Birkir Blær flaug áfram í úrslit

Birkir Blær Óðinsson hefur svo sannarlega slegið í gegn í Svíþjóð. Mynd: TV4/skjáskot instagram
Birkir Blær Óðinsson hefur svo sannarlega slegið í gegn í Svíþjóð. Mynd: TV4/skjáskot instagram

Birkir Blær Óðinsson komst í gærkvöld áfram í undanúrslitaþætti sænska Idol sem sýndur er á Tv4. Hann keppir því til úrslita í keppninni á föstudag í næstu viku.

Fjórir keppendur tóku þátt í undanúrslitaþættinum, að þessu sinni voru tvær umferðir þar sem einn keppandi datt út eftir fyrri umferð. Í fyrri umferð þáttarins söng Birkir Blær lagið Sign of the Times eftir Harry Styles og komst áfram í seinni umferð.

Þrír keppendur sungu því öðru sinni og kepptust um hylli áhorfenda þar sem keppni á úrslitakvöldinu var í húfi. Þar söng Birkir Blær lagið Are you gonna be my girl með hljómsveitinni Jet með tilþrifum og var kosinn áfram ásamt söngkonunni Jacqline Mossberg Mounkassa en þau mætast í úrslitaþættinum næstkomandi föstudag.


Nýjast