Fréttir

Háhyrningar spókuðu sig í blíðviðrinu

Náttfari, einn af eikarbátum Norðursiglingar sigldi úr Húsavíkurhöfn upp úr hádegi í gær, þriðjudag. Þeir 13 farþegar sem voru um borð duttu heldur betur í lukkubátinn enda einstaklega gott veður og Skjálfandinn skartaði sínu fegursta. Með í för voru einnig tveir aðilar frá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík og tveggja manna áhöfn.
Lesa meira

Hvassviðri hamlar opnun nýrrar stólalyftu í Hlíðarfjalli

Lesa meira

Íbúakosning um skipulagsbreytingu á Oddeyri

Lesa meira

Heilsuvernd og Umönnun hafa áhuga á rekstri ÖA

Lesa meira

Sungið um Húsavík í Suður-Kóreu

Sigurganga lagsins Húsa­vík, sem í gær var til­nefnt til Óskar­sverðlauna, ætlar engan endi að taka. Á myndbandinu hér að neðan má sjá suðurkór­esk­an kvart­ett taka lagið á suðurkór­esku sjón­varps­stöðinni JTBC Entertain­ment.
Lesa meira

Kjass og Killer Queen á Græna hattinum

Lesa meira

Vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Lesa meira

KEA úthlutaði styrkjum til 46 aðila úr Menningar-og viðurkenningasjóði

Lesa meira

Húsavík tilnefnt til Óskarsverðlauna

Draumur margra Húsvíkinga um Óskarsverðlaun færðist nær í dag. Tilkynnt hefur verið að lagið Húsa­vík úr kvik­mynd­inni Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire Saga er til­nefnt til verðlaun­anna í flokki frumsamdra sönglaga (e. original song).
Lesa meira

Lagning ljósleiðara til Hríseyjar

Lesa meira

„Eigum ekki að vera hrædd við að byggja upp í loftið"

Lesa meira

„Stolt okkar bæjarfélags hér eftir sem hingað til“

Stofnunfundur hollvinasamtaka Húsavíkurkirkju var haldinn að lokinni messu í Húsavíkurkirkju á sunnudagskvöld sl. Um 50 manns voru saman komnir í messuna og urðu flestir eftir til að taka þátt í fundinum. Hinum nýju samtökum er ætlað að stuðla að uppbyggingu á Húsavíkurkirkju, eigna hennar og umhverfi. Eins og Vikublaðið hefur áður greint frá hafa komið í ljós talsverðar fúaskemmdir á ytra byrði kirkjunnar, krossum og skrautlistum. Þá er þörf á miklu viðhaldi á Bjarnahúsi, safnaðarheimili Húsavíkursóknar.
Lesa meira

Elgur í vígahug

Lesa meira

Framsýn kallar eftir aðgerðum vegna stöðu lágtekjufólks

Framsýn stéttarfélag samþykkti á fundi stjórnar og trúnaðarráðs ásamt stjórn Framsýnar-ung á mánudag að senda frá sér ályktun þar sem þess er krafist að stjórnvöld grípi þegar í stað til tímabundinna aðgerða til að bæta kjör atvinnuleitenda, jafnframt því að auka stuðning við lágtekjufólk til lengri tíma.
Lesa meira

Miðaldra karl og mamma, ok kannski aðeins meira en miðaldra

Lesa meira

Óskarinn til Húsavíkur: „Þetta eiginlega datt bara upp í hendurnar á mér“

Nokkrir Húsvíkingar tóku sig til á dögunum undir forystu Örlygs Hnefils Örlygssonar, hótelstjóra og Eurovision-aðdáanda og gerðu myndband til að skora á akademíuna amerísku til að velja lagið af skammlistanum. Myndbandið sem var frumflutt á vef Fréttablaðsins er skrifað og framleitt af þeim Örlygi, Leonardo Piccione og Rafnari Orra Gunnarssyni. Jenný Lára Arnórsdóttir og Kristín Lea Sigríðardóttir leikstýrðu og sáu um leikaraval.
Lesa meira

„Áskorun að takast á við ný verkefni“

Litla Kompaníið í samstarfi við Leikfélag Akureyrar frumsýndi í gærkvöld einleikinn „Óvænt uppákoma“ eftir Sögu Jónsdóttur sem einnig flytur verkið og Sunna Borg flytur „Bergljótu” sem er ljóðabálkur eftir Björnstjerne Björnsson við píanóundirleik Alexanders Edelstein. Næstu sýningar fara fram 13.-19. og 20. mars. Saga og Sunna hafa unnið mikið saman undanfarin ár og láta engan bilbug á sér finna. Sunna fæddist í Reykjavík og átti heima þar fyrstu ár ævi sinnar en fluttu til Akureyrar árið 1979 og hefur verið hér síðan. Hún útskrifaðist frá leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1970 og hélt því upp á 50 ára leiklistarafmælið síðasta sumar. Vikublaðið forvitnaðist um líf og störf Sunnu.
Lesa meira

