Fréttir

Hjóla 50 km til að styðja við uppbyggingu á tartan hlaupabraut

Ungmennafélag Langnesinga stefnir nú í stórhuga framkvæmdir á íþróttasvæðinu á Þórshöfn í samstarfi við sveitarfélagið Langanesbyggð. Á staðnum er virkt íþróttastarf en góða frjálsíþróttaaðstöðu hafa mörg börn og ungmenni sótt lengra til.
Lesa meira

Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands

Norðurþingi barst nýverið erindi frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem leitað er eftir því að fá uppfærðan lista yfir mikilvægustu uppbyggingarverkefnin inn á áfangastaðaáætlun. Óskað er eftir tilnefningu á fimm verkefnum sem sveitarfélagið metur sem mikilvæg fyrir uppbyggingu á ferðaþjónustu á viðkomandi svæði.
Lesa meira

Reikna með að kennsla hefjist á réttum tíma í Lundaskóla

Miklar endurbætur hafa staðið yfir á húsnæði Lundarskóla síðustu mánuði og eru framkvæmdir við A-álmu skólans komnar langt á veg en unnið er við lokafrágang þessa dagana.
Lesa meira

„Stór dagur fyrir Nökkva"

Nýtt og glæsilegt aðstöðuhús hefur verið afhent Siglingaklúbbnum Nökkva og er framkvæmdum þar með að mestu lokið og húsið tilbúið til notkunar, þótt einhver smávægilegur frágangur sé eftir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.
Lesa meira

Eyjólfur Vilberg Gunnarsson ráðinn sparisjóðsstóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga

Eyjólfur er með viðskiptafræðimenntun frá Háskóla Íslands (2002) og með M.Sc. gráðu í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík (2009). Einnig er Eyjólfur að taka löggildingu fasteigna- og skipasala, með skipstjórnarréttindi á skip upp að 45 metrum, vélavarðarréttindi upp að 750 kw og knattspyrnuþjálfararéttindi.
Lesa meira

„Þetta þróaðist bara í höndunum á mér“

Egill Bjarnason blaðamaður er búsettur á Húsavík ásamt sambýliskonu sinni, Sigrúnu Björgu Aðalgeirsdóttur og tveimur sonum þeirra. Egill gaf út sína fyrstu bók í maí, How Iceland Changed the World (is. Hvernig Ísland breytti heiminum). Hann hefur skrifað fyrir AP, The New York Times (NYT) og fleiri erlenda miðla. Bókin var gefin út á ensku en það er bókaútgáfan Penguin Random House sem gefur hana út. Í bókinni er farið yfir þá ósögðu atburðarás sem varð til þess að örsmá eyja í miðju Atlantshafi hefur mótað heiminn í aldaraðir. Ég settist niður með Agli í garðinum hans á Húsavík enda veðrið milt og gott. Egill er hávaxinn og virkar örlítið hlédrægur en líklega er það vegna þess hvað hann er einstaklega yfirvegaður. Hann hefur góða nærveru og er áhugasamur umumhverfi sitt. Við settumst niður í miðjum garðinum sem er umlukinn stórum trjám og drekkum í okkur sólina. Egill kann vel þá list að segja frá og ég þarf lítið að gera annað en að hlusta. Viðtalið fæðist af sjálfu sér.
Lesa meira

„Tilbúinn andlega og hlakka til að prufa eitthvað nýtt“

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gekk nýlega lið liðs við ítalsaka liðið Lecce sem spilar í ítölsku B-deildinni. Brynjar hefur spilað afar vel með KA í úrvalsdeildinni í sumar og spilaði nýverið sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hlutirnir hafa því gerst hratt hjá knattspyrnumanninum efnilega. Vikublaðið forvitnaðist um líf Brynjars sem er Norðlendingur vikunnar. Ég byrja á að spyrja Brynjar hvernig það leggist í hann að flytja út til Ítalíu. „Bara æðislega, ég er tilbúinn andlega og hlakka til að fá prufa eitthvað nýtt og Ítalía er frábær staður fyrir það. Ég tel að þetta sé fínn áfangastaður til að hefja atvinnumannaferilinn erlendis. Það sem maður hefur séð og heyrt um Lecce er ekkert nema jákvætt fyrir ungan mann sem er að taka sín fyrstu skref. Þeir er með tvo frá Skandinavíu sem eru á mínum aldri og þeir eru eru að fá spilatíma.“
Lesa meira

