akureyri. „Ég kom oft hingað með Maus á sínum tíma og hef einnig verið giftur Akureyrarmær í 13 ár og því eytt töluverðum tíma hérna sl. ár. Við eigum því stóra fjölskyldu hér og marga vini...
Lesa meira

Heiðlóan er Fugl ársins 2021

Það er heiðlóan sem er sigurvegari kosninga um titilinn Fugl ársins 2021. Hún flaug beint á toppinn í atkvæðagreiðslunni og sigraði með glæsibrag þar sem hún fékk bæði flest atkvæði sem 1. val kjósenda og var einnig með flest atkvæði samanlagt sem 1.-5. val. Himbriminn veitti henni harða keppni. Alls bárust 2054 atkvæði og stóð valið um 20 fugla. Velja mátti 5 fugla og raða þeim í sæti 1-5.
Lesa meira

4000 skammtar af bóluefni í næstu viku

Lesa meira

Snorri Björnsson, N4 og Bannað að dæma fengu viðurkenningu

Lesa meira

Dagrún Matthíasdóttir valin bæjarlistamaður Akureyrar 2021

Lesa meira

Verslun og þjónusta á Húsavík: „Ekki okkar að draga vagninn“

Staða verslunar og þjónustu á Húsavík hefur lengi verið á milli tanna Húsvíkinga. Reglulega hafa undirskriftarlistar farið af stað í bænum í von um að þrýsta á ýmist Krónuna eða Bónus að opna matvöruverslun í bænum. Án árangurs. Kveikjan að umræðunni nú er sú óvissa sem kom upp um framtíð Húsasmiðjunnar á staðnum; þó þar sé ekki um matvöruverslun að ræða.
Lesa meira

Vill sjá fólkvang á svæði Akureyrarvallar

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Stóri plokkdagurinn á laugardaginn

Lesa meira

Tíu verk valin til þátttöku í Upptaktinum

Lesa meira

Benedikt búálfur á Spotify

Lesa meira

Tæplega 70 þátttakendur á lausnamóti: Hacking Norðurland

Lausnamótið Hacking Norðurland fór fram dagana 15.-18. apríl þar sem unnið var með sjálfbæra nýtingu auðlinda Norðurlands út frá orku, vatni og mat.
Lesa meira

Þungur rekstur Akureyrarbæjar

Lesa meira

Vestfirskur plokkfiskur og eldbökuð föstudags pizza

„Ég vil byrja á að taka það fram að ég kann Andrési Vilhjálmssyni litlar þakkir fyrir að varpa boltanum yfir á mig beint úr Matarhorninu. Hann hefur aldrei komið í mat til mín og veit því ekki að ég elda yfirleitt ekki, og það sem ég geri í eldhúsinu er einfalt og eitthvað sem fer vel í strákana mína,“ segir Gísli Einar Árnason sem er matgæðingur vikunnar. „En þar sem að Andrés er góður maður kann ég ekki við annað en að taka áskoruninni. Hann er einnig mikill húmoristi og tel ég að áskorunin á mig sé í anda þess og til þess fallinn að vekja kátínu hjá lesendum Matarhornsins. Ég heiti sem sagt Gísli Einar og er Ísfirðingur en hef búið á Akureyri síðan 2007. Ég er tannréttingasérfræðingur og starfa á Tannlæknastofum Akureyrar á Glerártorgi. Er giftur Sigrúnu Maríu Bjarnadóttur sem stendur vaktina í eldhúsinu oftar en ég. Við eigum saman fjóra stráka sem eru álíka liðtækir í eldhúsinu og pabbi þeirra. Ég ætla að bjóða lesendum upp á tvennskonar uppskriftir! Annars vegar er það Vestfirskur plokkfiskur sem er mjög vinsæll mánudagsmatur hjá okkur og strákarnir mínir spæna í sig. Hins vegar eldbakaða pizzu sem við fjölskyldan sameinumst í að útbúa á föstudögum eftir að við fengum viðarkynntan pizza ofn,“ segir Gísli.
Lesa meira

Gríðarleg tækifæri í nýtingu glatvarma

Fólksfjölgun á Norðurlandi eystra er undir landsmeðaltali. Vikublaðið ræddi við Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og spurði út í hvaða tækifæri hann sjái til að snúa þeirri þróun við.
Lesa meira

Engin smit á Grænuvöllum á Húsavík

Greint var frá því fyrr í dag að leikskólinn Grænuvellir Á Húsavík hafi lokað einni deild vegna hugsanlegs Covid-19 smits. Það var gert sem varúðarráðstöfun vegna þess að fólk sem var gestkomandi á heimili barns af deildinni í síðustu viku; greindist með veiruna um helgina.
Lesa meira

Eiríkur Björn leiðir Viðreisn í NA-kjördæmi

Lesa meira

„Við vinnum þetta“

Ekkert lát er á viðburðum á Húsavík í tengslum við Óskarsverðlaunahátíðina sem fram fer í Hollywood 26. apríl. Rétt í þessu var rauður dregill á aðalgötu bæjarins formlega opnaður við hátíðlega athöfn.
Lesa meira

Segir íbúakosningu tilgangslausa og peningaaustur hjá Akureyrarbæ

Lesa meira

Loka deild á Grænuvöllum á Húsavík vegna hugsanlegs smits

Hugsanlega er komið upp Covid-19 smit í Leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík. Einni deild hefur verið lokað þar til niðurstöður berast úr sýnatöku sem barn á deildinn fer í í dag. Rúv greindi frá þessu en fólk sem var gestkomandi á heimili barnsins í síðustu viku greindist með veiruna um helgina.
Lesa meira

Vorhreinsun að hefjast

Lesa meira

Ný skáldsaga að norðan

Lesa meira

Heimabær allra, Húsavík: Tökum er lokið

ökum er nú lokið á myndbandi við lagið Husa­vik – My Home Town úr myndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga sem tilnefnt til Óskarsverðlauna. Atriðið var tekið upp á Húsavíkurhöfn. Myndbandið verður flutt á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer í Hollywood 26. apríl og verður sjónvarpað um allan heim.
Lesa meira