Fréttir
03.07.2021
Á þriðjudag fer fram íbúafundur á Húsavík þar sem kynntar verða mögulegar sviðsmyndir atvinnuuppbyggingar á Bakka. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings segir að aldrei hafi verið jafn margir umræðufletir á mismunandi uppbyggingu mögulegra atvinnutækifæra.
Lesa meira
Fréttir
03.07.2021
Mikil gróska er í Hörgársveit. Íbúum fer ört fjölgandi og ýmsar framkvæmdir í gangi. Horft er til þess að íbúar geti verið orðnir um 900 innan fárra ára og þessari fjölgun þarf að mæta með uppbyggingu innviða. Snorri Finnlaugsson hefur verið sveitarstjóri í Hörgársveit frá árinu 2015 og Vikublaðið ræddi við Snorra um uppganginn í sveitarfélaginu og hann sjálfan. „Hér er allt mjög gott að frétta. Við erum sveitarfélag í vexti og ég finn að íbúar kunna að meta hvernig þessu sveitarfélagi hefur tekist að gera hlutina á þann veg að hér sé uppbygging og jákvæðni fyrir framtíðinni og við séum að fá nýja íbúa vikulega til að búa með okkur í þessu góða samfélagi. Við erum eftirsóknavert sveitarfélag og það er gott,“ segir Snorri.
Lesa meira
Fréttir
02.07.2021
Eldur kviknað í gróðri á bökkum Glerár á Akureyri á níunda tímanum í kvöld, það var Rúv sem greindi frá.
Eldurinn kviknaði á grónu svæði austan Hlíðarbrautar, vestan við háskólann.
Lesa meira
Fréttir
02.07.2021
Siglingasamband Íslands stendur nú fyrir árlegum siglingabúðum sínum sem að þessu sinni eru haldin á Húsavík. Um 20 ungmenni og þjálfarar eru nú í stífum æfingum á láði og landi.
Lesa meira
Fréttir
02.07.2021
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings mun láta af störfum 1. september næstkomandi.
Sú stjórnendastaða heyrir beint undir sveitarstjóra.
Lesa meira
Fréttir
01.07.2021
Hópslysaáætlun var virkjuð kl. 14.15 hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra þar sem hoppukastali fauk við Skautahöllina á Akureyri
Lesa meira
Fréttir
01.07.2021
Kostnaðarhlutur Norðurþings í nýju hjúkrunarheimili verði fjármagnaður með lántöku
Lesa meira
Fréttir
27.06.2021
Á föstudag í síðustu viku luku 16 hressar stelpur á aldrinum 10-14 ára fimm daga dvöl í sumarbúðum í Saltvík rétt sunnan Húsavíkur. Í hópnum eru bæði stelpur sem eru þaulvanar að umgangast hesta en einnig aðrar sem aldrei hafa stigið á bak. Þetta er í fyrsta sinn sem sumarbúðir eru starfræktar í Saltvík. Rakel Jóhannsdóttir er einn af skipuleggjendum sumarbúðanna en hún segir að stelpurnar hafi allar verið svakalega ánægðar.
Sumarbúðirnar heita Útreiðar & Útivist og eins og nafnið gefur til kynna er áhersla lögð á hestamennsku en einnig náttúruskoðun, föndur og leiki. Þá skellti hópurinn sér í hvalaskoðun á fimmtudag með Norðursiglingu. „Hvalaskoðuninn var klárlega einn að hápunktunum og svo að fara a stökk og sækja egg hjá hænunum,“ segir Rakel. Gildi sumarbúðanna eru Gleði - Ævintýri - Óvissa! En það voru stelpurnar sjálfar sem sömdu þau og segir Rakel að starfið í kringum sumarbúðirnar sé í stöðugri þróun enda bara rétta að byrja
Lesa meira
Fréttir
26.06.2021
Hjónin Sigríður María Hammer og Finnur Aðalbjörnsson festu kaup á landi austan við Eyjafjörð í september á síðasta ári og hafa nú ráðist í miklar framkvæmdir. Þann 11. Febrúar á næsta ári hyggjast þau opna svo kölluð Skógarböð og nýta þannig heitt vatn sem rennur frá Vaðlaheiðargöngum og út í sjó.
Lesa meira
Fréttir
26.06.2021
Silja Björk Björnsdóttir er nýr rekstrarstjóri BARR Kaffihús sem opnaði nýlega í Menningarhúsinu Hofi. Silja er fædd og uppalinn í Þorpinu á Akureyri og flutti aftur á heimaslóðir frá Reykjavík til þess að taka við starfinu. „Það hefur verið mikil gjöf að flytja aftur heim til Akureyrar eftir átta ár í Reykjavík en í sannleikanum sagt þá hélt ég aldrei að ég myndi flytja aftur norður,“ segir Silja Björk sem er Norðlendingur vikunnar. „Það er svo gott að geta skipt um skoðun, eftir barneignir og heimsfaraldur hafa ýmsir hlutir breyst og eftir ár af atvinnuleysi og tæmingu sparisjóðsins fannst okkur kjörið að flytja norður, vera nær fjölskyldunni minni og bara prófa eitthvað nýtt,“ segir Silja. Hún er menntuð í kvikmyndafræðum en mig rak forvitni í að vita hvernig leið hennar lá yfir í veitingabransann. „Já, menntun og reynsla er ekki endilega það sama! Ég hef alltaf verið svona fiðrildi, forvitin um allskonar og finnst gaman að prófa nýja hluti og læra eitthvað nýtt.
Lesa meira