Nýr íbúðakjarni við Stóragarð á Húsavík fyrir einstaklinga með sértækar þjónustuþarfi var formlega afhentur í dag við hátíðlega athöfn.
Það var Drífa Valdimarsdóttir, starfandi sveitarstjóri Norðurþings sem tók við lyklunum frá Sigmari Stefánssyni framkvæmdastjóra trésmiðjunnar Reinar. Drífa afhenti lyklana svo áfram til Hróðnýjar Lund, félagsmálastjóra.
Um er að ræða íbúðakjarna með sex íbúðum auk sameiginlegs rýmis og starfsmannaaðstöðu. Það er Trésmiðjan Rein sem var aðalverktaki framkvæmdanna fyrir Norðurþing. Fyrsta skóflustungan var tekin síðast liðið sumar og hafa framkvæmdir gengið fljótt og vel fyrir sig.
Fyrstu íbúar nýja kjarnans voru samankomnir í dag ásamt aðstandendum sínum og starfsfólki, tóku við nýju íbúðum sínum og áttu notalega stund með kaffi, gos og tertu.
Meira í prentútgáfu Vikublaðsins sem kemur út á fimmtudag.