Átta milljónum á ári verði varið í leikvelli

Við Borgarhólsskóla á Húsavík er að finna ærslabelg ásamt fleiri leiktækjum. Án efa vinsælasti leikv…
Við Borgarhólsskóla á Húsavík er að finna ærslabelg ásamt fleiri leiktækjum. Án efa vinsælasti leikvöllur Húsavíkur. Mynd/Borgarhólsskóli.

Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun framkvæmdasviðs var til umræðu á fundi Byggðarráðs Norðurþings á dögunum. Hjálmar Bogi Hafliðason lagði fram tillögu um að átta milljónum króna yrðir varið á ári til uppbyggingar leikvalla í sveitarfélaginu. Tillagan var samþykkt.

Hjálmar Bogi sagði í samtali við Vikublaðið að það væri löngu kominn tími til að gera gangskör að uppbyggingu leikvalla sem honum þykir hafa fengið að grotna niður á Húsavík.

Ég er búinn að leggja þessa eða svipaðar tillögur fram með reglulegum hætti, í að verða átta ár. Þá hefur alltaf verið sagt að það verði farið í einn leikvöll á ári og láta það svo rúlla. Þá voru leikvellir á Húsavík 17 nú eru þeir orðnir átta eða 10. Nú er kominn tími til að setja ákveðna upphæð í þetta á ári og svo rúllar það bara,“ segir Hjálmar og bætir við að málið snúist ekki um fjölda leikvalla. „Þeir eru bara ekki eftirsóknarverðir, það er málið. Maður heyrir fólk tala um að þegar það keyrir um landið með börnin þá stoppar það gjarna á stöðum eins og Blönduósi og fer á leikvöllinn þar. En fólk sem kemur til Húsavíkur er ekki að stoppa til þess að fara á leikvöll,“ segir hann.


Nýjast