Fréttir
04.06.2021
Nýverið var fundust mannabein við Ketilsstaði á Tjörnesi m.a. hauskúpa sem talin er vera af ungri stúlku. Víða á Tjörnesi hafa staðið yfir framkvæmdir þar sem verið er að grafa að húsum til að koma fyrir varmadælum. Beinafundur af þessu tagi er ekki einsdæmi á Tjörnesi en þekkt er að við uppgröft hafi verið komið niður á gamla grafreiti.
Lesa meira
Fréttir
02.06.2021
Vinir mínir segja margir að ég sé klikkaður enda aukast sífellt öfgarnar í pottablómaáhugamáli mínu. Í dag á ég eina plöntu fyrir hverja viku ársins eða alls 52 og þeim á eflaust eftir að fjölga. Plönturnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Allt frá litlum kaktusum, hawaii rósum, stórum drekatrjám og eitt nýlegt ólívutré svo dæmi sé tekið.
Lesa meira
Fréttir
02.06.2021
Fyrr í vor sendi Siglfirðingurinn Sigurður Ægisson tillögu á skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar sem fól í sér að lausaganga katta yrði bönnuð í sveitarfélaginu. Erindið var samþykkt enda engin rök með því að einn hópur gæludýraeigenda sleppi við það að bera nokkra ábyrgð á sínu dýri á meðan aðrir þurfa að hafa sín dýr undir ströngu og stöðugu eftirliti. Þá rann kattareigendum kalt vatn milli skinns og hörunds enda sáu þeir fram á að þurfa að hugsa um dýrið sitt eins og aðrir dýraeigendur. Við tóku persónuárásir og svívirðingar á internetinu þar sem engu var til sparað.
Lesa meira
Fréttir
01.06.2021
Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Í dag er alþjóðadagur foreldra. Hlutverkið er ærið en æ minni tími til að sinna því? Skólar, íþróttafélög og aðrir fagaðilar hafa tekið við hlutverki foreldra að einhverju leyti sem uppalendur. Foreldri þarf ekkert að læra til að vera heldur aðeins gera. Það segir í fyrra markmiði foreldrasáttmálans sem er víða í notkun: „Að vekja foreldra og forráðamenn til vitundar um mikilvægi þess að sýna börnum og unglingum umhyggju, virkan stuðning og setja þeim skýr mörk.‟
Lesa meira
Fréttir
31.05.2021
Ef einhvern tímann hefur verið gaman að vera frá Húsavík, þá er það sannarlega núna. Húsavík, My Hometown. Á innan við ári höfum við eignast hlutdeild í svolítið kjánalegri gamanmynd um "húsvíkinginn" Lars og draum hans um að sigra Eurovision söngvakeppnina. Lagið Húsavík var svo tilnefnt til Óskarsverðlauna sem besta frumsamda lagið með tilheyrandi fjaðrafoki og upptökum við Húsavíkurhöfn og nú síðast birtist stigakynnir okkar Íslendinga í Eurovision á skjám Evrópubúa með Húsavíkurkirkju í baksýn.
Lesa meira
Fréttir
31.05.2021
Linda Margrét Baldursdóttir hjólaði ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Eiðsyni 430 km. leið frá Húsavík til Hafnar í Hornafirði síðast liðið sumar. Ferðin reyndist hið mesta ævintýri þar sem veðuröflin létu finna fyrir sér. Um næstu helgi hefst nýtt hjólreiðaævintýri þegar þau hjónin leggja af stað frá Höfn til Reykjavíkur. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við Lindu á dögunum.
Lesa meira
Fréttir
29.05.2021
Síðasta sumar var ólíkt öllum öðrum vegna ástæðu sem allir þekkja. Íslendingar nýttu sér í mun meira mæli áfangastaði innanlands og þá þjónustu sem er í boði um landið okkar allt en þeir hafa gert áður. Samsetning ferðafólks var þannig, með tilliti til þjóðernis, ólík því sem ferðaþjónustuaðilar hafa átt að venjast.
Lesa meira
Fréttir
29.05.2021
Akureyringurinn Baldvin Z er einn fremsti leikstjóri landsins og hefur sent frá sér kvikmyndir á borð við Lof mér að falla og Vonarstræti sem hafa slegið í gegn. Baldvin Z fékk snemma áhuga á kvikmyndagerð og var ungur að árum þegar hann vissi hvað braut hann ætlaði að feta í lífinu. Baldvin Z er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. „Covid fór bara frekar vel með mig og mína og er ég endalaust þakklátur fyrir það. Ég er spenntur fyrir sumrinu, sem reyndar fer mestmegnis í vinnu hjá mér. Ég er í tökum núna á sjónvarpsseríunnni Svörtu Söndum sem verða frumsýndir á Stöð 2 um jólin. Þetta er alveg eitthvað annað. Geðveikt spennandi saga, frumleg og frökk í umhverfi sem við höfum séð áður, en kemur okkur svo sannarlega á óvart. Svo eru tvær bíómyndir í farvatninu og einnig leikinn sería um Frú Vigdísi Finnbogadóttur.....
Lesa meira
Fréttir
28.05.2021
Þann 11. maí sl. tók Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings fyrir erindi frá Jóni Helga Björnssyni f.h. Veiðifélags Laxár í Aðaldal, Páli Ólafssyni f.h. Veiðifélags Mýrarkvíslar og Guðmundi Helga Bjarnasyni f.h. Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindarlækjar. Erindið var jafnframt sent til Fiskistofu en þar óska viðkomandi eftir því að bann verði lagt við netaveiðum á göngusilungi í sjó í Skjálfandaflóa.
Lesa meira
Fréttir
28.05.2021
Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi D-lista á Akureyri gaf það út á dögunum að hann hyggðist ekki gefa kost á sér næstu sveitastjórnakosningum. Þegar hann gaf kost á sér sem oddviti Sjálfstæðisflokks árið 2014 hafði hann á orði að hann myndi sitja í minnst átta ár en mest 12 ár ef hann fengi til þess umboð.
Lesa meira