Fjarnám hjá Endurmenntun

Endurmenntun Háskóla Íslands er leiðandi á sviði fræðslu- og símenntunar á Íslandi og hefur undanfarið lagt aukinn þunga á mikilvægi fjarnáms í framboði sínu. Á komandi vormisseri verða á dagskrá hátt í 60 fjarnámskeið en þar að auki verða nokkrar lengri námslínur haldnar í fjarnámi sem áður voru einungis kenndar á staðnum. Föstudaginn 28. janúar hefst Fjármál og rekstur, námslína þar sem áhersla er lögð á arðsemi og val á mismunandi leiðum við stjórnun fjármuna og stýringu verkefna. Námið er eitt misseri og tilvalið fyrir þá sem eru mögulega á leiðinni í eigin rekstur eða eru að takast á við ný verkefni og aukna ábyrgð í starfi.

Bókaranám Endurmenntunar er þriggja þrepa leið frá grunni til aðalbókara og er nú í boði alfarið sem fjarnám. Fyrsta þrepið er væntanlegt aftur snemma eftir áramót en öll þrepin er hægt að taka sjálfstætt og hefst annað þrepið, Afstemmingar, þann 24. janúar. Markmiðið er að nemendur fái þjálfun og kennslu sem líkir eftir raunverulegu umhverfi á bókhaldsstofu og verði hæfir til að beita þekkingu sinni í starfi að loknu námi. Þriðja þrepið, Aðalbókarinn, hefst síðan 23. mars.

Að lokum er svo Leiðsögunám Endurmenntunar haldið með nýju móti en nú gefst áhugasömum tækifæri á að taka stóran hluta námsins í formi stakra fjarnámskeiða sem hægt er að fá metin til eininga. Þannig að er hægt að taka námið á sínum eigin hraða og auðvelt fyrir þátttakendur að bæta við sig námskeiðum eftir hentugleika.

Allar nánari upplýsingar um námsframboð vormisserisins er að finna á endurmenntun.is


Nýjast