Silvía Rán gengin til liðs við Göteborg HC

SA-ingurinn Silvía Rán Björgvinsdóttir hefur gengið til liðs við Göteborg HC og mun leika með liðinu í SDHL deildinni í íshokkí í vetur.
Lesa meira

Mikil lyftistöng fyrir hjólabæinn Húsavík

Vikublaðið ræddi við Aðalgeir Sævar Óskarsson, formann Hjólreiðafélags Húsavíkur en hann var mjög spenntur yfir því að fá hluta mótsins til Húsavíkur.
Lesa meira

Á miðaldra, hreyfióða vagninum og er að fíla það

Eitt kvöldið vafraði ég um miðlana eins og oft áður, þeir voru uppfullir af fréttum um nýjan VIP næturkúbb í Reykjavík, partý í skútum og kynmök á búbbluhóteli og ég varð skyndilega ótrúlega þakklát fyrir að vera bara á miðaldra vagninum þar sem allir keppast um að vera úti að leika í náttúrunni. Þakklát fyrir að í mínu ungdæmi voru ekki til neinir áhrifavaldar eða nettröll, engir samfélagsmiðlar og aðalumhugsunarefnið var hvort það yrði sveitaball í Víkurröst eða Ýdölum um komandi helgi.
Lesa meira

Ný sirkussýning utandyra um allt land í sumar

Sirkushópurinn Hringleikur leggur land undir fót og sýnir Allra veðra von utandyra um allt land í sumar. Sýningin var sýnd í Tjarnarbíói í vor og hlaut góðar viðtökur áhorfenda á öllum aldri.
Lesa meira

Vill bíða með skipulagsbreytingar vegna vindorkuvers á Hólaheiði

Á byggðarráðsfundi Norðurþings í vikunni lagði Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fulltrúi V-lista Vinstri grænna til; að fallið verði frá fyrirhuguðum breytingum á Aðalskipulagi Norðurþings fyrir byggingu stórtæks vindorkuvers á Hólaheiði.
Lesa meira

Fjölbreytt störf sem hægt er að tengja við námið

Líkt og í fyrra tekur Háskólinn á Akureyri þátt í átaksverkefni Vinnumálastofnunar til að fjölga tímabundnum störfum fyrir stúdenta í sumar.
Lesa meira

PCC: Síðari ofninn í gang

Í tilkynningu frá PCC segir að endurgangsetning síðari ofnsins í kísilverinu á Bakka hafi gengið vel en hún hófst á sunnudagskvöld. Búið er að hleypa afli á rafskautin og hefur ofninn verið hitaður jafn og þétt í vikunni. Stefnt er að mötun nú um helgina.
Lesa meira

Hvar er ræktunarmetnaðurinn sem ríkti á Akureyri?

Nú þykir mér minn gamli og kæri heimabær vera farinn að dragast aftur úr. Þegar ég ólst þar upp, um og eftir miðja síðustu öld, var almennt viðurkennt að hann væri til fyrirmyndar hvað varðaði gróður, ræktun og umhverfi
Lesa meira

Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi samþykktur

Framboðlisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi fyrr í kvöld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra skipar eins og vænta mátti oddvitasætið en Anna Kolbrún er í 2. sæti.Hún hefur setið á þingi síðan 2017.
Lesa meira

Útgerðarsögusýning opnar í Strandmenningarsetri Norðursiglingar

Á sunnudaginn komandi, 11. júlí kl. 10:30, verður formleg opnun á nýrri sýningu á veitingastaðnum Gamla bauk við höfnina á Húsavík. Veitingastaðurinn hefur frá upphafi hýst ýmsa muni tengda sjósókn og strandmenningu og verður sýningin glæsileg viðbót við staðinn.
Lesa meira

