Fyrsta skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili á Húsavík var tekin kl. 13 í dag. Það var Aldey Unnar Traustadóttir, forseti sveitarstjórnar Norðurþings sem tók fyrstu skóflustunguna að viðstöddu margmenni.
Húsheild sér um jarvinnuframkvæmdir en framkvæmdir við byggingu hjúkrunarheimilisins verða boðnar út í vor.