Það er kannski ekki hægt að segja að vetur konungur sé mættur af fullum þunga, en hann er vissulega farinn að láta vita af sér.
Kalt hefur verið undanfarið á Húsavík og snjóað lítilsháttar.
Yngri flokkar Völsungs láta kuldatíðina ekki á sig fá og æfa af kappi á upphituðum gervigrasvellinum á æfingasvæði félagsins.
Á myndinni má sjá 5. flokk drengja á æfingu í dag en í hvarfi á bak við runnana fremst á myndinni er 5. flokkur stúlkna á æfingu.
Það er ánægjulegt að sjá að þetta mikilvæga íþróttamannvirki er vel nýtt allt árið en á morgnanna er einnig mikið af fólki sem notar brautina í kringum völlinn til gönguferða.