Fréttir
16.01.2021
Jón Óðinn Waage flutti út til Svíþjóðar ásamt konunni sinni Ingu Björk Harðardóttur í byrjun september árið 2015 en þau búa í smábæ í Mið-Svíðþjóð. Ódi, eins og hann er jafnan kallaður, er uppalinn Akureyringur og einn helsti júdófrömuður landsins. Hann starfar við kennslu í grunnskóla og talar sænskuna reiprennandi. Vikublaðið ræddi við Óda um lífið í Svíþjóð. „Lífið gengur sinn vanagang hérna í Svíþjóð þrátt fyrir Covid-19. Ég vinn í grunnskóla og þar hafa yfirvöld ákveðið að Covid finnist ekki og þess vegna er engin breyting þar,“ segir Ódi. -Síðast þegar ég ræddi við þig varstu í sænskunámi. Ertu orðinn altalandi á sænsku? „Stuttu eftir að ég kom las ég rannsókn sem sýndi að í kringum fimmtugsaldurinn tapaði maður getunni til að læra ný tungumál. Ég kom hingað þegar ég var 52 ára gamall og tala sænsku reiprennandi núna. Þeir eru að vinna að nýrri rannsókn skilst mér,“ segir Ódi í léttum dúr.
Lesa meira
Fréttir
15.01.2021
Líkamsræktarstöðvar landsins fengu að í vikunni með miklum takmörkunum þó eftir rúmlega þriggja mánaða lokun. Einungis eru leyfðir hópatímar þar sem allt að 20 manns mega koma saman. Í World Class verður boðið upp bæði þol-og styrktarþjálfun í hópatímum. Sigurður Gestsson hefur starfað sem einkaþjálfari í áraraðir og á stóran kúnnahóp í World Class. Hann fagnar því að nú sé hægt að opna að einhverju leyti. „Þetta er búið að vera ansi langur tími og því ánægjulegt að geta opnað, þó þetta sé mjög takmarkað fyrst um sinn. En það er betra en ekkert og mér líst vel á þetta,“ segir Sigurður í samtali við Vikublaðið. Í venjulegu árferði er Sigurður að þjálfa hálfan daginn og á móti sinnir hann ýmsum viðgerðum og viðhaldi á tækjabúnaði í World Class-stöðvunum á Akureyri. „Ég hef því einbeitt mér algjörlega að því undanfarna mánuði og hef t.d. verið að flísaleggja klefana og skipta út ljósum og gera við tæki. Það er ýmislegt sem fellur til og ég reyni að nýta tímann vel,“ segir Sigurður.
Lesa meira
Fréttir
15.01.2021
Bæjarfulltrúar á Akureyri almennt hlynntir því að taka upp persónukjör í sveitarstjórnarkosningum
Lesa meira
Fréttir
14.01.2021
Breytingar eru væntanlegar á hluthafahópi Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða en Norðursigling á Húsavík sem er stærsti hluthafinn ásamt fjárfestingafélaginu Tækifæri hf. hvort um sig með 29% eignarhlut.
Lesa meira
Fréttir
14.01.2021
Það var Spilverk þjóðanna sem spurði Reykjavíkina okkar fyrir nokkrum áratugum titilspurningarinnar að ofan í samnefndu lagi. Frá því að Spilverkið spurði þessarar spurningar hefur byggðamynstur á Íslandi þróast á óvenjulegan máta. Tveir þriðjungshlutar tiltölulega fárra íbúa landsins eru saman þjappaðir í einu borgarsamfélagi á suðvesturhorninu. Önnur lönd sem fara nærri því að vera svona „einnar-borgar“ eru oftast byggð á litlum skikum þar sem borgarmörkin falla saman við landamærin. Af þessum ástæðum koma reglulega fram hugmyndir um að auka jafnvægi í vegasalti byggðar og lands með einhvers konar borgarvalkosti við höfuðborgarsvæðið, sem væri þá Akureyri af augljósum ástæðum. Þetta hefur einhvern veginn oftast verið meira í orði en á borði, en fyrir skemmstu var sett af stað átaksverkefni ráðuneytis um framtíð Akureyrar. Meðal annars gert til skilgreiningar á „meginkjarna landshluta“ og „svæðisbundnu hlutverki“. Umræða um eflingu Akureyrar hefur hins vegar átt það til að þvælast fljótt í karp um hugtökin, „bæi“ eða „borgir“ með þeim afleiðingum að áform um markmið og aðgerðir gufa upp áður en yfir lýkur. Til eru viðmið af ýmsu tagi um borgir, þ.á.m. skilgreining OECD fyrir Evrópuborgir út frá ýmsum eðlisþáttum byggðar sem og íbúafjölda (50 þús. að lágmarki). Í Bretlandi var reyndar löngum gengið út frá því að bærilega myndarleg dómkirkja dygði til þess að Englandsdrottning viðurkenndi þéttbýlisstað sem borg. En öll þessi mörk eru túlkanleg með ólíkum hætti og er raunin sú að algildar alþjóðlegar skilgreiningar á því hvað greinir litlar borgir frá stórum bæjum eru ekki til.