Sigurður hjá SS Byggir í viðtali: Ýmsar rangfærslur varðandi Tónatröð og Eyrina

Talsvert hefur verið rætt og ritað um mögulega þéttingu byggðar á Eyrinni og í Tónatröð að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Leitað var álits bæjarfulltrúa í síðasta Vikublaði en nú er tímabært að viðra skoðanir Sigurðar Sigurðssonar, framkvæmdastjóra SS Byggis. „Margir spyrja sig hvers vegna verið sé að þétta byggð? Er ekki til nægilegt landrými? Svarið við þeim spurningum er að fjárhagslega er staða margra sveitarfélaga með þeim hætti að ekki kemur annað til greina en að þétta byggð og gera það myndarlega. Það á svo sannarlega við um Akureyri og það vita allir sem vilja vita,“ segir Sigurður. Hann bendir á að uppbygging og rekstur innviða sveitarfélaga sé stór þáttur í útgjöldum þeirra. „Út frá samgöngu- og umhverfissjónarmiðum verðum við sem samfélag líka að taka ábyrga afstöðu til skipulagsmála, nýta landgæði og stuðla að þéttingu byggðar. Þétting byggðar gefur tækifæri til að skapa blómlegt mannlíf í og við miðkjarna Akureyrar sem gerir sveitarfélagið að samkeppnishæfari og eftirsóknarverðari búsetukosti.“ Sigurður segir ýmsar rangfærslur á sveimi varðandi þessa tvo byggingarkosti, Eyrina og Tónatröð. „Í hvorugu tilvikinu kom frumkvæðið frá SS Byggi. Á Eyrinni breytti Akureyrarbær rammaskipulagi og í tilviki Tónatraðar kom frumkvæðið frá skipulagsyfirvöldum bæjarins. Þar á bæ var bent á þessar lóðir vegna þess að þær höfðu verið lausar í áraraðir. SS Byggir á lóðir og fasteignir á Eyrinni. Akureyrarbær breytti fyrir nokkrum árum skipulaginu þarna, án vitundar okkar, þannig að þar skal nú rísa blönduð byggð; þjónustu, iðnaðar og íbúabyggðar. Fyrirtækinu stendur því ekki til boða að endurbyggja iðnaðarhúsnæði á svæðinu þar sem það uppfyllir ekki kröfur rammaskipulags sveitarfélagsins. Það er heldur ekki hægt, viðskiptalega séð, að byggja þriggja til fjögurra hæða hús á svæðinu þar sem kostnaður við uppkaup fasteigna, dýr grundun og þröng deiliskipulagsskilyrði kollvarpa fjárhagslegum grundvelli slíks verkefnis. Þess vegna gera hugmyndir SS Byggis ráð fyrir að byggja þurfi hærra en núgildandi rammaskipulag gerir ráð fyrir. En ég ítreka að það skipulag sem gerir ráð fyrir fjölbýlishúsum neðan við Hjalteyrargötu er á engan hátt að frumkvæði SS Byggis,“ segir hann.
Lesa meira

Segir áfengissölu í Hlíðarfjalli ganga gegn forvarnastefnu Akureyrarbæjar

Lesa meira

Kanna grundvöll fyrir reglubundnu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Lesa meira

Hafdís og Birnir Vagn íþróttafólk UFA

Lesa meira

Rafskútuleiga opnar á Akureyri

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Ríkið styrkir Eurovisionsafnið

Lesa meira

Bólusetningar halda áfram á Norðurlandi-Rúmlega þúsund skammtar bárust í gær

Lesa meira

Þrír leikmenn sömdu við Þór/KA

Lesa meira

Völsungur í undanúrslit Kjörísbikarsins

Völsungur tryggði sér á laugardag sæti í undanúrslitum Kjöríssbikars kvenna í blaki með sigri í dramatískum leik á móti Álftanesi. Heimastúlkur byrjuðu af krafti og unnu fyrstu tvær hrinurnar 26-24. Álftanes unnu svo næstu tvær hrinur (12-25 og 20-25). Í oddahrinunni var jafnt á nær öllum tölum en í stöðunni 13-13 átti Álftanes tvö misheppnuð smöss í röð og þar með tryggði Völsungur sér verðskuldaðan sigur í leiknum, 3-2!
Lesa meira