Mikið vatnstjón í Ráðhúsinu á Akureyri

Slökkviliðsmenn vinna að því að hreinsa upp vatnið. Mynd af Facebooksíðu Akureyrarbæjar
Slökkviliðsmenn vinna að því að hreinsa upp vatnið. Mynd af Facebooksíðu Akureyrarbæjar

Mikið vatnstjón varð í Ráðhúsinu á Akureyri í dag en talið er að vatns­krani í eld­húsi hafi gefið sig á fjórðu hæð hússins með þeim af­leiðing­um að vatn rann á milli hæða. Það er mbl.is sem greindi frá.

Haft er eftir Magnúsi Smára Smára­syni, aðstoðar­varðstjóra hjá slökkviliðinu á Ak­ur­eyri, að starfs­menn ráðhúss­ins hafi orðið var­ir við lek­ann þegar þeir komu þangað upp úr klukk­an hálf­átta í morg­un. Voru þeir bún­ir að skrúfa fyr­ir þegar slökkviliðið mætti á vett­vang.

„Þetta er gríðarlegt tjón. Þetta byrj­ar á efstu hæð og lek­ur á milli hæða. Það mun líða tals­verður tími þangað til hægt er að meta rauntjónið sem varð í þess­um at­b­urði,“ seg­ir Magnús Smári, við mbl.is

Einnig skemmdust gól­f­efni og loft­plöt­ur en starfs­fólk ráðhúss­ins tók þátt í að þurrka upp vatnið.

Slökkviliðið lauk störf­um á vett­vangi upp úr klukk­an níu í morg­un.

 


Nýjast