Lesa meira
Fréttir
14.01.2021
Lesa meira
Fréttir
14.01.2021
Fimm smit eru á Akureyri og tvö á Húsavík.
Lesa meira
Fréttir
14.01.2021
Lesa meira
Fréttir
14.01.2021
Lesa meira
Fréttir
13.01.2021
Lesa meira
Fréttir
13.01.2021
Lesa meira
Fréttir
13.01.2021
Heildarumferð í Vaðlaheiðargöngum á árinu 2020 var 414 þúsund ferðir, um 100 þúsund færri ferðir en árið 2019.
Lesa meira
Fréttir
12.01.2021
Úlla Árdal hefur verið ráðin í starf markaðs- og þróunarstjóra Mývatnsstofu. Staðan er ný og markmiðið að efla núverandi verkefni Mývatnsstofu ásamt því að víkka starfsemina út enn frekar í samstarfi við Nýsköpun í Norðri.
Lesa meira
Fréttir
12.01.2021
Unnið er að því að finna lausn sem tryggir slökkvistöðinni á Akureyri rafmagn þó rafmagn fari af
Lesa meira
Fréttir
12.01.2021
Lesa meira
Fréttir
11.01.2021
Vikublaðið fékk nokkra aðila til þess að segja frá vonum og væntingum á nýju ári. Virðast flestir á því að árið 2021 muni verða okkur betra en árið á undan sem óhætt er að segja að hafa verið þungt í vöfum fyrir marga. „Ég er full bjartsýni fyrir þetta ár, er ekki viss um að ég fari að pakka ofan í ferðatöskur og halda á framandi slóðir en vona að við náum öll að eiga meiri samveru með fólkinu okkar á þessu ári en árið 2020. Ég hlakka mikið til að gera farið að hitta vini og vandamenn yfir kaffibolla eða hádegisverði og heyra sögur af því sem er að gerast utan kúlunnar sem ég sjálf er í,” segir Helga Kvam tónlistarkona...
Lesa meira
Fréttir
11.01.2021
Fiskarnir
9. febrúar til 20. mars
Árið byrjar eins og best verður á kosið fyrir þig. Þú finnur fyrir aukinni orku með hækkandi sól og ákveður að endurnýja eldhúsið eins og makinn þinn er búinn að tuða um lengur en þú vilt muna. Þú finnur gömul Gulli byggir vídeó á youtube og hefst handa við að rífa það gamla. Þar með er orkan búin og þú situr uppi með ekkert eldhús en ekki örvænta, með vorinu eru búið að slaka nægilega á samkomutakmörkunum þannig að þú getur borðað úti það sem eftir er af árinu.
Þú munt finna fyrir því að ástin mun blómstra með vorinu og hugleiðir að eiga rómantískt sumar en gerir svo ekkert í því. Ástin kulnar fljótt aftur og verður köld eins og ýsuflak sem hentar þér vel, enda ertu fiskur.
Lesa meira
Fréttir
11.01.2021
Í viljayfirlýsingunni felst að KA er heimilt að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag á félagssvæði sínu við Dalsbraut.
Lesa meira
Fréttir
11.01.2021
Meðallaunin voru að jafnaði kr. 545.012 í mánuðinum og hækkuðu um kr. 21.738
Lesa meira
Fréttir
10.01.2021
Ásta Hermannsdóttir er sérfræðingur hjá PCC á Bakka og einn af eigendum crossfit stöðvarinnar á Húsavík. Ásta nam einnig næringarfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 2014. Hún veit því allt um það hvernig huga skal að heilsunni og réttir vikunnar endurspegla það. Ásta hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Þetta er létt og gott janúarstöff sem vonandi flestir geta leikið eftir!“
Lesa meira
Fréttir
09.01.2021
Jón Már Héðinsson er skólameistari Menntaskólans á Akureyri og hefur verið um árabil. Hann er Vestfirðingur í húð og hár, hefur brennandi áhuga á starfinu og segir krefjandi verkefni bíða. Jón Már er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. „Ég hef áhuga á því sem ég er að fást við hvert sinn. Ég hef brennandi ástríðu fyrir því að vinna með mínu fólki við að koma MA í gegnum þrengingar næstu tveggja ára. Það er spennandi og krefjandi. Þess utan hef ég áhuga á hreyfingu, göngu, sundi og golfi.....
Lesa meira
Fréttir
08.01.2021
Lesa meira
Fréttir
08.01.2021
Lesa meira
Fréttir
08.01.2021
Lesa meira
Fréttir
08.01.2021
Lesa meira
Fréttir
08.01.2021
Nú fögnum við nýju ári hér í Norðurþingi eftir mjög svo óvenjulegt ár sem lengi verður minnst fyrir allt hið „fordæmalausa“ s.s. heimsfaraldur, náttúru vá og að óskabarn okkar í atvinnumálum, verksmiðja PCC á Bakka, hefur verið í stoppi stóran hluta ársins ofl.
Lesa meira
Fréttir
07.01.2021
Lesa meira