Hjól atvinnulífsins farin að snúast

Nú þegar veðrið hefur leikið við okkur og bansett veiran er hætt að halda okkur í gíslingu er ekki laust við að geðið lyftist og aukinnar bjartsýni gæti. Maður leyfir sér loks að trúa á framtíðina.
Lesa meira

Heildarfjöldi frjókorna sá mesti frá árinu 2005

Frjómælingar í júní sýndu að magn frjókorna í lofti á Akureyri var mikið, þrátt fyrir kaldan mánuð. Þetta kemur fram á vef Náttúrufræðistofnun Íslands
Lesa meira

Ferskt Vikublað er komið út

Vikublaðið kemur út í dag eins og alla fimmtudaga og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira

Byggjum undir öflugt íþróttastarf

Á hverju ári stendur KA fyrir íþróttamótum fyrir stúlkur jafnt sem drengi. Um liðna helgi lauk N1 mótinu sem er eitt fjölmennasta íþróttamót sem haldið er hér á landi. Ríflega tvö þúsund drengir, hvaðanæva af landinu, kepptu sín á milli í knattspyrnu hvattir áfram af fjölskyldum og vinum. Gleði, kapp og ánægja skein úr hverju andliti sem er okkur KA fólki mikils virði enda leggja fjölmargir sjálfboðaliðar félagsins gríðarlega vinnu á sig til þess að mótið geti farið fram. Fyrir þessa vinnu erum við félagsmönnum okkar þakklátir því það er í raun ekkert sjálfgefið í dag að fólk fórni tíma sínum í félagsstarf sem þetta. KA er sem betur fer ríkt af virkum sjálboðaliðum og stuðningsmönnum.
Lesa meira

Lúxushótel við Grenivík: Stefna á að byggingaframkvæmdir hefjist í ágúst

Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, fyrrverandi landsliðsmenn á skíðum og eigendur Viking Heliskiing og Scandic Guides, eru komnir vel af stað með risaverkefni í heilsársferðaþjónustu. Eins og við höfum áður greint frá hafa þeir ákveðið í samstarfi við erlenda fjárfesta að hefja byggingu á glæsilegu lúxus hóteli rétt við Grenivík í Eyjafirði.
Lesa meira

Oddeyrin EA komin til Akureyrar, skipið getur geymt lifandi fisk í tönkum

Tímamót urðu í sögu Samherja í dag og þar með íslenskum sjávarútvegi, er Oddeyrin EA kom til Akureyrar eftir gagngerar breytingar á skipinu í dönsku skipasmíðastöðinni Karstensens. Samherji keypti uppsjávarveiðiskip og lét breyta því fyrir bolfiskveiðar, jafnframt verður hægt að dæla fiski um borð og geyma lifandi í sér útbúnum tönkum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja.
Lesa meira

Hið eilífa nú

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld. Ætli textahöfunda hafi raunverulega grunað hversu hratt tíminn gæti liðið? Eða líður tíminn kannski hraðar eftir því sem fólk eldist? Það eina sem ég veit er að tíminn geysist áfram af ógnarhraða. Dagar, vikur, mánuðir, ár. Furðulegast finnst mér að venjast því að rifja upp eitthvað sem átti sér stað fyrir tuttugu árum en gæti allt eins hafa gerst í gær. Svo magnaður er heilinn okkar að geta kallað fram minningar æsku- og unglingsára eins og ekkert sé. En hvað er það sem kallar þetta fram og heldur í minningarnar? Fljótt á litið langar mig að segja skynfærin. Það eru skynfærin sem færa okkur til baka. Ilmur af einhverju, kunnuglegt lag, mynd sem augað nemur, minning um snertingu.
Lesa meira

„Fólk á að hafa metnað fyrir bænum sínum“

Þuríði Þráinsdóttur þekkja flestir Húsvíkingar en hún er svo sannarlega með mold undir nöglunum, enda gengur hún stundum undir nafninu garðyrkjudrottningin. „Ég kom þessu nafni reyndar sjálf á,“ segir hún og hlær innilega en hún hefur alla tíð haft áhuga á blóma og garðrækt. Vikublaði ræddi við Þuríði á dögunum.
Lesa meira

Bygging á nýrri flugstöð boðin út

Lesa meira

Dýrin í skógunum

Lesa meira