Fréttir

„Þetta er í raun og veru sturluð hugmynd“

Umfjöllun sveitarstjórnar um skipulagsbreytingar í tengslum við vindorkuver á Hólaheiði frestað þar til umhverfismati er lokið að fullu
Lesa meira

Tilboði í frístundaakstur hafnað

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

„Akureyringar og Norðlendingar eru fremst meðal jafningja í þessum málaflokki“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Eyjólfur Guðmundsson, formaður stjórnar Norðurslóðanets Íslands og rektor Háskólans á Akureyri, hafa undirritað endurnýjaðan samstarfssamning til fimm ára.
Lesa meira

Benedikt búálfur snýr aftur

Lesa meira

Nýr forstöðumaður ráðinn til Húsavíkurstofu

Stjórn Húsavíkurstofu hefur undirritað ráðningarsamning við nýjan forstöðumann, hann Björgvin Inga Pétursson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsavíkurstofu.
Lesa meira

Garðvík kærir Norðurþing fyrir að semja við Bæjarprýði

Skipulags og framkvæmdaráð Norðurþings lagði fram til kynningar á fundi sínum í gær bréf frá Kærunefnd Útboðsmála vegna kæru Garðvíkur ehf. Kæran byggist á ákvörðun sveitarfélagsins um að ganga til samninga við fyrirtækið Bæjarprýði ehf. um viðgerðir á hellulögnum, hellulögn og kantsteinslögn neðan Naustsins, við Ásgarðsveg og viðgerðir á kantsteinum sem og gerð niðurtekta víðar um bæinn.
Lesa meira

Karl Eskil ráðinn til í að stýra miðlum Samherja

Lesa meira

„Seinnipartur sumars skemmtilegur tími til matargerðar“

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir (Gunna), matartæknir, og Garðar Hólm Stefánsson, matreiðslumeistari hafa umsjón með matarhorninu þessa vikuna. Gunna er fædd í Reykjavík en flutti sem barn í Hólsgerði í Eyjafjarðarsveit, þar sem hún ólst upp. Garðar er fæddur og uppalinn á Akureyri. „Við hjónin höfum búið á Akureyri alla okkar búskapartíð. Við eigun þrjár dætur, allar vel giftar, og fjögur barnabörn. Við vinnum bæði í mötuneyti heimavistar MA/VMA og höfum gert í mörg ár. Seinnipartur sumars finnst okkur skemmtilegur tími til matargerðar því þá er svo mikið úrval af nýju íslensku grænmeti sem við notum mikið á okkar heimili. Eplakakan er einföld og í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Hún er oft höfð í matarboðum hjá okkur. Einnig eru ýmiskonar grænmetis- eða vegan réttir vinsælir á okkar borðum,“ segja þau hjónin.
Lesa meira

Stefnir í hitamet í ágúst á Akureyri

Lesa meira

Strandið á Rifstanga 1968 rifjað upp

Skjalasafni Þingeyinga bárust nýlega áhugaverðar ljósmyndir frá strandi danska flutningaskipsins Hans Sif á Rifstanga á Melrakkasléttu. Skipið strandaði aðfaranótt laugardagsins 10. febrúar 1968. Áhöfninni , 11 manns, var bjargað um borð í varðskipið Þór sem flutti hana til Akureyrar. Um borð voru 800 lestir af síldarmjöli sem átti að flytja til Englands. Einar M. Jóhannesson á Húsavík keypti farminn og náði að koma honum í land að hluta til með öðrum bát en einnig með snjósleðum eftir að hafís umkringdi skipið. Farmurinn var síðan seldur til Englands og Írlands. Hans Sif náðist á flot 26. júní 1968 og var í kjölfarið selt aftur til fyrri eiganda.
Lesa meira

Svæfingar í þingsal

Lesa meira

„Tilfinningin er sú að sumarið hafi farið langt fram úr björtustu vonum“

Ferðasumarið á Norðurlandi hefur farið fram úr björtustu vonum þrátt fyrir erfiðar aðstæður að sögn Arnheiðar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands.
Lesa meira

