Fréttir
12.01.2021
Unnið er að því að finna lausn sem tryggir slökkvistöðinni á Akureyri rafmagn þó rafmagn fari af
Lesa meira
Fréttir
11.01.2021
Vikublaðið fékk nokkra aðila til þess að segja frá vonum og væntingum á nýju ári. Virðast flestir á því að árið 2021 muni verða okkur betra en árið á undan sem óhætt er að segja að hafa verið þungt í vöfum fyrir marga. „Ég er full bjartsýni fyrir þetta ár, er ekki viss um að ég fari að pakka ofan í ferðatöskur og halda á framandi slóðir en vona að við náum öll að eiga meiri samveru með fólkinu okkar á þessu ári en árið 2020. Ég hlakka mikið til að gera farið að hitta vini og vandamenn yfir kaffibolla eða hádegisverði og heyra sögur af því sem er að gerast utan kúlunnar sem ég sjálf er í,” segir Helga Kvam tónlistarkona...
Lesa meira
Fréttir
11.01.2021
Fiskarnir
9. febrúar til 20. mars
Árið byrjar eins og best verður á kosið fyrir þig. Þú finnur fyrir aukinni orku með hækkandi sól og ákveður að endurnýja eldhúsið eins og makinn þinn er búinn að tuða um lengur en þú vilt muna. Þú finnur gömul Gulli byggir vídeó á youtube og hefst handa við að rífa það gamla. Þar með er orkan búin og þú situr uppi með ekkert eldhús en ekki örvænta, með vorinu eru búið að slaka nægilega á samkomutakmörkunum þannig að þú getur borðað úti það sem eftir er af árinu.
Þú munt finna fyrir því að ástin mun blómstra með vorinu og hugleiðir að eiga rómantískt sumar en gerir svo ekkert í því. Ástin kulnar fljótt aftur og verður köld eins og ýsuflak sem hentar þér vel, enda ertu fiskur.
Lesa meira
Fréttir
11.01.2021
Í viljayfirlýsingunni felst að KA er heimilt að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag á félagssvæði sínu við Dalsbraut.
Lesa meira
Fréttir
11.01.2021
Meðallaunin voru að jafnaði kr. 545.012 í mánuðinum og hækkuðu um kr. 21.738
Lesa meira
Fréttir
10.01.2021
Ásta Hermannsdóttir er sérfræðingur hjá PCC á Bakka og einn af eigendum crossfit stöðvarinnar á Húsavík. Ásta nam einnig næringarfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 2014. Hún veit því allt um það hvernig huga skal að heilsunni og réttir vikunnar endurspegla það. Ásta hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Þetta er létt og gott janúarstöff sem vonandi flestir geta leikið eftir!“
Lesa meira
Fréttir
09.01.2021
Jón Már Héðinsson er skólameistari Menntaskólans á Akureyri og hefur verið um árabil. Hann er Vestfirðingur í húð og hár, hefur brennandi áhuga á starfinu og segir krefjandi verkefni bíða. Jón Már er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. „Ég hef áhuga á því sem ég er að fást við hvert sinn. Ég hef brennandi ástríðu fyrir því að vinna með mínu fólki við að koma MA í gegnum þrengingar næstu tveggja ára. Það er spennandi og krefjandi. Þess utan hef ég áhuga á hreyfingu, göngu, sundi og golfi.....
Lesa meira
Fréttir
08.01.2021
Nú fögnum við nýju ári hér í Norðurþingi eftir mjög svo óvenjulegt ár sem lengi verður minnst fyrir allt hið „fordæmalausa“ s.s. heimsfaraldur, náttúru vá og að óskabarn okkar í atvinnumálum, verksmiðja PCC á Bakka, hefur verið í stoppi stóran hluta ársins ofl.
Lesa meira
Fréttir
05.01.2021
Jólatré verða ekki fjarlægð af lóðamörkum á vegum Akureyrarbæjar
Lesa meira
Fréttir
30.12.2020
Oddur Þór Vilhelmsson, prófessor í Auðlindadeild Háskólans á Akureyri hefur verið ráðinn í stöðu forseta Viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri (HA) frá 1. janúar næstkomandi til næstu fjögurra ára. Oddur er doktor í matvælaörverufræði frá The Pennsylvania State University og hefur starfað við Háskólann á Akureyri frá árinu 2004. Hann hefur meðal annars leitt fjölþjóðlegar rannsóknir á sviði umhverfisörverufræði Norðurslóða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HA.
Lesa meira
Fréttir
30.12.2020
Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður í viðtali
Lesa meira
Fréttir
29.12.2020
Fyrsta formlega bólusetningin gegn Covid-19 sjúkdómnum á Húsavík fór fram á Hvammi rétt í þessu. Það var elsti íbúi Hvamms, Hólmfríður Sigurðardóttir sem fékk fyrstu formlegu sprautuna en hún varð 100 ára í mars á þessu ári.
Lesa meira