Fréttir

Fyrsta óperusýningin í Hofi

Lesa meira

Völsungar stefna á bikarævintýri

„Það er bikarævintýri í uppsiglingu,“ segir Græni herinn, stuðningsmannaklúbbur Völsungs. Völsungar báru sigurorð af Tindastóli á Sauðárkróki sl. föstudag í Mjólkurbikarnum. Lokatölur urðu 0-2 með mörkum frá Aðalsteini Jóhanni Friðrikssyni og nýliðanum Santiago Feuillassier. Santiago staðfesti félagaskipti sín til Völsungs á síðasta degi vetrar.
Lesa meira

„Montin og þakklát á sama tíma“

„Tilfinningin að vera bæjarlistamaður er bara mjög góð. Ég er auðvitað pínu montin með það og þakklát á sama tíma,“ segir Dagrún Matthíasdóttir sem er bæjarlistamaður Akureyrar 2021. Valið var tilkynnt á árlegri Vorkomu bæjarins á Sumardaginn fyrsta en vegna samkomubanns var Vorkoman send út á Facebooksíðu Akureyrarbæjar. Dagrún segir valið hafa komið sér á óvart. „Þegar Almar Alfreðsson hjá Akureyrarstofu hringdi í mig með fréttirnar þá hélt ég að hann væri að falast eftir upplýsingum um viðburði hjá okkur í RÖSK eða minna á gildaga.“ En hvernig hyggst Dagrún verja tímanum sem bæjarlistamaður? „Ég ætla að nýta tímann mjög vel og vinna að mestu við grafíklist og njóta þess að gera tilraunir þar og vinna að sýningum. Ég verð líka viðburðarstjóri umhverfislistahátíð Í Alviðru í Dýrafirði sem er á Vestfjörðum þar sem ég tengi saman listamenn á svæðinu og listamenn héðan á Norðurlandi í samvinnu. Og vona að það verði áframhald á því verkefni að ári.“
Lesa meira

Rekstur Norðurorku viðunandi á árinu 2020

Lesa meira

Samantekt og niðurstöður umsagnar

Lesa meira

Smit á Akureyri

Lesa meira

Einn strigi, eitt tækifæri, ein mynd

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Auglýsa tillögu að breyttu KA-svæði

Lesa meira

Samningur um rekstur Áfangastaðastofu

Lesa meira

Nýtt starfsfólk ÖA á aðra kjarasamninga

Lesa meira

Ofurmæðgur á setti: Sannkallað ævintýri

Mæðgurnar Viðja Karen Vignisdóttir og Berglind Ragnarsdóttir léku báðar stórt hlutverk í tengslum við tökur á myndbandinu við Husavik – My Hometown. Viðja er ein af stúlkunum 17 sem sungu með Molly Sandén og opnuðu Óskarsverðlaunahátíðina sem fram fór aðfararnótt mánudags.
Lesa meira

Samþykktu tillögu á deiliskipulagi fyrir heilsugæslustöð á tjaldsvæðisreitnum

Lesa meira

Fjórir nýir atvinnuslökkviliðsmenn útskrifaðir á Akureyri

Lesa meira

Níu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi

Lesa meira

„Allskyns pönnukökur eru mín sérgrein“

Atli Páll Gylfason tók áskorun frá Gísla Einari í síðasta blaði og kemur hér með nokkrar uppskriftir í matarhornið. „Ég starfa sem múrari hér á Akureyri. Það er rétt hjá honum Gísla vini mínum sem skoraði á mig að ég hef gaman af töfrum eldhússins en yfirleitt sé ég um að borða matinn og ganga frá. Það kemur stundum fyrir að ég sé um að eldamennskuna og eru alls kyns pönnukökur mín sérgrein. Það er hægt að setja allt á pönnukökur! Ég ætla að deila með ykkur 2 uppskriftum,“ segir Atli.
Lesa meira

Húsavíkingar geta verið stoltir þó Óskurum fjölgi ekki

Húsavík – My Hometown úr Netflixmyndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga hlaut ekki Óskarsverðlaunin en tilkynnt var um það rétt í þessu. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin.
Lesa meira

Gæsahúð um allan heim vegna Húsavíkur

Húsavík tók sig einstaklega vel út á sjónvarpsskjám tuga milljóna fólks um allan heim rétt í þessu. Flutningur lagsins Húsavík – My Hometown úr Netflixmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var opnunaratriðið á Óskarsverðlaunahátíðinni sem hófst nú um 22:35. Lagið er tilnefnt til Óskarsverðlauna.
Lesa meira

Viljum við einokun í innanlandsflugi?

Það var mikið gæfuspor þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi þess að búa við góðar samgöngur.
Lesa meira

Orð dagsins í hálfa öld

Lesa meira

„Hlakka til að fá að vera hér og starfa“

Píeta samtökin munu opna sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni í sumar þegar þau opna starfsstöð á Akureyri. Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur hjá Píeta samtökunum og listamaður, mun sinna stöðu forstöðumanns á Akureyri.Píeta eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða og bjóða fólki 18 ára og eldri sem glíma við sjálfsvígshugsanir aðstoð frá fagfólki án endurgjalds.Birgir, einnig þekktur sem Biggi í Maus, hefur starfað sem sálfræðingur fyrir Píeta í um þrjú ár. Vikublaðið ræddi við Birgi um samtökin, listina og væntanlega búferlaflutninga norður en hann er þó nokkuð tengdur Akureyri. „Ég kom oft hingað með Maus á sínum tíma og hef einnig verið giftur Akureyrarmær í 13 ár og því eytt töluverðum tíma hérna sl. ár. Við eigum því stóra fjölskyldu hér og marga vini...
Lesa meira

Heiðlóan er Fugl ársins 2021

Það er heiðlóan sem er sigurvegari kosninga um titilinn Fugl ársins 2021. Hún flaug beint á toppinn í atkvæðagreiðslunni og sigraði með glæsibrag þar sem hún fékk bæði flest atkvæði sem 1. val kjósenda og var einnig með flest atkvæði samanlagt sem 1.-5. val. Himbriminn veitti henni harða keppni. Alls bárust 2054 atkvæði og stóð valið um 20 fugla. Velja mátti 5 fugla og raða þeim í sæti 1-5.
Lesa meira

4000 skammtar af bóluefni í næstu viku

Lesa meira

Snorri Björnsson, N4 og Bannað að dæma fengu viðurkenningu

Lesa meira

Dagrún Matthíasdóttir valin bæjarlistamaður Akureyrar 2021

Lesa meira

Verslun og þjónusta á Húsavík: „Ekki okkar að draga vagninn“

Staða verslunar og þjónustu á Húsavík hefur lengi verið á milli tanna Húsvíkinga. Reglulega hafa undirskriftarlistar farið af stað í bænum í von um að þrýsta á ýmist Krónuna eða Bónus að opna matvöruverslun í bænum. Án árangurs. Kveikjan að umræðunni nú er sú óvissa sem kom upp um framtíð Húsasmiðjunnar á staðnum; þó þar sé ekki um matvöruverslun að ræða.
Lesa meira

Vill sjá fólkvang á svæði Akureyrarvallar

Lesa meira