Smit í Giljaskóla og starfsfólk og nemendur í sóttkví

Lesa meira

Hvernig víkka skal út þjóðgarð

Áfangi 101 á náttúruverndarbraut ríkisins
Lesa meira

Kosningaspjallið: Ætla að stórauka stuðning fyrir barnafjölskyldur

Lesa meira

Áfangasigur í áformum um lofthreinsiver á Bakka

• Þrjú til fimm hundruð störf verði til – Samið við þýskan tæknirisa
Lesa meira

Sumar í september

Lesa meira

Margmenni á frábærri sýningu Péturs ljósmyndara: Myndasyrpa

Pétur Jónasson ljósmyndari á Húsavík var útnefndur listamaður Norðurþings 2020. Að því tilefni opnaði hann stórglæsilega sýningu í Safnahúsinu á Húsavík klukkan 18 í dag. Blaðamaður Vikublaðsins var á staðnum.
Lesa meira

„Ráðherrar jóðla í sama farinu áratugum saman án þess að bregðast við“

Smábátaeigendur á Húsavík vilja að byggðarráð Norðurþings beiti sér fyrir því að dregin verði lína þvert yfir mynni Skjálfandaflóa, svo takmarka megi dragnótaveiðar nærri landi. Þeir telja að veiðislóðin þoli ekki ágengnina sem fylgi slíkum veiðarfærum og óttast þeir að fiskistofnar þurrkist upp verði ekkert að gert. Áríðandi sé að lokunin taki strax gildi út ágúst og í framhaldinu 1.september ár hvert fyrir hvert fiskveiðiár.
Lesa meira

Morgunkaffi þingframbjóðanda

Ég sit hér með samanbrotinn þvottinn sem ég á eftir að ganga frá fyrir aftan fartölvuna, ég er með kaffið og símann við höndina. Við hliðina á mér í stofunni nagar pollrólegur hundurinn beinið sitt á meðan æstur kettlingurinn nagar í buxnaskálmarnar á mér. Börnin eru farin í skólann og eiginmaðurinn í vinnuna.
Lesa meira

Öllum hnútum kunn á sjúkrahúsinu

„Forstjórastarfið leggst ljómandi vel í mig. Ég lít á það sem styrk að þekkja stofnunina og hafa unnið sem framkvæmdastjóri undanfarin ár, en það er svo að hverri stöðu fylgja ný verkefni og ég lít á það sem jákvæða áskorun að takast á við þau verkefni í kunnuglegu umhverfi,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir í samtali við Vikublaðið, en hún var nýlega ráðin sem nýr forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). „Ég veit að þetta starf gerir miklar kröfur en það er kappsmál hjá mér að hafa þarfir sjúklinga að leiðarljósi með því að bjóða upp á gæða heilbrigðisþjónustu sem sinnt er af öflugum og ánægðum hópi starfsmanna.“ Hildigunnur á langan starfsferil hjá SAk en hún byrjaði að vinna á stofnuninni á menntaskólaárunum. „Þá vann ég tvö sumur við ræstingar á skurðstofu. Ég vann einnig sem hjúkrunarnemi á seinni hluta hjúkrunarnámsins en eftir að því námi við Háskólann á Akureyri lauk, starfaði ég sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku þar til ég fór í meistaranám til Skotlands....
Lesa meira

Ný og endurbætt kennsluálma í Lundarskóla tekin í notkun

Lesa meira

Litla landið

Það er gott að búa á Íslandi, almennt. Hreint loft, óspillt náttúra og nóg pláss fyrir alla. Heilbrigðiskerfið er almennt gott, en þegar ég skrifa almennt gott, þá á ég við að út á við er það gott og það fagfólk sem heldur því uppi vill allt fyrir þegna þessa lands gera, en eitthvað er að bresta innan þess. Það sama á reyndar við um fleiri kerfi, s.s. velferðarkerfið, samanber gríðarlega aukningu innlagna á BUGL, biðlista sem sér ekki fyrir endann á og síaukna notkun kvíða- og annarra geðlyfja.
Lesa meira

Ljósmyndir Péturs í 60 ár

Pétur Jónasson ljósmyndari var útnefndur listamaður Norðurþings 2020. Að því tilefni opnar Pétur ljósmyndasýninguna Ljósmyndir Péturs í 60 ár föstudaginn 27. ágúst klukkan 18. Sýningin er í aðalsal Safnahússins á Húsavík og stendur út september. Sýningin er í boði Norðurþings og listamannsins.
Lesa meira

Legudeild á SAk í sóttkví eftir smit

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira